Fimm hundruð milljón kíló Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring. 500 milljón kíló er magnið sem við Íslendingar þurfum að minnka, bara í samgöngum, til að ná skuldbindingum okkar í loftslagsmálum fyrir árið 2030. Þetta er ekki markmið heldur skuldbinding sem er, að mínu mati eitthvað, sem þarf að gera en ekki eitthvað sem okkur langar að gera. Samkvæmt skuldbindingum eigum við að minnka útblástur um 40% frá viðmiðunarárinu 1990. En hvað með stóriðjuna og sjávarútveginn? Stóriðjan er í öðru kerfi, ETS-kerfi, sem hefur líka skuldbindingar og er óháð sérbókhaldi Íslands. Það má líkja þessu við bikar- og deildarkeppni í knattspyrnu. Bæði bikar og deild snúast um sama hlutinn þ.e. fótbolta. Fólk vill sjá árangur, og helst verðlaun, í báðum keppnum. Árangur í bikarkeppni gefur þér hins vegar engin stig í deildarkeppninni eða öfugt. Ef t.d. öll álver á Íslandi myndu loka á morgun, þá værum við samt sem áður ekkert nær því að ná skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum. Hvað sjávarútveginn varðar, þá er það nú einfaldlega þannig að hann er nú þegar búinn að ná 40% minnkun frá viðmiðunarárinu 1990 með skynsamlegri sóknarstýringu og betri skipum. Bruni jarðefnaeldsneytis er lykilþáttur í útstreymi koltvísýrings og um 70% af útblæstri heims koma til vegna orkunotkunar. Að meðaltali byggjast 80% af frumorkunotkun í heiminum á brennslu jarðefnaeldsneytis. Á Íslandi er þessu öfugt farið þar sem yfir 80% af frumorkunotkun koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessi góða staða Íslendinga þrengir mjög aðgerðamöguleika okkar til að draga úr útblæstri. Á meðan aðrar Evrópuþjóðir geta náð 40% samdrætti með blöndu aðgerða sem snúa að raforkuframleiðslu, húshitun og samgöngum þá höfum við einungis samgönguflokkinn til að vinna með.Samgöngur eru lykilatriði Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þegar kemur að fólksbílum þá eru lausnirnar tilbúnar og ekkert nema innleiðing eftir. Allir sem vilja endurnýja fólksbílinn sinn geta nú keypt nýjan eða notaðan bíl sem gengur að hluta eða öllu leyti fyrir rafmagni eða metani. Ef við setjum þetta magn í samhengi þá samsvara 500 milljón kg útblæstri um 200 þúsund fólksbíla. Það vill svo skemmtilega til að það eru einmitt um 200 þúsund virkir fólksbílar á vegum landsins. Þetta þýðir að til að ná 40% minnkun á útblæstri í samgöngum, miðað við árið 1990, þá þurfum við einfaldlega að skipta út öllum fólksbílum landsins yfir í nýorkubíla fyrir árið 2030. Það er óþarfi að örvænta því allir ættu að geta fundið fólksbíl við hæfi, á næstu árum, sem gengur fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Í síðasta mánuði voru t.d. rafbílar um 50% af nýskráðum bílum í Noregi. Ef þeir virka í Noregi þá virka þeir hér og það eina sem þarf er neyslustýring með innflutningsgjöldum. Trappa þarf upp innflutningsgjöld á bensín- og dísilbíla og endurmeta þau svo reglulega út frá því hversu hratt orkuskiptin ganga. Ef það stefnir í að við náum ekki Parísarmarkmiðum þá þarf að hækka gjöldin enn frekar og ef það stefnir í óefni þá þarf að íhuga bann við innflutningi á nýjum bensín- og dísilbílum eins og nokkrar hyggjast gera í náinni framtíð. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins, því að ef við náum ekki markmiðum okkar þá mun kostnaðurinn lenda á okkur öllum. Er sanngjarnt að þurfa að borga fyrir losunarkvóta sem tilkominn er vegna óskynsamlegra bifreiðakaupa nágranna þinna í framtíðinni? Næsti bíll sem þú kaupir verður hreinlega að nota nútímalegri orku en sá gamli. Flóknara er það nú ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring. 500 milljón kíló er magnið sem við Íslendingar þurfum að minnka, bara í samgöngum, til að ná skuldbindingum okkar í loftslagsmálum fyrir árið 2030. Þetta er ekki markmið heldur skuldbinding sem er, að mínu mati eitthvað, sem þarf að gera en ekki eitthvað sem okkur langar að gera. Samkvæmt skuldbindingum eigum við að minnka útblástur um 40% frá viðmiðunarárinu 1990. En hvað með stóriðjuna og sjávarútveginn? Stóriðjan er í öðru kerfi, ETS-kerfi, sem hefur líka skuldbindingar og er óháð sérbókhaldi Íslands. Það má líkja þessu við bikar- og deildarkeppni í knattspyrnu. Bæði bikar og deild snúast um sama hlutinn þ.e. fótbolta. Fólk vill sjá árangur, og helst verðlaun, í báðum keppnum. Árangur í bikarkeppni gefur þér hins vegar engin stig í deildarkeppninni eða öfugt. Ef t.d. öll álver á Íslandi myndu loka á morgun, þá værum við samt sem áður ekkert nær því að ná skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum. Hvað sjávarútveginn varðar, þá er það nú einfaldlega þannig að hann er nú þegar búinn að ná 40% minnkun frá viðmiðunarárinu 1990 með skynsamlegri sóknarstýringu og betri skipum. Bruni jarðefnaeldsneytis er lykilþáttur í útstreymi koltvísýrings og um 70% af útblæstri heims koma til vegna orkunotkunar. Að meðaltali byggjast 80% af frumorkunotkun í heiminum á brennslu jarðefnaeldsneytis. Á Íslandi er þessu öfugt farið þar sem yfir 80% af frumorkunotkun koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessi góða staða Íslendinga þrengir mjög aðgerðamöguleika okkar til að draga úr útblæstri. Á meðan aðrar Evrópuþjóðir geta náð 40% samdrætti með blöndu aðgerða sem snúa að raforkuframleiðslu, húshitun og samgöngum þá höfum við einungis samgönguflokkinn til að vinna með.Samgöngur eru lykilatriði Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þegar kemur að fólksbílum þá eru lausnirnar tilbúnar og ekkert nema innleiðing eftir. Allir sem vilja endurnýja fólksbílinn sinn geta nú keypt nýjan eða notaðan bíl sem gengur að hluta eða öllu leyti fyrir rafmagni eða metani. Ef við setjum þetta magn í samhengi þá samsvara 500 milljón kg útblæstri um 200 þúsund fólksbíla. Það vill svo skemmtilega til að það eru einmitt um 200 þúsund virkir fólksbílar á vegum landsins. Þetta þýðir að til að ná 40% minnkun á útblæstri í samgöngum, miðað við árið 1990, þá þurfum við einfaldlega að skipta út öllum fólksbílum landsins yfir í nýorkubíla fyrir árið 2030. Það er óþarfi að örvænta því allir ættu að geta fundið fólksbíl við hæfi, á næstu árum, sem gengur fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Í síðasta mánuði voru t.d. rafbílar um 50% af nýskráðum bílum í Noregi. Ef þeir virka í Noregi þá virka þeir hér og það eina sem þarf er neyslustýring með innflutningsgjöldum. Trappa þarf upp innflutningsgjöld á bensín- og dísilbíla og endurmeta þau svo reglulega út frá því hversu hratt orkuskiptin ganga. Ef það stefnir í að við náum ekki Parísarmarkmiðum þá þarf að hækka gjöldin enn frekar og ef það stefnir í óefni þá þarf að íhuga bann við innflutningi á nýjum bensín- og dísilbílum eins og nokkrar hyggjast gera í náinni framtíð. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins, því að ef við náum ekki markmiðum okkar þá mun kostnaðurinn lenda á okkur öllum. Er sanngjarnt að þurfa að borga fyrir losunarkvóta sem tilkominn er vegna óskynsamlegra bifreiðakaupa nágranna þinna í framtíðinni? Næsti bíll sem þú kaupir verður hreinlega að nota nútímalegri orku en sá gamli. Flóknara er það nú ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun