Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2017 15:57 Ástráður segir að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Lögmaður Ástráðs Haraldssonar, Jóhannes Karl Sveinsson, hefur stefnt Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna skipunar dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Ástráður krefst milljón króna í miskabætur vegna málsins.Hér má sjá stefnuna í heild sinni. Eins og fram hefur komið gekk Sigríður gegn áliti nefndar um hæfi þegar skipaðir voru 15 dómarar við hið nýja dómsstig. Ákvörðun Sigríðar og samþykkt alþingis, sem og forseta Íslands, hefur sætt harðri gagnrýni og hefur verið á það bent að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni gangi ekki upp og meðhöndlun þingsins á málinu stangist á við lög. Málið verður þingfest eftir tvo daga, segir Jóhannes Karl í samtali við Vísi og vísar til stefnunnar. Þar eru málavextir raktir og fullyrt að skipunin sé ólögmæt. Þar kemur og fram kemur að Ástráður telur sig hafa orðið fyrir skaða og reisir kröfu sína um miskabætur á því að Sigríður Á Andersen hafi með „háttsemi sinni vegið að starfsheiðri, orðspori, reynslu og hæfni stefnanda.“ Það gerði ráðherra með því að fara ekki eftir þeim reglum sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti landsréttardómara. „Með vísan til þess sem að framan greinir telur stefnandi fullljóst að ákvörðun ráðherra hafi verið ólögmæt og þegar af þeirri ástæðu sé fullnægt skilyrðum fyrir skaðabótaskyldu stefnanda. Varðandi líkur á tjóni vísar stefandi til þess að hin ólögmæta ákvörðun ráðherra hafi valdið því að stefnandi veðrur ekki skipaður í embætti dómara við Landsrétt sem hann hefði annars fengið hefði ef ekki hefði verið fyrir hina ólögmætu ákvörðun ráðherra. Hefði stefnandi fengið skipun um embætti landsréttardómara hefðu fylgt því umtalsverð tekjuaukning fyrir stefnanda sem og verðmæt réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda,“ segir í stefnunni. Þá segir einnig að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar „gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Þrátt fyrir það hafi ráðherra gengið fram án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu. Kveðst stefnandi telja í þessari háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru hans og persónu,“ þá samkvæmt skaðabótalögum. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Lögmaður Ástráðs Haraldssonar, Jóhannes Karl Sveinsson, hefur stefnt Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna skipunar dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Ástráður krefst milljón króna í miskabætur vegna málsins.Hér má sjá stefnuna í heild sinni. Eins og fram hefur komið gekk Sigríður gegn áliti nefndar um hæfi þegar skipaðir voru 15 dómarar við hið nýja dómsstig. Ákvörðun Sigríðar og samþykkt alþingis, sem og forseta Íslands, hefur sætt harðri gagnrýni og hefur verið á það bent að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni gangi ekki upp og meðhöndlun þingsins á málinu stangist á við lög. Málið verður þingfest eftir tvo daga, segir Jóhannes Karl í samtali við Vísi og vísar til stefnunnar. Þar eru málavextir raktir og fullyrt að skipunin sé ólögmæt. Þar kemur og fram kemur að Ástráður telur sig hafa orðið fyrir skaða og reisir kröfu sína um miskabætur á því að Sigríður Á Andersen hafi með „háttsemi sinni vegið að starfsheiðri, orðspori, reynslu og hæfni stefnanda.“ Það gerði ráðherra með því að fara ekki eftir þeim reglum sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti landsréttardómara. „Með vísan til þess sem að framan greinir telur stefnandi fullljóst að ákvörðun ráðherra hafi verið ólögmæt og þegar af þeirri ástæðu sé fullnægt skilyrðum fyrir skaðabótaskyldu stefnanda. Varðandi líkur á tjóni vísar stefandi til þess að hin ólögmæta ákvörðun ráðherra hafi valdið því að stefnandi veðrur ekki skipaður í embætti dómara við Landsrétt sem hann hefði annars fengið hefði ef ekki hefði verið fyrir hina ólögmætu ákvörðun ráðherra. Hefði stefnandi fengið skipun um embætti landsréttardómara hefðu fylgt því umtalsverð tekjuaukning fyrir stefnanda sem og verðmæt réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda,“ segir í stefnunni. Þá segir einnig að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar „gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Þrátt fyrir það hafi ráðherra gengið fram án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu. Kveðst stefnandi telja í þessari háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru hans og persónu,“ þá samkvæmt skaðabótalögum.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent