Erlent

Helmut Kohl er látinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Helmut Kohl sat lengst allra kanslara í embætti á 20. öld.
Helmut Kohl sat lengst allra kanslara í embætti á 20. öld. Vísir/AFP
Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er látinn. Hann var 87 ára gamall. BBC greinir frá.

Kohl lést á heimili sínu í Ludwigshafen í Rínarlandi í Þýskalandi í dag að því er segir í þýska dagblaðinu Bild.

Helmut Kohl fæddist þann 3. apríl árið 1930 Ludwigshafen. Hann var kanslari Þýskalands í 16 ár, frá 1982 til 1998, en hann átti stóran þátt í sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands eftir fall Berlínarmúrsins árið 1990.

Þá innleiddi hann einnig evruna inn í evrópskt viðskiptalíf ásamt þáverandi forseta Frakklands, Francois Mitterrand. Hans er einnig minnst fyrir stormasamt pólitískt samband sitt við þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher.

Kohl var leiðtogi Kristilegra demókrata og sat lengst allra þýskra kanslara í embætti á 20. öldinni. Árið 2008 datt hann illa og hafði síðan komist ferða sinna í hjólastól.

Það sama ár giftist hann eiginkonu sinni, Maike Kohl-Richter, en samband þeirra vakti mikla athygli þar sem hún var 34 árum yngri en hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×