Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 21:41 Læknar Otto Warmbier. Vísir/EPA Læknar bandaríska námsmannsins Otto Warmbier, segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna og sýni engin merki um meðvitund. Guardian greinir frá. Warmbier sem er 22 ára gamall var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu af norður-kóreskum stjórnvöldum fyrir að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar 2016. Honum var sleppt lausum fyrr í vikunni, í dái. Foreldrar Wambier sögðu fyrr í dag að þeir taki skýringar Norður-Kóreumanna á ástandi sonar síns ekki trúanlegar en þeir segja að hann hafi fengið botúlíneitrun og því legið í dái frá því í mars í fyrra. Faðir hans hefur sagt að hann telji að sonur sinn hafi verið pyntaður.Sjá einnig: Faðir Warmbier trúir ekki skýringum Norður-KóreustjórnarSamkvæmt Daniel Kanter, taugalækninum á spítalanum í Ohio er ástand Warmbier stöðugt en hann „sýnir enga merki um að skilja tungumál eða skipanir og þá virðist hann ekki gera sér grein fyrir umhverfi sínu.“ Warmbier andi þó á eigin spýtur en hann er ófær um að tala eða hreyfa sig að öðru leyti á nokkurn hátt. Norður-kóresk yfirvöld segja að þau hafi látið Warmbier lausan af mannúðarástæðum. Læknar Warmbier segjast ekki hafa fundið nein merki um umrædda botúlíneitrun heldur sé ástandið eitthvað sem skapist með viðvarandi súrefnisskorti og skorti á blóðflæði til heilans. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Bill Richardson, hefur kallað eftir því að sjálfstæð rannsókn verði sett á laggirnar til þess að komast að hinu sanna í máli Warmbier. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Læknar bandaríska námsmannsins Otto Warmbier, segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna og sýni engin merki um meðvitund. Guardian greinir frá. Warmbier sem er 22 ára gamall var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu af norður-kóreskum stjórnvöldum fyrir að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar 2016. Honum var sleppt lausum fyrr í vikunni, í dái. Foreldrar Wambier sögðu fyrr í dag að þeir taki skýringar Norður-Kóreumanna á ástandi sonar síns ekki trúanlegar en þeir segja að hann hafi fengið botúlíneitrun og því legið í dái frá því í mars í fyrra. Faðir hans hefur sagt að hann telji að sonur sinn hafi verið pyntaður.Sjá einnig: Faðir Warmbier trúir ekki skýringum Norður-KóreustjórnarSamkvæmt Daniel Kanter, taugalækninum á spítalanum í Ohio er ástand Warmbier stöðugt en hann „sýnir enga merki um að skilja tungumál eða skipanir og þá virðist hann ekki gera sér grein fyrir umhverfi sínu.“ Warmbier andi þó á eigin spýtur en hann er ófær um að tala eða hreyfa sig að öðru leyti á nokkurn hátt. Norður-kóresk yfirvöld segja að þau hafi látið Warmbier lausan af mannúðarástæðum. Læknar Warmbier segjast ekki hafa fundið nein merki um umrædda botúlíneitrun heldur sé ástandið eitthvað sem skapist með viðvarandi súrefnisskorti og skorti á blóðflæði til heilans. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Bill Richardson, hefur kallað eftir því að sjálfstæð rannsókn verði sett á laggirnar til þess að komast að hinu sanna í máli Warmbier.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira