Konur fram á völlinn Stefán Pálsson skrifar 17. júní 2017 13:00 Hér er landslið Ítalíu á landsmóti árið 1979 þar í landi. Keppnisliðin fengu greitt fargjaldið og lítilræði fyrir uppihaldi, en áhorfendur létu sig ekki vanta. Þann fimmta ágúst árið 1971 sáu 110 þúsund áhorfendur á Azteca-leikvanginum í Mexíkóborg hina fimmtán ára gömlu Susanne Augustesen skora öll mörk Dana í 3:0 sigri á Mexíkó og hampa heimsmeistaratitlinum í leikslok. Eftir því sem næst verður komist hafa aldrei jafnmargir mætt á fótboltaleik tveggja kvennaliða í sögunni. Ætla mætti að þessum atburði væri rækilega haldið á lofti í sögubókum, en sú er þó ekki raunin. Raunar vill alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sem minnst af leik þessum vita. Til marks um það staðhæfir sambandið að áhorfendametið í kvennaflokki sé frá árinu 1999, þegar rétt rúmlega 90 þúsund manns sáu Bandaríkjamenn leggja Kínverja í úrslitaleik HM sem leikinn var í Pasadena í Kaliforníu. Þöggunin um kappleikinn í Mexíkóborg á sér að mörgu leyti skiljanlegar ástæður. Margt í umgjörð hans var vandræðalegt og þolir illa upprifjun, en jafnframt tengist hið valkvæða sögulega minni ýmsum flækjum varðandi upphaf nútímakvennaknattspyrnu. Þótt dönsku stúlkurnar væru krýndar heimsmeistarar og verðu þannig titil sinn frá keppni sem haldin var á Ítalíu árið áður, var um óopinbert mót að ræða. Kvennaliðin stóðu utan við hina formlegu knattspyrnuhreyfingu og nutu einskis stuðnings hennar. Það voru einkaaðilar sem skipulögðu mótið á Ítalíu 1970 og kenndu það ýmist við aðalstyrktaraðilann: áfengisframleiðandann Martini eða kölluðu það heimsmeistarakeppni. Keppnisliðin fengu greitt fargjaldið og lítilræði fyrir uppihaldi, en áhorfendur létu sig ekki vanta . Um 50 þúsund mættu á úrslitaleikinn og mótshaldarar græddu á tá og fingri. Kornungt og nálega óþekkt lið Mexíkó kom mjög á óvart á mótinu og hafnaði í þriðja sæti. Sú velgengni vakti athygli mexíkóskra kaupsýslumanna Nokkrum árum fyrr hafði hinn glæsilegi Azteca-völlur verið reistur í höfuðborginni. Leikvangurinn, sem var í eigu einkaaðila, var opinber heimavöllur landsliðsins og kom að góðum notum í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna árið 1968 og tveimur árum síðar þegar Mexíkó hýsti HM í fótbolta. Eins og svo títt er með slík mannvirki eftir stórmót, áttu eigendurnir hins vegar bágt með að finna vellinum hlutverk og skapa tekjur til að standa undir rekstrinum. Í þessu skyni var efnt til heimsmeistaramótsins 1971, fjölda evrópskra landsliða var boðið til keppni og greiddu skipuleggjendur allan kostnað.Íþróttamót eða gripasýning? Frá fjárhagslegu sjónarmiði tókst keppnin frábærlega. Áhorfendur voru fjölmargir á öllum leikjum og fjölmiðlar sýndu mikinn áhuga. Deila má þó um hvort þessi mikli áhugi hafi að öllu leyti verið á réttum forsendum. Í byrjun áttunda áratugarins var Mexíkó mikið karlrembusamfélag. Íþróttir kvenna voru skör lægra settar en karla og þótt fótboltaáhugamenn í Mexíkó gleddust að sönnu yfir velgengni kvennalandsliðs síns, þótti hugmyndin um að konur léku knattspyrnu hálf hlægileg. Keppnin var því öðrum þræði auglýst sem skemmtiatriði eða furðusýning. Rík áhersla var lögð á kynþokka knattspyrnustúlknanna og tók það stundum á sig fáránlegar myndir. Þannig voru förðunardömur til taks fyrir leik og í hléi til að greiða leikmönnum og mála þær. Snyrtivörufyrirtæki og fataframleiðendur voru meðal kostunaraðila og var mikið gert úr öllu því skarti og ilmvötnum sem stúlkurnar fengu að launum fyrir þátttökuna. Þá komu skipuleggjendurnir því til leiðar að liðin kepptu í litskrúðugum treyjum og aðskornum stuttbuxum – hugmynd sem hinn alræmdi FIFA-forseti Sepp Blatter átti löngu síðar eftir að endurvekja í því skyni að auka vinsældir kvennaleikja. Líkt og til að árétta að hér væri ekki um „alvöru“ fótboltaleiki að ræða var keppt með bleikmáluð mörk á mótinu. Eins og gefur að skilja hefur áhugafólk um sögu kvennaknattspyrnu viljað sópa hinni vandræðalegu Mexíkó-keppni undir teppið. Engu að síður voru áhrif hennar á þróun íþróttarinnar allnokkur. Mótin á Ítalíu og í Mexíkó áttu sinn þátt í því að knattspyrnuhreyfingin ákvað að opna faðm sinn fyrir kvenkyns iðkendum. Þótt karlar hafi lengst af verið mest áberandi á fótboltasviðinu og séu svo sem enn, má finna allnokkur dæmi um að konur hafi lagt stund á íþróttina, allt frá fyrstu tíð. Knattspyrnukeppnir kvenna færðust mjög í vöxt á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar konur fóru í vaxandi mæli út á vinnumarkaðinn til að leysa af hólmi karla sem gegndu herþjónustu. Stríðið gerði það líka að verkum að deildarkeppnir í knattspyrnu lögðust af, þar sem margir leikmenn héldu á vígvöllinn og ekki þótti viðeigandi fyrir þá sem heima sátu að sinna gáskafullum íþróttum. Fótboltaþorstinn var þó enn fyrir hendi og sáu eigendur leikvanga sér leik á borði að bjóða upp á viðureignir kvennaliða sem gátu dregið að sér þúsundir borgandi áhorfenda. Að styrjöldinni lokinni var harður áróður rekinn fyrir því að snúa aftur til hefðbundinna kynhlutverka áranna fyrir stríð, þar sem konur ættu að hverfa aftur í húsmóðurhlutverkið. Ein birtingarmynd þessara viðhorfa var andstaða við fótboltaiðkun kvenna, sem raunar var klædd í lýðheilsubúning þar sem staðhæft var að íþróttin gæti reynst skaðleg fyrir kvenlíkamann. Enska knattspyrnusambandið gekk þar harðast fram og fyrirskipaði að aðildarfélögum sínum væri bannað að keppa á leikvöngum þar sem konur fengju að sparka í bolta. Þetta var í raun dauðadómur yfir kvennaknattspyrnuflokkunum í landinu. Ýmis önnur knattspyrnusambönd í Evrópu og Rómönsku Ameríku fylgdu í fótspor Englendinga og hreinlega bönnuðu konum að keppa í fótbolta. Næstu áratugina urðu knattfúsar konur því að æfa og spila í óformlegum félögum, jafnvel á laun og þá helst á auðum svæðum eða túnum útí sveit. Kvennaknattspyrna var algjört jaðarfyrirbæri og heimildir um hana afar fáar og slitróttar.Íslenskar á skotskónum Hér á landi sá KSÍ aldrei ástæðu til að banna konum sérstaklega að æfa knattspyrnu þótt ekkert væri heldur gert til að hvetja til þess. Handknattleikskonur áttu til að grípa í fótbolta, einkum að sumarlagi þegar æft var utanhúss. Þannig var fyrsti eiginlegi knattspyrnuleikur kvenna á Íslandi milli handboltastúlkna úr Fram og KR sumarið 1968. Tveimur árum síðar var boðið upp á formlegan, stuttan kappleik milli Keflavíkurkvenna og Reykjavíkurúrvals sem forleik á undan viðureign Íslands og Noregs á Laugardalsvelli árið 1970. Tveimur árum síðar var svo í fyrsta skipti keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna. Á árunum um og uppúr 1970 hvatti KSÍ aðildarfélög sín til að taka upp kvennafótbolta, við misjafnar undirtektir. Þessi jafnréttishugsjón var ekki sjálfsprottin hjá forystumönnum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar, heldur vegna hvatningar Evrópska knattspyrnusambandsins, en um þetta leyti var hvert aðildarsambandið á fætur öðru að nema úr gildi reglur sem bönnuðu konum að leggja stund á íþróttina. Ástæður þessara sinnaskipta voru af ýmsum toga. Almenn viðhorf í samfélaginu voru heldur að þokast í átt til kynjajafnréttis. Stúlkur lögðu í vaxandi mæli stund á keppnisíþróttir og hvort sem knattspyrnuforkólfum líkaði það betur eða verr fór fótboltakonum fjölgandi. Í stöku löndum, svo sem á Ítalíu, var jafnvel kominn vísir að mótum á landsvísu, þótt þau væru ekki á vegum knattspyrnuhreyfingarinnar. Engan veginn var þó sjálfgefið að þessi atriði nægðu ein og sér til að snúa forystumönnum fótboltaheimsins. Knattspyrnuhreyfingin var gríðarlega forneskjuleg og lítt næm á tíðarandann. Þannig sáu leiðtogar hennar enga ástæðu til að taka minnsta tillit til ört vaxandi knattspyrnusamfélaga í þriðja heiminum og töldu alveg nóg að Afríka, Asía og Eyjaálfa skiptu á milli sín einu sæti í úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins. Áhorfendafjöldi og fjárhagsleg velgengni óopinberu heimsmeistaramótanna 1970 og 1971 varð hins vegar til að opna augu knattspyrnuforystunnar. Einkum eftir að fregnaðist af hugmyndum um að halda næsta heimsmeistaramót í Lundúnum árið 1972, með aðkomu kunnra fyrrverandi kappa úr enska karlalandsliðinu. Þótt knattspyrnuhreyfingin gæti litið fram hjá litlum fótboltahópum kvenna víðs vegar um Vestur-Evrópu, gegndi öðru máli um stórmót sem drægju til sín áhorfendur og fjármuni. Jaðargreinin kvennaknattspyrna var orðin of stór til þess að alþjóðasamtökin gætu hundsað hana. Evrópska knattspyrnusambandið komst að þeirri niðurstöðu að vænlegra væri að innlima kvennaboltann en að standa lengur gegn honum. Sjálfstæð kvennaknattspyrnusambönd sem stofnuð höfðu verið, til að mynda í Frakklandi, fengu aðild að landssamböndunum – þótt oftar en ekki væru þau gleypt með húð og hári. Evrópska knattspyrnusambandið ákvað eftir á að skilgreina viðureign Frakka og Hollendinga í apríl 1971 sem fyrsta opinbera kvennalandsleik sögunnar. Enginn þátttakenda í leiknum áttaði sig á því á sínum tíma að um sögufrægan kappleik væri að ræða, en enn í dag er hann upphafspunktur allrar opinberrar tölfræði um landsleikjasögu kvenna. Leikir sömu liða á óopinbera heimsmeistaramótinu í Mexíkó fáeinum mánuðum síðar fá hins vegar ekki náð fyrir augum sagnfræðinga FIFA. Saga til næsta bæjar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Þann fimmta ágúst árið 1971 sáu 110 þúsund áhorfendur á Azteca-leikvanginum í Mexíkóborg hina fimmtán ára gömlu Susanne Augustesen skora öll mörk Dana í 3:0 sigri á Mexíkó og hampa heimsmeistaratitlinum í leikslok. Eftir því sem næst verður komist hafa aldrei jafnmargir mætt á fótboltaleik tveggja kvennaliða í sögunni. Ætla mætti að þessum atburði væri rækilega haldið á lofti í sögubókum, en sú er þó ekki raunin. Raunar vill alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sem minnst af leik þessum vita. Til marks um það staðhæfir sambandið að áhorfendametið í kvennaflokki sé frá árinu 1999, þegar rétt rúmlega 90 þúsund manns sáu Bandaríkjamenn leggja Kínverja í úrslitaleik HM sem leikinn var í Pasadena í Kaliforníu. Þöggunin um kappleikinn í Mexíkóborg á sér að mörgu leyti skiljanlegar ástæður. Margt í umgjörð hans var vandræðalegt og þolir illa upprifjun, en jafnframt tengist hið valkvæða sögulega minni ýmsum flækjum varðandi upphaf nútímakvennaknattspyrnu. Þótt dönsku stúlkurnar væru krýndar heimsmeistarar og verðu þannig titil sinn frá keppni sem haldin var á Ítalíu árið áður, var um óopinbert mót að ræða. Kvennaliðin stóðu utan við hina formlegu knattspyrnuhreyfingu og nutu einskis stuðnings hennar. Það voru einkaaðilar sem skipulögðu mótið á Ítalíu 1970 og kenndu það ýmist við aðalstyrktaraðilann: áfengisframleiðandann Martini eða kölluðu það heimsmeistarakeppni. Keppnisliðin fengu greitt fargjaldið og lítilræði fyrir uppihaldi, en áhorfendur létu sig ekki vanta . Um 50 þúsund mættu á úrslitaleikinn og mótshaldarar græddu á tá og fingri. Kornungt og nálega óþekkt lið Mexíkó kom mjög á óvart á mótinu og hafnaði í þriðja sæti. Sú velgengni vakti athygli mexíkóskra kaupsýslumanna Nokkrum árum fyrr hafði hinn glæsilegi Azteca-völlur verið reistur í höfuðborginni. Leikvangurinn, sem var í eigu einkaaðila, var opinber heimavöllur landsliðsins og kom að góðum notum í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna árið 1968 og tveimur árum síðar þegar Mexíkó hýsti HM í fótbolta. Eins og svo títt er með slík mannvirki eftir stórmót, áttu eigendurnir hins vegar bágt með að finna vellinum hlutverk og skapa tekjur til að standa undir rekstrinum. Í þessu skyni var efnt til heimsmeistaramótsins 1971, fjölda evrópskra landsliða var boðið til keppni og greiddu skipuleggjendur allan kostnað.Íþróttamót eða gripasýning? Frá fjárhagslegu sjónarmiði tókst keppnin frábærlega. Áhorfendur voru fjölmargir á öllum leikjum og fjölmiðlar sýndu mikinn áhuga. Deila má þó um hvort þessi mikli áhugi hafi að öllu leyti verið á réttum forsendum. Í byrjun áttunda áratugarins var Mexíkó mikið karlrembusamfélag. Íþróttir kvenna voru skör lægra settar en karla og þótt fótboltaáhugamenn í Mexíkó gleddust að sönnu yfir velgengni kvennalandsliðs síns, þótti hugmyndin um að konur léku knattspyrnu hálf hlægileg. Keppnin var því öðrum þræði auglýst sem skemmtiatriði eða furðusýning. Rík áhersla var lögð á kynþokka knattspyrnustúlknanna og tók það stundum á sig fáránlegar myndir. Þannig voru förðunardömur til taks fyrir leik og í hléi til að greiða leikmönnum og mála þær. Snyrtivörufyrirtæki og fataframleiðendur voru meðal kostunaraðila og var mikið gert úr öllu því skarti og ilmvötnum sem stúlkurnar fengu að launum fyrir þátttökuna. Þá komu skipuleggjendurnir því til leiðar að liðin kepptu í litskrúðugum treyjum og aðskornum stuttbuxum – hugmynd sem hinn alræmdi FIFA-forseti Sepp Blatter átti löngu síðar eftir að endurvekja í því skyni að auka vinsældir kvennaleikja. Líkt og til að árétta að hér væri ekki um „alvöru“ fótboltaleiki að ræða var keppt með bleikmáluð mörk á mótinu. Eins og gefur að skilja hefur áhugafólk um sögu kvennaknattspyrnu viljað sópa hinni vandræðalegu Mexíkó-keppni undir teppið. Engu að síður voru áhrif hennar á þróun íþróttarinnar allnokkur. Mótin á Ítalíu og í Mexíkó áttu sinn þátt í því að knattspyrnuhreyfingin ákvað að opna faðm sinn fyrir kvenkyns iðkendum. Þótt karlar hafi lengst af verið mest áberandi á fótboltasviðinu og séu svo sem enn, má finna allnokkur dæmi um að konur hafi lagt stund á íþróttina, allt frá fyrstu tíð. Knattspyrnukeppnir kvenna færðust mjög í vöxt á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar konur fóru í vaxandi mæli út á vinnumarkaðinn til að leysa af hólmi karla sem gegndu herþjónustu. Stríðið gerði það líka að verkum að deildarkeppnir í knattspyrnu lögðust af, þar sem margir leikmenn héldu á vígvöllinn og ekki þótti viðeigandi fyrir þá sem heima sátu að sinna gáskafullum íþróttum. Fótboltaþorstinn var þó enn fyrir hendi og sáu eigendur leikvanga sér leik á borði að bjóða upp á viðureignir kvennaliða sem gátu dregið að sér þúsundir borgandi áhorfenda. Að styrjöldinni lokinni var harður áróður rekinn fyrir því að snúa aftur til hefðbundinna kynhlutverka áranna fyrir stríð, þar sem konur ættu að hverfa aftur í húsmóðurhlutverkið. Ein birtingarmynd þessara viðhorfa var andstaða við fótboltaiðkun kvenna, sem raunar var klædd í lýðheilsubúning þar sem staðhæft var að íþróttin gæti reynst skaðleg fyrir kvenlíkamann. Enska knattspyrnusambandið gekk þar harðast fram og fyrirskipaði að aðildarfélögum sínum væri bannað að keppa á leikvöngum þar sem konur fengju að sparka í bolta. Þetta var í raun dauðadómur yfir kvennaknattspyrnuflokkunum í landinu. Ýmis önnur knattspyrnusambönd í Evrópu og Rómönsku Ameríku fylgdu í fótspor Englendinga og hreinlega bönnuðu konum að keppa í fótbolta. Næstu áratugina urðu knattfúsar konur því að æfa og spila í óformlegum félögum, jafnvel á laun og þá helst á auðum svæðum eða túnum útí sveit. Kvennaknattspyrna var algjört jaðarfyrirbæri og heimildir um hana afar fáar og slitróttar.Íslenskar á skotskónum Hér á landi sá KSÍ aldrei ástæðu til að banna konum sérstaklega að æfa knattspyrnu þótt ekkert væri heldur gert til að hvetja til þess. Handknattleikskonur áttu til að grípa í fótbolta, einkum að sumarlagi þegar æft var utanhúss. Þannig var fyrsti eiginlegi knattspyrnuleikur kvenna á Íslandi milli handboltastúlkna úr Fram og KR sumarið 1968. Tveimur árum síðar var boðið upp á formlegan, stuttan kappleik milli Keflavíkurkvenna og Reykjavíkurúrvals sem forleik á undan viðureign Íslands og Noregs á Laugardalsvelli árið 1970. Tveimur árum síðar var svo í fyrsta skipti keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna. Á árunum um og uppúr 1970 hvatti KSÍ aðildarfélög sín til að taka upp kvennafótbolta, við misjafnar undirtektir. Þessi jafnréttishugsjón var ekki sjálfsprottin hjá forystumönnum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar, heldur vegna hvatningar Evrópska knattspyrnusambandsins, en um þetta leyti var hvert aðildarsambandið á fætur öðru að nema úr gildi reglur sem bönnuðu konum að leggja stund á íþróttina. Ástæður þessara sinnaskipta voru af ýmsum toga. Almenn viðhorf í samfélaginu voru heldur að þokast í átt til kynjajafnréttis. Stúlkur lögðu í vaxandi mæli stund á keppnisíþróttir og hvort sem knattspyrnuforkólfum líkaði það betur eða verr fór fótboltakonum fjölgandi. Í stöku löndum, svo sem á Ítalíu, var jafnvel kominn vísir að mótum á landsvísu, þótt þau væru ekki á vegum knattspyrnuhreyfingarinnar. Engan veginn var þó sjálfgefið að þessi atriði nægðu ein og sér til að snúa forystumönnum fótboltaheimsins. Knattspyrnuhreyfingin var gríðarlega forneskjuleg og lítt næm á tíðarandann. Þannig sáu leiðtogar hennar enga ástæðu til að taka minnsta tillit til ört vaxandi knattspyrnusamfélaga í þriðja heiminum og töldu alveg nóg að Afríka, Asía og Eyjaálfa skiptu á milli sín einu sæti í úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins. Áhorfendafjöldi og fjárhagsleg velgengni óopinberu heimsmeistaramótanna 1970 og 1971 varð hins vegar til að opna augu knattspyrnuforystunnar. Einkum eftir að fregnaðist af hugmyndum um að halda næsta heimsmeistaramót í Lundúnum árið 1972, með aðkomu kunnra fyrrverandi kappa úr enska karlalandsliðinu. Þótt knattspyrnuhreyfingin gæti litið fram hjá litlum fótboltahópum kvenna víðs vegar um Vestur-Evrópu, gegndi öðru máli um stórmót sem drægju til sín áhorfendur og fjármuni. Jaðargreinin kvennaknattspyrna var orðin of stór til þess að alþjóðasamtökin gætu hundsað hana. Evrópska knattspyrnusambandið komst að þeirri niðurstöðu að vænlegra væri að innlima kvennaboltann en að standa lengur gegn honum. Sjálfstæð kvennaknattspyrnusambönd sem stofnuð höfðu verið, til að mynda í Frakklandi, fengu aðild að landssamböndunum – þótt oftar en ekki væru þau gleypt með húð og hári. Evrópska knattspyrnusambandið ákvað eftir á að skilgreina viðureign Frakka og Hollendinga í apríl 1971 sem fyrsta opinbera kvennalandsleik sögunnar. Enginn þátttakenda í leiknum áttaði sig á því á sínum tíma að um sögufrægan kappleik væri að ræða, en enn í dag er hann upphafspunktur allrar opinberrar tölfræði um landsleikjasögu kvenna. Leikir sömu liða á óopinbera heimsmeistaramótinu í Mexíkó fáeinum mánuðum síðar fá hins vegar ekki náð fyrir augum sagnfræðinga FIFA.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira