Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2017 21:45 Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna, eða 16 milljónir á hvern íbúa, velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en að láta Vestfjarðaveg fara um Teigsskóg. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Vilberg Þráinsson, oddvita Reykhólahrepps. Vegagerðin hafði stefnt að því að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg yrði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði í vor. En þá kom upp úr dúrnum að Skipulagsstofnun taldi að breyta þyrfti aðalskipulagi hreppsins vegna breyttrar veglínu um Teigsskóg. „Samkvæmt Skipulagsstofnun vilja þeir að við tökum upp aðalskipulagið,” segir Vilberg oddviti.Veglínur sem Vegagerðin skoðaði sem framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegagerðin heldur sínu striki um að vegurinn fari um Teigsskóg en er þó sammála Skipulagsstofnun um að veglína með jarðgöngum undir Hjallaháls hefði minna rask í för með sér. Jarðgangaleiðin er hins vegar talin 4,5 milljörðum dýrari og sá valkostur gengur varla hjá sveitarstjórninni. „Nei, mér sýnist ekki. Mér sýnist að lög.. - við þurfum þá mögulega að taka á okkur aukakostnaðinn, sem við getum ekki,” segir oddvitinn. Fyrir 280 manna sveitarfélag næmi viðbótarkostnaður um 16 milljónum á hvern íbúa. En hver er afstaða íbúa Reykhólasveitar til þessara valkosta? „Fólk vill bara fá veg sem fyrst, - að það komi láglendisvegur. Því það eru auðvitað krakkar sem þurfa að fara yfir þessa vegi dags daglega, og maður sér ekki að gangnaleiðin sé möguleg næstu tuttugu árin. Við erum ekkert á þeim lista. Þannig að líklegasta leiðin er ÞH-leiðin.” Sem er um Teigsskóg.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í Þorskafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn býst við kærumálum, sama hvaða leið verði valin, en vonast til að málin skýrist sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. En hvenær gætu þær hafist? „Ég veit það ekki. Það væri óskandi bara á næsta ári. Ég veit ekki... -Þetta er bara í algerri óvissu? „Já, það er í rauninni það, bara,” svarar Vilberg. Tengdar fréttir Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna, eða 16 milljónir á hvern íbúa, velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en að láta Vestfjarðaveg fara um Teigsskóg. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Vilberg Þráinsson, oddvita Reykhólahrepps. Vegagerðin hafði stefnt að því að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg yrði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði í vor. En þá kom upp úr dúrnum að Skipulagsstofnun taldi að breyta þyrfti aðalskipulagi hreppsins vegna breyttrar veglínu um Teigsskóg. „Samkvæmt Skipulagsstofnun vilja þeir að við tökum upp aðalskipulagið,” segir Vilberg oddviti.Veglínur sem Vegagerðin skoðaði sem framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegagerðin heldur sínu striki um að vegurinn fari um Teigsskóg en er þó sammála Skipulagsstofnun um að veglína með jarðgöngum undir Hjallaháls hefði minna rask í för með sér. Jarðgangaleiðin er hins vegar talin 4,5 milljörðum dýrari og sá valkostur gengur varla hjá sveitarstjórninni. „Nei, mér sýnist ekki. Mér sýnist að lög.. - við þurfum þá mögulega að taka á okkur aukakostnaðinn, sem við getum ekki,” segir oddvitinn. Fyrir 280 manna sveitarfélag næmi viðbótarkostnaður um 16 milljónum á hvern íbúa. En hver er afstaða íbúa Reykhólasveitar til þessara valkosta? „Fólk vill bara fá veg sem fyrst, - að það komi láglendisvegur. Því það eru auðvitað krakkar sem þurfa að fara yfir þessa vegi dags daglega, og maður sér ekki að gangnaleiðin sé möguleg næstu tuttugu árin. Við erum ekkert á þeim lista. Þannig að líklegasta leiðin er ÞH-leiðin.” Sem er um Teigsskóg.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í Þorskafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn býst við kærumálum, sama hvaða leið verði valin, en vonast til að málin skýrist sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. En hvenær gætu þær hafist? „Ég veit það ekki. Það væri óskandi bara á næsta ári. Ég veit ekki... -Þetta er bara í algerri óvissu? „Já, það er í rauninni það, bara,” svarar Vilberg.
Tengdar fréttir Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent