Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist henni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2017 00:04 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Róberti vísir/gva Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut þriggja ára dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. Hann fékk í dag lögmannsréttindi á ný með dómi Hæstaréttar en í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir að tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Nína segir að forseti Íslands hafi brugðist henni. Nína Rún, sem er 26 ára í dag, ritar færslu á Facebook-síðu sína í kvöld en hún var á 15. ári þegar Robert braut gegn henni. Þau töluðu saman á netinu og hittust tvisvar sinnum. Í færslu sinni segist Nína hafa grátið þegar hún las fréttir af því í dag að Robert væri kominn með lögmannsréttindi á ný og í samtali við Vísi segir hún að sér hafi verið mjög brugðið. „Ég hreinlega trúði þessu ekki og varð mjög reið og leið. Ég grét og varð nánast dofin. Ég er ennþá í smá sjokki en allur stuðningurinn sem ég hef fengið eftir að ég setti færsluna inn er ómetanlegur. Svo á ég líka æðislega fjölskyldu sem styður við bakið á mér,“ segir Nína Rún.Nína Rún Bergsdóttir.Spyr hvaða rök liggja að baki ákvörðun forsetans Á Facebook segir Nína Rún að íslenska réttarkerfið hafi brugðist henni. „Forseti Íslands hefur brugðist mér. Ég hef þurft að lifa Ég hef þurft að lifa með þessu í 12 ár og það er bara nýlega sem ég hef getað hætt að kenna sjálfri mér um. Enn þann dag í dag get ég ekki fundið ákveðna lykt/horft á ákveðnar myndir/farið á ákveðna staði án þess að minnast þessa atviks. Mikill kvíði og þunglyndi hefur fylgt mér útaf þessu og enn þann dag í dag er ég hrædd við internetið. Róbert fær þriggja ára dóm, „uppreist æru“ frá Forseta Íslands og lögmannsréttindi sín á ný. Hvar er réttlætið í því..? Ég vil að fólk viti hvað Róbert gerði, ég vil að fólk þekki nafnið hans, og ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi! Ég er hætt að vera hrædd!“ segir Nína Rún í færslunni. Þá beinir hún spurningu til forseta Íslands í samtali við Vísi: „Hvaða rök liggja að baki uppreist æru Róberts Árna? Hann hefur aldrei iðrast né lofað betrun, heldur lætur hann eins og fórnarlamb.“ Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 „Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut þriggja ára dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. Hann fékk í dag lögmannsréttindi á ný með dómi Hæstaréttar en í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir að tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Nína segir að forseti Íslands hafi brugðist henni. Nína Rún, sem er 26 ára í dag, ritar færslu á Facebook-síðu sína í kvöld en hún var á 15. ári þegar Robert braut gegn henni. Þau töluðu saman á netinu og hittust tvisvar sinnum. Í færslu sinni segist Nína hafa grátið þegar hún las fréttir af því í dag að Robert væri kominn með lögmannsréttindi á ný og í samtali við Vísi segir hún að sér hafi verið mjög brugðið. „Ég hreinlega trúði þessu ekki og varð mjög reið og leið. Ég grét og varð nánast dofin. Ég er ennþá í smá sjokki en allur stuðningurinn sem ég hef fengið eftir að ég setti færsluna inn er ómetanlegur. Svo á ég líka æðislega fjölskyldu sem styður við bakið á mér,“ segir Nína Rún.Nína Rún Bergsdóttir.Spyr hvaða rök liggja að baki ákvörðun forsetans Á Facebook segir Nína Rún að íslenska réttarkerfið hafi brugðist henni. „Forseti Íslands hefur brugðist mér. Ég hef þurft að lifa Ég hef þurft að lifa með þessu í 12 ár og það er bara nýlega sem ég hef getað hætt að kenna sjálfri mér um. Enn þann dag í dag get ég ekki fundið ákveðna lykt/horft á ákveðnar myndir/farið á ákveðna staði án þess að minnast þessa atviks. Mikill kvíði og þunglyndi hefur fylgt mér útaf þessu og enn þann dag í dag er ég hrædd við internetið. Róbert fær þriggja ára dóm, „uppreist æru“ frá Forseta Íslands og lögmannsréttindi sín á ný. Hvar er réttlætið í því..? Ég vil að fólk viti hvað Róbert gerði, ég vil að fólk þekki nafnið hans, og ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi! Ég er hætt að vera hrædd!“ segir Nína Rún í færslunni. Þá beinir hún spurningu til forseta Íslands í samtali við Vísi: „Hvaða rök liggja að baki uppreist æru Róberts Árna? Hann hefur aldrei iðrast né lofað betrun, heldur lætur hann eins og fórnarlamb.“
Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 „Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33
„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00