Grá fyrir járnum Líf Magneudóttir skrifar 16. júní 2017 16:04 Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref. Með þessari afstöðu er ég alls ekki að gefa einhvern afslátt á öryggi almennings. Það á að tryggja í hvívetna. Þetta er spurning um ásýnd og aðferðir. Okkur ber skylda til að velta því fyrir okkur. Tvær lykilspurningar finnast mér vera í málinu. Sú fyrri er hvort það sé nauðsynlegt að íslensk lögregla vígbúist í auknum mæli og hin er sú hvort rétt sé að sá hluti lögreglunnar sem notar skotvopn skuli sinna sýnilegri löggæslu á fjöldasamkomum. Enn hef ég ekki heyrt sterk rök fyrir því að íslensk lögregla eigi að bera skotvopn og stækki vopnasafn sitt í auknum mæli. Þvert á móti er skynsamlegra að aðbúnaður lögreglunnar sé almennt góður þannig að nægur mannafli sé fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður til rannsókna og almennrar löggæslu – að skotvopnum undanskildum. Sé talið nauðsynlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn innan seilingar á fjöldasamkomum þurfa þeir ekki að stilla sér upp á hæsta hól og vera öllum sýnilegir. Ekkert hefur komið fram sem útskýrir af hverju sá fælingarmáttur, sem slík uppstilling á að hafa, sé nauðsynlegur nú á Íslandi. Þetta á ég við þegar ég set spurningarmerki við þessa breyttu ásýnd og aðferðir yfirmanna lögreglumála á Íslandi. Í því felst ekki gagnrýni á lögregluna sem slíka, því hún gegnir veigamiklu hlutverki í að þjónusta borgarana og tryggja öryggi þeirra. VG hefur viljað efla hana, bæta menntun lögreglumanna og auka samstarf við fagaðila í öðrum stéttum. Sem betur fer búum við ekki í landi þar sem almennir borgarar falla reglulega fyrir hendi vopnaðra lögreglumanna. Það hefur bara gerst einu sinni. Ísland er enda efst á lista yfir friðsælustu lönd heims og það eru forréttindi sem mér finnst mikilvægt að varðveita. Alltof fáir íbúar þessa heims búa við nægjanlegt öryggi og frið. Í grundvallaratriðum er umræðan um vopnaburð lögreglu ekki mikið flóknari en þetta. Auðvitað eru ekki allir sammála um hversu hættulegt það er að búa á Íslandi. Margir hafa úttalað sig digurbarkalega um þetta mál og gert lítið úr andstæðingum sínum og jafnvel snúið út úr. Það eru ekki merkileg innlegg í umræðuna. Það er þeirra sem vilja skotvopnavæða lögregluna að sýna fram á að þörf sé á byssunum. Hingað til hefur ekki verið sýnt fram á það.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref. Með þessari afstöðu er ég alls ekki að gefa einhvern afslátt á öryggi almennings. Það á að tryggja í hvívetna. Þetta er spurning um ásýnd og aðferðir. Okkur ber skylda til að velta því fyrir okkur. Tvær lykilspurningar finnast mér vera í málinu. Sú fyrri er hvort það sé nauðsynlegt að íslensk lögregla vígbúist í auknum mæli og hin er sú hvort rétt sé að sá hluti lögreglunnar sem notar skotvopn skuli sinna sýnilegri löggæslu á fjöldasamkomum. Enn hef ég ekki heyrt sterk rök fyrir því að íslensk lögregla eigi að bera skotvopn og stækki vopnasafn sitt í auknum mæli. Þvert á móti er skynsamlegra að aðbúnaður lögreglunnar sé almennt góður þannig að nægur mannafli sé fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður til rannsókna og almennrar löggæslu – að skotvopnum undanskildum. Sé talið nauðsynlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn innan seilingar á fjöldasamkomum þurfa þeir ekki að stilla sér upp á hæsta hól og vera öllum sýnilegir. Ekkert hefur komið fram sem útskýrir af hverju sá fælingarmáttur, sem slík uppstilling á að hafa, sé nauðsynlegur nú á Íslandi. Þetta á ég við þegar ég set spurningarmerki við þessa breyttu ásýnd og aðferðir yfirmanna lögreglumála á Íslandi. Í því felst ekki gagnrýni á lögregluna sem slíka, því hún gegnir veigamiklu hlutverki í að þjónusta borgarana og tryggja öryggi þeirra. VG hefur viljað efla hana, bæta menntun lögreglumanna og auka samstarf við fagaðila í öðrum stéttum. Sem betur fer búum við ekki í landi þar sem almennir borgarar falla reglulega fyrir hendi vopnaðra lögreglumanna. Það hefur bara gerst einu sinni. Ísland er enda efst á lista yfir friðsælustu lönd heims og það eru forréttindi sem mér finnst mikilvægt að varðveita. Alltof fáir íbúar þessa heims búa við nægjanlegt öryggi og frið. Í grundvallaratriðum er umræðan um vopnaburð lögreglu ekki mikið flóknari en þetta. Auðvitað eru ekki allir sammála um hversu hættulegt það er að búa á Íslandi. Margir hafa úttalað sig digurbarkalega um þetta mál og gert lítið úr andstæðingum sínum og jafnvel snúið út úr. Það eru ekki merkileg innlegg í umræðuna. Það er þeirra sem vilja skotvopnavæða lögregluna að sýna fram á að þörf sé á byssunum. Hingað til hefur ekki verið sýnt fram á það.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar