Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 13:50 Gervihnattamynd af hluta Ross-hafs og íshellunnar við Suðurskautslandið. Vísir/AFP/NASA Gríðarleg bráðnun íss átti sér stað á víðfeðmum hluta af hafíshellu Suðurskautslandsins síðasta sumar. Svæði sem er hátt í átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli var þakið bráðnunarvatni í allt að fimmtán dögum samkvæmt fjarmælingum vísindamanna. Ross-íshellan á Vestur-Suðurskautslandinu er stærsta fljótandi íshella jarðarinnar. Vísindamenn hafa óttast um afdrif hennar í hlýnandi heimi undanfarin ár og telja að hún geti brotnað algerlega upp. Bráðnunarviðburðurinn sem þeir mældu yfir sumarmánuðina á suðurhveli í fyrra gerir lítið til að lina áhyggjur þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Vísindamennirnir sem koma frá Scripps-hafrannsóknastofnuninni og Ohio-ríkisháskóla auk fleiri stofnana grunaði að eitthvað væri á seyði þegar mælitæki þeirra á Vestur-Suðurskautslandinu sýndu mikla hlýnun andrúmslofts og ský sem báru með sér mikinn raka. Örbylgjugervihnattarmælingar sýndu þeim síðan umfang bráðnunarinnar sem átti sér stað.Örbylgjumælingar sýndu í hversu marga daga bráðnun hafði átt sér stað á svæðinu.mynd/Julien NicolasFátíð rigning kom vísindamönnum í opna skjöldu Íshellan var þó ekki hulin stöðuvötnum bráðnunarvatns heldur segir David Brownwich frá Ohio-háskóla að vatnið hafi sigið ofan í snjóinn og myndað krapa. Bráðunin átti sér stað þegar sterkur El niño-viðburður átti sér stað. Veðurfyrirbrigðið flytur oft verulegan varma til Suðurskautslandsins. Sá fátíði viburður virðist einnig hafa gerst að regn hafi fallið á íshelluna og kom það vísindamönnunum í opna skjöldu. Rannsakendurnir birtu grein um athuganir sínar í vísindaritinu Nature Communications. Þó að bráðnun íssins í Ross-hellunni stuðli ekki að hækkun yfirborðs sjávar óttast menn að ef hún lætur undan síga eigi landís af meginlandi Suðurskautslandsins greiða leið út í hafið. Það myndi hækka sjávarstöðu með verulegum áhrifum á strandbyggðir manna. Vísindamenn hafa áætlað að bráðnun á Suðurskautslandinu geti ein og sér hækkað yfirborð sjávar um 1,2 metra á þessari öld. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Gríðarleg bráðnun íss átti sér stað á víðfeðmum hluta af hafíshellu Suðurskautslandsins síðasta sumar. Svæði sem er hátt í átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli var þakið bráðnunarvatni í allt að fimmtán dögum samkvæmt fjarmælingum vísindamanna. Ross-íshellan á Vestur-Suðurskautslandinu er stærsta fljótandi íshella jarðarinnar. Vísindamenn hafa óttast um afdrif hennar í hlýnandi heimi undanfarin ár og telja að hún geti brotnað algerlega upp. Bráðnunarviðburðurinn sem þeir mældu yfir sumarmánuðina á suðurhveli í fyrra gerir lítið til að lina áhyggjur þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Vísindamennirnir sem koma frá Scripps-hafrannsóknastofnuninni og Ohio-ríkisháskóla auk fleiri stofnana grunaði að eitthvað væri á seyði þegar mælitæki þeirra á Vestur-Suðurskautslandinu sýndu mikla hlýnun andrúmslofts og ský sem báru með sér mikinn raka. Örbylgjugervihnattarmælingar sýndu þeim síðan umfang bráðnunarinnar sem átti sér stað.Örbylgjumælingar sýndu í hversu marga daga bráðnun hafði átt sér stað á svæðinu.mynd/Julien NicolasFátíð rigning kom vísindamönnum í opna skjöldu Íshellan var þó ekki hulin stöðuvötnum bráðnunarvatns heldur segir David Brownwich frá Ohio-háskóla að vatnið hafi sigið ofan í snjóinn og myndað krapa. Bráðunin átti sér stað þegar sterkur El niño-viðburður átti sér stað. Veðurfyrirbrigðið flytur oft verulegan varma til Suðurskautslandsins. Sá fátíði viburður virðist einnig hafa gerst að regn hafi fallið á íshelluna og kom það vísindamönnunum í opna skjöldu. Rannsakendurnir birtu grein um athuganir sínar í vísindaritinu Nature Communications. Þó að bráðnun íssins í Ross-hellunni stuðli ekki að hækkun yfirborðs sjávar óttast menn að ef hún lætur undan síga eigi landís af meginlandi Suðurskautslandsins greiða leið út í hafið. Það myndi hækka sjávarstöðu með verulegum áhrifum á strandbyggðir manna. Vísindamenn hafa áætlað að bráðnun á Suðurskautslandinu geti ein og sér hækkað yfirborð sjávar um 1,2 metra á þessari öld.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00
Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03