Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Sæunn Gísladóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Brexit gæti haft í för tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg. Vísir/Vilhelm „Í þeim skilaboðum sem ég hef séð frá breskum stjórnvöldum og af þeim fundum sem ég hef setið þá er ríkur vilji af hálfu Breta að halda áfram að vinna að traustu viðskiptasambandi við Ísland. Við höfum séð jákvæð merki um það og finnum ekki fyrir öðru,“ segir Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Ingólfur heldur erindi á morgunverðarfundi sem fer fram á Grand Hóteli í dag undir yfirskriftinni Brexit – tækifæri og áskoranir til sjós og lands. „Þetta er stórt og mikið hagsmunamál, þetta er nágrannaríki okkar og 11 prósent af þjónustu- og vöruviðskiptum fara þangað, það er mikilvægt að tryggja íslenska hagsmuni,“ segir Ingólfur.Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Mynd/AðsendFram kemur í hagsmunagreiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá því í lok maí að tryggja megi áframhaldandi greiðan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til Bretlands með gerð hagfellds fríverslunarsamnings, tvíhliða eða með hinum EFTA-ríkjunum. Slíkur samningur gæti skapað tækifæri fyrir enn greiðari aðgang en nú er með því að tollar féllu einnig niður af afurðum sem í dag bera toll inn til ESB. Ingólfur bendir á að margar af okkar helstu útflutningsvörum til Bretlands njóti fríverslunar í dag. Ef ekki væri fyrir EES-samninginn myndu vörur okkar mæta allt að 18 prósenta tollum. Ingólfur telur þó tækifæri í að endursemja við Breta. „Það sem við þurfum að horfast í augu við er að EES-samningurinn og þeir samningar sem við höfum verið að styðjast við eru orðnir dálítið gamlir. Við erum enn að byggja ákveðin viðskiptakjör á samningum frá 1972 og 1992, þó að þessir samningar gefi okkur mikinn aðgang inn á Evrópu þá taka þeir mið af viðskiptamynstri sem var þá. Í dag er til dæmis meiri eftirspurn eftir ferskum fiski sem þetta endurspeglar ekki. Þarna eru vissulega sóknartækifæri í samningum við Bretana og hina á Evrópumarkaði,“ segir Ingólfur. Að hans mati munu nýliðnar kosningar í Bretlandi koma til með að hafa áhrif á samninga. „Óvissan er núna um hvort stefnubreytingu verði, um hvað Brexit muni þýða og hvað muni taka við, hvort það verði „hart“ eða „mjúkt“ Brexit.“ Verið er að vinna hagsmunagreiningu með þátttöku allra ráðuneyta. Þegar hún liggur fyrir verður farið í viðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland áfram fyrir viðræðurnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Í þeim skilaboðum sem ég hef séð frá breskum stjórnvöldum og af þeim fundum sem ég hef setið þá er ríkur vilji af hálfu Breta að halda áfram að vinna að traustu viðskiptasambandi við Ísland. Við höfum séð jákvæð merki um það og finnum ekki fyrir öðru,“ segir Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Ingólfur heldur erindi á morgunverðarfundi sem fer fram á Grand Hóteli í dag undir yfirskriftinni Brexit – tækifæri og áskoranir til sjós og lands. „Þetta er stórt og mikið hagsmunamál, þetta er nágrannaríki okkar og 11 prósent af þjónustu- og vöruviðskiptum fara þangað, það er mikilvægt að tryggja íslenska hagsmuni,“ segir Ingólfur.Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Mynd/AðsendFram kemur í hagsmunagreiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá því í lok maí að tryggja megi áframhaldandi greiðan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til Bretlands með gerð hagfellds fríverslunarsamnings, tvíhliða eða með hinum EFTA-ríkjunum. Slíkur samningur gæti skapað tækifæri fyrir enn greiðari aðgang en nú er með því að tollar féllu einnig niður af afurðum sem í dag bera toll inn til ESB. Ingólfur bendir á að margar af okkar helstu útflutningsvörum til Bretlands njóti fríverslunar í dag. Ef ekki væri fyrir EES-samninginn myndu vörur okkar mæta allt að 18 prósenta tollum. Ingólfur telur þó tækifæri í að endursemja við Breta. „Það sem við þurfum að horfast í augu við er að EES-samningurinn og þeir samningar sem við höfum verið að styðjast við eru orðnir dálítið gamlir. Við erum enn að byggja ákveðin viðskiptakjör á samningum frá 1972 og 1992, þó að þessir samningar gefi okkur mikinn aðgang inn á Evrópu þá taka þeir mið af viðskiptamynstri sem var þá. Í dag er til dæmis meiri eftirspurn eftir ferskum fiski sem þetta endurspeglar ekki. Þarna eru vissulega sóknartækifæri í samningum við Bretana og hina á Evrópumarkaði,“ segir Ingólfur. Að hans mati munu nýliðnar kosningar í Bretlandi koma til með að hafa áhrif á samninga. „Óvissan er núna um hvort stefnubreytingu verði, um hvað Brexit muni þýða og hvað muni taka við, hvort það verði „hart“ eða „mjúkt“ Brexit.“ Verið er að vinna hagsmunagreiningu með þátttöku allra ráðuneyta. Þegar hún liggur fyrir verður farið í viðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland áfram fyrir viðræðurnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira