Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 15:30 Tugir manna hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoðann í háhýsinu. Vísir/EPA Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í íbúðahúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum í nótt. Byggingin sem um ræðir er Grenfell Tower og er í norðurhluta Kensington. Byggingin er 24 hæða með 120 íbúðum og búa þar milli 400 og 600 manns. Tilkynning um brunann barst klukkan 00:54 að staðartíma, eða 23:54 að íslenskum tíma, og var slökkvilið mætt á staðinn innan við sex mínútum síðar. Alls voru um fjörutíu slökkviliðsbílar á vettvangi og á þriðja hundrað slökkviliðsmanna. Eldurinn virðist hafa kviknað á fjórðu hæð hússins og leitaði fljótt upp á næstu hæðir. Sjónarvottar á jörðu niðri segjast hafa séð fólk í gluggum byggingarinnar þar sem það hrópaði á hjálp og barði í glugga. Einnig bárust fréttir af fólki sem sleppti börnum sínum út um glugga á efri hæðum til fólks á götunni. Alls eru 74 manns á sjúkrahúsi og er ástand tuttugu þeirra sagt alvarlegt. Enn er verið að leita að fólki í byggingunni, og má ljóst vera að mun fleiri hafa látið lífið í brunanum en þeir tólf sem tilkynnt hefur verið um. Byggingin var reist árið 1974 og voru umfangsmiklar endurbætur gerðar á henni á síðasta ári.Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan, og hvernig framvindan var í vaktinni, þar fyrir neðan.
Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í íbúðahúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum í nótt. Byggingin sem um ræðir er Grenfell Tower og er í norðurhluta Kensington. Byggingin er 24 hæða með 120 íbúðum og búa þar milli 400 og 600 manns. Tilkynning um brunann barst klukkan 00:54 að staðartíma, eða 23:54 að íslenskum tíma, og var slökkvilið mætt á staðinn innan við sex mínútum síðar. Alls voru um fjörutíu slökkviliðsbílar á vettvangi og á þriðja hundrað slökkviliðsmanna. Eldurinn virðist hafa kviknað á fjórðu hæð hússins og leitaði fljótt upp á næstu hæðir. Sjónarvottar á jörðu niðri segjast hafa séð fólk í gluggum byggingarinnar þar sem það hrópaði á hjálp og barði í glugga. Einnig bárust fréttir af fólki sem sleppti börnum sínum út um glugga á efri hæðum til fólks á götunni. Alls eru 74 manns á sjúkrahúsi og er ástand tuttugu þeirra sagt alvarlegt. Enn er verið að leita að fólki í byggingunni, og má ljóst vera að mun fleiri hafa látið lífið í brunanum en þeir tólf sem tilkynnt hefur verið um. Byggingin var reist árið 1974 og voru umfangsmiklar endurbætur gerðar á henni á síðasta ári.Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan, og hvernig framvindan var í vaktinni, þar fyrir neðan.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira