Einfalt líf í flóknum heimi Magnús Guðmundsson skrifar 15. júní 2017 11:30 Bækur Mannsævi Robert Seethaler Þýðing: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Útgefandi: Bjartur Prentun: Printon, Eistlandi Síðufjöldi: 143 Kápa: Jón Ásgeir Sumarið 1902 kom Andreas Egger, aðeins fjögurra ára einstæðingur í lítið þorp í þýskumælandi sveit í Ölpunum. Tekinn í fóstur hjá stórbóndanum Hubert Kranzstocker, aðeins vegna leðurpungs með nokkrum krumpuðum peningaseðlum sem héngu um háls drengsins. Andreas Egger beið einfalt en erfitt líf í mótlæti og á erfiðum tímum en engu að síður líf vinnusemi og sjálfsvirðingar í einhverri óræðri sátt og mannlegri reisn. Mannsævi er fimmta bók austurríska rithöfundarins og leikarans Robert Seethaler. Það er þó ekki uppskrúfaðri dramatíkinni fyrir að fara, þvert á móti er Mannsævi einstaklega lágstemmd og einföld en á sama tíma afar áhrifarík. Engu er ofaukið, allt er meitlað orð fyrir orð en engu að síður er ekki annað hægt en að heillast og dragast inn í þennan skarplega mótaða söguheim. Mannsævi segir einfaldlega sögu Andreas Egger sem varir bróðurpart hinnar sögulegu tuttugustu aldar. Gamla bændasamfélagið með gamaldags vinnuhörku, stéttskiptingu, harðneskjulegum uppeldisaðferðum og afar takmörkuðum tækifærum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu einkenna fyrstu ár Eggers. En síðan kemur að því að nútíminn eða að minnsta kosti tæknilegar framfarir tuttugustu aldarinnar halda innreið í dalinn og því fylgja möguleikar og tækifæri á vinnu. En skammt undan lúrir seinni heimsstyrjöldin eins og órjúfanlegur hluti þessara framfara. Þar, rétt eins og annars staðar í lífinu, er hlutskipti Eggers hið versta eins og hann var fæddur til inn í þennan táradal. Andreas Egger verður þó aftur hluti af framfarabyltingu aldarinnar og hluti af breyttum búskaparháttum fólksins í dalnum þar sem ferðaþjónustan leysir bændasamfélagið af hólmi sem aðalatvinnugrein. Þróun sem forvitnilegt er fyrir Íslendinga að skoða í ljósi samfélagslegra breytinga á Íslandi samtímans. Þessu fylgja nefnilega átök, togstreita kynslóða, endurmat gilda bæði viðkomandi samfélags og einstaklinga. Þessum breyttu aðstæðum og átökum kemur Seethaler einstaklega vel til skila. Setur þau fram í sögu manns sem lifir meira en tímana tvenna og gerir lesendum þannig mögulegt að skoða þróunina, vega hana og meta í ljósi hinnar flóknu og viðamiklu mannkynssögu síðustu aldar. Þrátt fyrir öll þessu átök eru hinir stóru sögulegu þættir aldarinnar þó ekki í öndvegi í Mannsævi heldur kjarni manneskjunnar sjálfrar, aðstæður hennar og örlög sem verkfæri stórvelda og kúgara af hvaða meiði sem þeir kunna að vera komnir. Frásögnin er öll einföld og látlaus, stíllinn fágaður og kjarnyrtur en umfram allt læsilegur enda rennur frásögnin ljúflega. Ekki skemmir heldur fyrir að þýðing Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur er vel unnin og á vandaðri íslensku. Á stundum hvarflar þó að manni að þetta áreynslulausa flæði verksins verði til þess að tilfinningaleg dýpt í lífi persónanna nái ekki alveg þeirri dýpt sem efni standa til. En í því er líka fólgin ákveðin sögn um kynslóð sem háði sínar orrustur í kyrrþey og lét samtíma sinn ýmist skella á sér eða skolast yfir sig eftir því hvernig áraði. Mannsævi er falleg og áhrifarík bók sem þrátt fyrir að vera ákveðinn aldarspegill á fullt erindi við samtímann, bæði á forsendum hins persónulega og mannlega rétt eins og sögunnar og samfélagsins.Niðurstaða: Einföld en áhrifarík og vel skrifuð frásögn sem á fullt erindi við samtímann.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Bókmenntir Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Mannsævi Robert Seethaler Þýðing: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Útgefandi: Bjartur Prentun: Printon, Eistlandi Síðufjöldi: 143 Kápa: Jón Ásgeir Sumarið 1902 kom Andreas Egger, aðeins fjögurra ára einstæðingur í lítið þorp í þýskumælandi sveit í Ölpunum. Tekinn í fóstur hjá stórbóndanum Hubert Kranzstocker, aðeins vegna leðurpungs með nokkrum krumpuðum peningaseðlum sem héngu um háls drengsins. Andreas Egger beið einfalt en erfitt líf í mótlæti og á erfiðum tímum en engu að síður líf vinnusemi og sjálfsvirðingar í einhverri óræðri sátt og mannlegri reisn. Mannsævi er fimmta bók austurríska rithöfundarins og leikarans Robert Seethaler. Það er þó ekki uppskrúfaðri dramatíkinni fyrir að fara, þvert á móti er Mannsævi einstaklega lágstemmd og einföld en á sama tíma afar áhrifarík. Engu er ofaukið, allt er meitlað orð fyrir orð en engu að síður er ekki annað hægt en að heillast og dragast inn í þennan skarplega mótaða söguheim. Mannsævi segir einfaldlega sögu Andreas Egger sem varir bróðurpart hinnar sögulegu tuttugustu aldar. Gamla bændasamfélagið með gamaldags vinnuhörku, stéttskiptingu, harðneskjulegum uppeldisaðferðum og afar takmörkuðum tækifærum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu einkenna fyrstu ár Eggers. En síðan kemur að því að nútíminn eða að minnsta kosti tæknilegar framfarir tuttugustu aldarinnar halda innreið í dalinn og því fylgja möguleikar og tækifæri á vinnu. En skammt undan lúrir seinni heimsstyrjöldin eins og órjúfanlegur hluti þessara framfara. Þar, rétt eins og annars staðar í lífinu, er hlutskipti Eggers hið versta eins og hann var fæddur til inn í þennan táradal. Andreas Egger verður þó aftur hluti af framfarabyltingu aldarinnar og hluti af breyttum búskaparháttum fólksins í dalnum þar sem ferðaþjónustan leysir bændasamfélagið af hólmi sem aðalatvinnugrein. Þróun sem forvitnilegt er fyrir Íslendinga að skoða í ljósi samfélagslegra breytinga á Íslandi samtímans. Þessu fylgja nefnilega átök, togstreita kynslóða, endurmat gilda bæði viðkomandi samfélags og einstaklinga. Þessum breyttu aðstæðum og átökum kemur Seethaler einstaklega vel til skila. Setur þau fram í sögu manns sem lifir meira en tímana tvenna og gerir lesendum þannig mögulegt að skoða þróunina, vega hana og meta í ljósi hinnar flóknu og viðamiklu mannkynssögu síðustu aldar. Þrátt fyrir öll þessu átök eru hinir stóru sögulegu þættir aldarinnar þó ekki í öndvegi í Mannsævi heldur kjarni manneskjunnar sjálfrar, aðstæður hennar og örlög sem verkfæri stórvelda og kúgara af hvaða meiði sem þeir kunna að vera komnir. Frásögnin er öll einföld og látlaus, stíllinn fágaður og kjarnyrtur en umfram allt læsilegur enda rennur frásögnin ljúflega. Ekki skemmir heldur fyrir að þýðing Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur er vel unnin og á vandaðri íslensku. Á stundum hvarflar þó að manni að þetta áreynslulausa flæði verksins verði til þess að tilfinningaleg dýpt í lífi persónanna nái ekki alveg þeirri dýpt sem efni standa til. En í því er líka fólgin ákveðin sögn um kynslóð sem háði sínar orrustur í kyrrþey og lét samtíma sinn ýmist skella á sér eða skolast yfir sig eftir því hvernig áraði. Mannsævi er falleg og áhrifarík bók sem þrátt fyrir að vera ákveðinn aldarspegill á fullt erindi við samtímann, bæði á forsendum hins persónulega og mannlega rétt eins og sögunnar og samfélagsins.Niðurstaða: Einföld en áhrifarík og vel skrifuð frásögn sem á fullt erindi við samtímann.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Bókmenntir Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira