Brennuvargurinn taldi að IKEA ætti að greiða sér fyrir auglýsinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 15:30 Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. Málavextir eru þeir að starfsmaður IKEA hafði samband við lögreglu, aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember, og sagðist hafa séð í eftirlitsmyndavél hvernig bíl var ekið að geitinni. Út úr honum hefðu stigið tveir einstaklingar og skömmu síðar hafi geitin skíðlogað. Starfsmaðurinn ók því þegar á vettvang og reyndi að hefta för bifreiðarinnar en þegar það tókst ekki hafi hann veitt henni eftirför. Lögreglumönnum tókst loks að stöðva bílinn á Bústaðvegi þar sem brennuvargarnir voru handteknir, en þangað hafði starfsmaðurinn elt bifreiðina. Fram kemur í dómnum yfir þremenningunum að karlmaðurinn og önnur konan hafi verið ölvuð og að af þeim hafi verið mikil bensínlykt.Sjá einnig: Sjáðu IKEA-geitina logaVið skýrslutöku viðurkenndi karlmaðurinn að hann hafi kveikt í geitinni og notað til þess bensín. Hann hafi hlegið að öllu saman og talið þetta góða auglýsingu fyrir IKEA - svo góða að IKEA ætti í raun að borga sér fyrir að hafa kveikt í henni. Karlmaðurinn var einn um að viðurkenna fyrir dómi að hafa kveikt í geitinni, önnur kvennanna bar við minnisleysi vegna ölvunar en ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð hvort hinna tveggja hafði borið eld að geitinni. Þær viðurkenndu þó báðar að hafa verið viðstaddar þegar kveikt var í henni. Tjón IKEA var um 1,8 milljónir króna og var farið fram á að hin dæmdu myndu standa straum af þeim kostnaði. Þeirri kröfu var vísað vegna þess að hún taldist vanreifuð og vafi lék á um umfang tjónsins. Var þremenningunum hvert um sig gert að greiða 150 þúsund krónur vegna málsins sem fyrr segir. Verði það ekki gert innan 4 vikna kemur 10 daga fangelsi í stað sektarinnar. Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. Málavextir eru þeir að starfsmaður IKEA hafði samband við lögreglu, aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember, og sagðist hafa séð í eftirlitsmyndavél hvernig bíl var ekið að geitinni. Út úr honum hefðu stigið tveir einstaklingar og skömmu síðar hafi geitin skíðlogað. Starfsmaðurinn ók því þegar á vettvang og reyndi að hefta för bifreiðarinnar en þegar það tókst ekki hafi hann veitt henni eftirför. Lögreglumönnum tókst loks að stöðva bílinn á Bústaðvegi þar sem brennuvargarnir voru handteknir, en þangað hafði starfsmaðurinn elt bifreiðina. Fram kemur í dómnum yfir þremenningunum að karlmaðurinn og önnur konan hafi verið ölvuð og að af þeim hafi verið mikil bensínlykt.Sjá einnig: Sjáðu IKEA-geitina logaVið skýrslutöku viðurkenndi karlmaðurinn að hann hafi kveikt í geitinni og notað til þess bensín. Hann hafi hlegið að öllu saman og talið þetta góða auglýsingu fyrir IKEA - svo góða að IKEA ætti í raun að borga sér fyrir að hafa kveikt í henni. Karlmaðurinn var einn um að viðurkenna fyrir dómi að hafa kveikt í geitinni, önnur kvennanna bar við minnisleysi vegna ölvunar en ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð hvort hinna tveggja hafði borið eld að geitinni. Þær viðurkenndu þó báðar að hafa verið viðstaddar þegar kveikt var í henni. Tjón IKEA var um 1,8 milljónir króna og var farið fram á að hin dæmdu myndu standa straum af þeim kostnaði. Þeirri kröfu var vísað vegna þess að hún taldist vanreifuð og vafi lék á um umfang tjónsins. Var þremenningunum hvert um sig gert að greiða 150 þúsund krónur vegna málsins sem fyrr segir. Verði það ekki gert innan 4 vikna kemur 10 daga fangelsi í stað sektarinnar.
Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15
Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37