Fjallið hvatt til að styrkja Kvennaathvarfið Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 11:39 Hafþór og hundurinn, pommi sem Fjallið segir að deilur hans og fyrrverandi unnustu hans snúist um. Instagram @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, biðlar til vina sinna á Facebook að mæla nú með einhverjum góðum málstað til að styrkja, en sigri hann í keppninni Sterkasti maður Íslands 7. árið í röð, ætlar hann að styrkja verðugt málefni. Inn á síðu hans hrannast nú tillögur frá konum, sem og körlum, sem benda honum á að upplagt sé að Kvennaathvarfið njóti framlaga frá honum.Eins og Fréttablaðið greindi frá seint í gærkvöldi hefur Hafþór verið kærður til lögreglu vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum.Líklega voru þetta ekki viðbrögðin sem Hafþór Júlíus, Fjallið, vildi helst þegar hann auglýsti eftir tillögum, til hvaða góða málstaðar hann ætti að veita verðlaunafénu.„Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar blaðamaður leitaði viðbragða hans við þeim ásökunum. Og líkast til eru þetta ekki tillögurnar sem hann var að leita eftir þegar hann bað um ábendingar um þarft og gott málefni á Facebooksíðu sinni; að þetta mál yrði þar efst á baugi. Hafþór sagði málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir en um er að ræða smáhund að tegundinni pomeranian, sem er hnoðralegur hundur sem nánast hverfur í hramma Fjallsins, þegar því er að skipta. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta.“ Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, biðlar til vina sinna á Facebook að mæla nú með einhverjum góðum málstað til að styrkja, en sigri hann í keppninni Sterkasti maður Íslands 7. árið í röð, ætlar hann að styrkja verðugt málefni. Inn á síðu hans hrannast nú tillögur frá konum, sem og körlum, sem benda honum á að upplagt sé að Kvennaathvarfið njóti framlaga frá honum.Eins og Fréttablaðið greindi frá seint í gærkvöldi hefur Hafþór verið kærður til lögreglu vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum.Líklega voru þetta ekki viðbrögðin sem Hafþór Júlíus, Fjallið, vildi helst þegar hann auglýsti eftir tillögum, til hvaða góða málstaðar hann ætti að veita verðlaunafénu.„Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar blaðamaður leitaði viðbragða hans við þeim ásökunum. Og líkast til eru þetta ekki tillögurnar sem hann var að leita eftir þegar hann bað um ábendingar um þarft og gott málefni á Facebooksíðu sinni; að þetta mál yrði þar efst á baugi. Hafþór sagði málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir en um er að ræða smáhund að tegundinni pomeranian, sem er hnoðralegur hundur sem nánast hverfur í hramma Fjallsins, þegar því er að skipta. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta.“
Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45
Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30