Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2017 19:45 Vopnaðir sérsveitarmenn munu standa vörð við hátíðarhöld á 17. júní og á fleiri samkomum í sumar líkt og þeir gerðu um helgina. Þá má hugsanlega búast við sérsveitinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en lögreglustjórinn hefur óskað eftir því. Ríkislögreglustjóri segir að þetta verði fyrirkomulagið í miðborginni og jafnvel víðar á landinu þar til annað verður ákveðið. „Þetta er gert um óákveðinn tíma og við bara metum stöðuna frá degi til dags eða viku til viku en vonandi þurfum við ekki að hafa þetta sem viðvarandi ráðstöfun," segir Haraldur. Hann segir þetta ekki gert vegna hótana um ofbeldisverk á fjöldasamkomum heldur vegna nýlegra hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Þá réðist ákvörðunin ekki af manneklu hjá almennri lögreglu. „Tilefnið núna eru þeir atburðir sem áttu sér stað í London þar sem óðir menn réðust á almenna borgara og reyndu að valda sem mestum skaða og myrða sem flesta," segir Haraldur.Mikil fólksfjölgun Haraldur bendir á að mannfjöldi hér á landi hafi aukist verulega á síðustu árum. Eðli málins samkvæmt stækkar þar með mengi mögulega hættulegra einstaklinga. Um þrjátíu þúsund ferðamenn eru hér á hverjum einasta degi, erlent vinnuafl telur um tuttugu þúsund einstaklinga og hælisleitendur eru um tvö þúsund. Samhliða þessu hefur fjölgað á lista lögregluyfirvalda yfir vaktaða einstaklinga og eru þar tugir manna á hverjum tíma. Tekur lögregla á þeim málum með misjöfnum hætti hverju sinni; fólk er látið vita að lögregla sé að fylgjast með þeim, það er fært í yfirheyrslur eða til heilbrigðisyfirvalda í viðeigandi úrræði. „Vopnuðum verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað mjög mikið síðustu árin. En ásýnd og verkefni sveitarinnar hafa verið meira í þá átt að vera bakland fyrir lögreglumenn sem eru að takast á við hnífa og annað því um líkt," segir Haraldur.Mínútur skipta öllu máli Hann segir nauðsynlegt að tryggja stuttan viðbragðstíma þar sem mikilvægar mínútur gætu glatast ef lögreglumenn þyrftu fyrst að búast. „Við þurfum að tryggja skjót viðbrögð í mannþröng ef eitthvað kemur upp á. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana í stað þess að þurfa að hörfa og ná í vopnin í geymslur lögreglunnar eða í lögreglubíla sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða," segir Haraldur. Skotvopn lögreglu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vopnaðir sérsveitarmenn munu standa vörð við hátíðarhöld á 17. júní og á fleiri samkomum í sumar líkt og þeir gerðu um helgina. Þá má hugsanlega búast við sérsveitinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en lögreglustjórinn hefur óskað eftir því. Ríkislögreglustjóri segir að þetta verði fyrirkomulagið í miðborginni og jafnvel víðar á landinu þar til annað verður ákveðið. „Þetta er gert um óákveðinn tíma og við bara metum stöðuna frá degi til dags eða viku til viku en vonandi þurfum við ekki að hafa þetta sem viðvarandi ráðstöfun," segir Haraldur. Hann segir þetta ekki gert vegna hótana um ofbeldisverk á fjöldasamkomum heldur vegna nýlegra hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Þá réðist ákvörðunin ekki af manneklu hjá almennri lögreglu. „Tilefnið núna eru þeir atburðir sem áttu sér stað í London þar sem óðir menn réðust á almenna borgara og reyndu að valda sem mestum skaða og myrða sem flesta," segir Haraldur.Mikil fólksfjölgun Haraldur bendir á að mannfjöldi hér á landi hafi aukist verulega á síðustu árum. Eðli málins samkvæmt stækkar þar með mengi mögulega hættulegra einstaklinga. Um þrjátíu þúsund ferðamenn eru hér á hverjum einasta degi, erlent vinnuafl telur um tuttugu þúsund einstaklinga og hælisleitendur eru um tvö þúsund. Samhliða þessu hefur fjölgað á lista lögregluyfirvalda yfir vaktaða einstaklinga og eru þar tugir manna á hverjum tíma. Tekur lögregla á þeim málum með misjöfnum hætti hverju sinni; fólk er látið vita að lögregla sé að fylgjast með þeim, það er fært í yfirheyrslur eða til heilbrigðisyfirvalda í viðeigandi úrræði. „Vopnuðum verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað mjög mikið síðustu árin. En ásýnd og verkefni sveitarinnar hafa verið meira í þá átt að vera bakland fyrir lögreglumenn sem eru að takast á við hnífa og annað því um líkt," segir Haraldur.Mínútur skipta öllu máli Hann segir nauðsynlegt að tryggja stuttan viðbragðstíma þar sem mikilvægar mínútur gætu glatast ef lögreglumenn þyrftu fyrst að búast. „Við þurfum að tryggja skjót viðbrögð í mannþröng ef eitthvað kemur upp á. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana í stað þess að þurfa að hörfa og ná í vopnin í geymslur lögreglunnar eða í lögreglubíla sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða," segir Haraldur.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira