Voru þrælarnir auðlind? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júní 2017 07:00 Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.Blökkumenn flokkaðir með dýrum Afríkunegrar voru fram á miðja nítjándu öld flokkaðir með dýrum: Þeir voru réttlausir, gengu kaupum og sölum, þeim var þrælkað út, þeim mátti gera hvað sem var, þeir voru jafnvel barðir til óbóta eða drepnir, ef eigendunum þóknaðist svo. Það, sem gerði blökkumenn að dýrum, var aðallega annar húðlitur. Það sem gerir dýrin að dýrum, er einkum annað líkamsform og annars konar vitsmunir, sennilega líka skortur á græðgi og grimmd. Margir telja sig geta gert hvað sem er við dýrin – eins og við þrælana á sínum tíma – og hafa þau stöðu grass, runna eða trjáa, í augum ýmissa.Falleg orð með vafasamri merkingu Mikið er hér talað um auðlindir og sjálfbærni. Þetta eru áferðarfalleg orð, en, hvað merkja þau eiginlega? Ég átti tal við góðan og gegnan mann um daginn, og bað hann að styðja baráttu mína fyrir friðun hvala og sela, en ég tel óþarft, tilgangslaust og grimmilegt dráp hvala vera smánarblett á þjóðinni, og selir eru í útrýmingarhættu. Svarið var þetta: „Selina, já, en ég er hlynntur því, að við nýtum auðlindir okkar, og hvalastofninn er hér sjálfbær.“ Eru hvalir, sem eru á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi, kenna hver öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum og búa mest af árinu víðsfjarri Íslandi, okkar auðlind!?? Og, ef svo væri, á þá að halda áfram að drepa þá, þó að Hvalur hf. sé með yfirfullar frystigeymslur af óseljanlegu hvalkjöti og það fyrirtæki, sem helzt drepur hrefnur, sé rekið með milljónatapi!? Eiga hvalir þá engan rétt á sjálfstæðri eigin tilveru? Eiga mennirnir allt!?Sjálfbærnin í verki Það voru um 500.000 hvalir í úthöfunum, nú eru þeir um 50.000. Sjálfbærni þýðir það, að drepa eins mikið af hvölum, eins og frekast má verða, þó þannig, að þeim verði ekki útrýmt. Flott sjálfbærni það. Réttnefni væri útrýmingarmörk. Það voru um 33.000 selir við landið 1980. Nú er búið að veiða og drepa þá svo heiftarlega, að stofninn er kominn í 7.700 seli. „Sjálfbærnin“ lá við 12.000 seli. Hví er þetta útrýmingaræði ekki stoppað!? Rjúpnastofninn var um ein milljón fugla. Þegar nánast var búið að útrýma honum í blóðþorsta og græðgi – kjötið er svo gott – voru „sjálfbærnimörkin“ sett við 100 þúsund fugla. Þar stóð stofninn í fyrra. Samt var leyft að drepa 40 þúsund fugla. Eru þeir fuglar þá ótaldir, sem gátu forðað sér og drápust helsærðir fjarri veiðimanni. Að þessari helför stóðu 6 þúsund tilfinningalitlir byssumenn. Ekki var það gott innlegg í þeirra karma. Er ekki mál til komið, að þessi fallegi og friðsæli fugl fái frið!? Til allrar framtíðar!Skapaði minkurinn sig sjálfur? Hörmulegt dýraníð kom upp á dögunum. Lamb festist í minkaboga, og varð að aflífa það. Dýrabogar, sem valda dýrum heiftarlegum áverka og kvalræði, eru að sögn Umhverfisstofnunar leyfilegir. Segir það sína sögu um dýra- og náttúruvernd í okkar blessaða landi, en þeir eru bannaðir í öllum siðmenntuðum löndum. Þýzkaland bannaði þá 1934. Svei þeim stjórnvöldum, sem kvalatólið minkaboga leyfa. Reyndar er öll afstaða til minka með ólíkindum. Þá má líka kæfa, grýta til dauða og drekkja, varnarlausir ungar meðtaldir. Ekki sköpuðu þeir sig sjálfir eða kusu sér Ísland sem dvalarstað! Þar ber mannshöndin ábyrgð. Kunningi minn í Þýzkalandi hélt 3 merði eða minka sem húsdýr sér og sínum til gleði og ánægju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.Blökkumenn flokkaðir með dýrum Afríkunegrar voru fram á miðja nítjándu öld flokkaðir með dýrum: Þeir voru réttlausir, gengu kaupum og sölum, þeim var þrælkað út, þeim mátti gera hvað sem var, þeir voru jafnvel barðir til óbóta eða drepnir, ef eigendunum þóknaðist svo. Það, sem gerði blökkumenn að dýrum, var aðallega annar húðlitur. Það sem gerir dýrin að dýrum, er einkum annað líkamsform og annars konar vitsmunir, sennilega líka skortur á græðgi og grimmd. Margir telja sig geta gert hvað sem er við dýrin – eins og við þrælana á sínum tíma – og hafa þau stöðu grass, runna eða trjáa, í augum ýmissa.Falleg orð með vafasamri merkingu Mikið er hér talað um auðlindir og sjálfbærni. Þetta eru áferðarfalleg orð, en, hvað merkja þau eiginlega? Ég átti tal við góðan og gegnan mann um daginn, og bað hann að styðja baráttu mína fyrir friðun hvala og sela, en ég tel óþarft, tilgangslaust og grimmilegt dráp hvala vera smánarblett á þjóðinni, og selir eru í útrýmingarhættu. Svarið var þetta: „Selina, já, en ég er hlynntur því, að við nýtum auðlindir okkar, og hvalastofninn er hér sjálfbær.“ Eru hvalir, sem eru á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi, kenna hver öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum og búa mest af árinu víðsfjarri Íslandi, okkar auðlind!?? Og, ef svo væri, á þá að halda áfram að drepa þá, þó að Hvalur hf. sé með yfirfullar frystigeymslur af óseljanlegu hvalkjöti og það fyrirtæki, sem helzt drepur hrefnur, sé rekið með milljónatapi!? Eiga hvalir þá engan rétt á sjálfstæðri eigin tilveru? Eiga mennirnir allt!?Sjálfbærnin í verki Það voru um 500.000 hvalir í úthöfunum, nú eru þeir um 50.000. Sjálfbærni þýðir það, að drepa eins mikið af hvölum, eins og frekast má verða, þó þannig, að þeim verði ekki útrýmt. Flott sjálfbærni það. Réttnefni væri útrýmingarmörk. Það voru um 33.000 selir við landið 1980. Nú er búið að veiða og drepa þá svo heiftarlega, að stofninn er kominn í 7.700 seli. „Sjálfbærnin“ lá við 12.000 seli. Hví er þetta útrýmingaræði ekki stoppað!? Rjúpnastofninn var um ein milljón fugla. Þegar nánast var búið að útrýma honum í blóðþorsta og græðgi – kjötið er svo gott – voru „sjálfbærnimörkin“ sett við 100 þúsund fugla. Þar stóð stofninn í fyrra. Samt var leyft að drepa 40 þúsund fugla. Eru þeir fuglar þá ótaldir, sem gátu forðað sér og drápust helsærðir fjarri veiðimanni. Að þessari helför stóðu 6 þúsund tilfinningalitlir byssumenn. Ekki var það gott innlegg í þeirra karma. Er ekki mál til komið, að þessi fallegi og friðsæli fugl fái frið!? Til allrar framtíðar!Skapaði minkurinn sig sjálfur? Hörmulegt dýraníð kom upp á dögunum. Lamb festist í minkaboga, og varð að aflífa það. Dýrabogar, sem valda dýrum heiftarlegum áverka og kvalræði, eru að sögn Umhverfisstofnunar leyfilegir. Segir það sína sögu um dýra- og náttúruvernd í okkar blessaða landi, en þeir eru bannaðir í öllum siðmenntuðum löndum. Þýzkaland bannaði þá 1934. Svei þeim stjórnvöldum, sem kvalatólið minkaboga leyfa. Reyndar er öll afstaða til minka með ólíkindum. Þá má líka kæfa, grýta til dauða og drekkja, varnarlausir ungar meðtaldir. Ekki sköpuðu þeir sig sjálfir eða kusu sér Ísland sem dvalarstað! Þar ber mannshöndin ábyrgð. Kunningi minn í Þýzkalandi hélt 3 merði eða minka sem húsdýr sér og sínum til gleði og ánægju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun