Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2017 11:45 Hanna Katrín og Ragnhildur eru á því að lögreglan eigi annað og betra skilið en hetjurnar við lyklaborðin sletti í góm og hæðist að lögreglunni. Veruleg umræða hefur myndast á samfélagsmiðlum í kjölfar frétta 365 af auknum viðbúnaði lögreglu á fjöldasamkomum vegna hryðjuverkaógnunar, sem tíunduð er í nýju áhættumati. Sitt sýnist hverjum og skiptist fólk mjög í tvö horn, að þessi aukni viðbúnaður auki öryggiskennd eða þvert á móti: Hann ali hreinlega á ótta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt vopnaburð lögreglu, formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir hefur tekið í sama streng en svo virðist sem málið sé hápólitískt. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, segir til skammar hvernig talað er til lögreglunnar.Skömm að þessu „Ósköp er hún aum og molbúaleg þessi árátta margra að tala heilu starfsstéttirnar niður og láta eins og þær séu haldnar einhverjum annarlegum hvötum! Við búum t.d. svo vel að eiga þrautþjálfaða lögreglumenn, sem hafa gefið sig í það undarlega djobb að þjóta í áttina að hættu þegar við hin hlaupum í burtu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, aðstoðarkona Björgólfs Thors athafnamanns. Ragnhildur er maki Hönnu Katrínar, sem deilir færslu Ragnhildar og fylgir úr hlaði með orðunum: „Það sem frú Ragnhildur segir“. Og „frú Ragnhildur“ er hvergi nærri hætt að láta skoðun sína á málinu í ljós: „En hetjurnar við lyklaborðin sletta bara í góm og telja sig þess umkomnar að kalla þetta fólk litla karla sem vilji bara leika sér með byssudótið sitt. Ég held það væri andskotans nær að styðja við bakið á þeim sem gegna þessum störfum í þágu okkar allra, i stað þess að gefa sér fyrirfram að þarna sé einhver hópur á ferð sem geti ekki beðið eftir að misnota aðstöðu sína. Skömm að þessu!“Lögreglan á betra skilið Á Facebookvegg Hönnu Katrínar er spurt hvort borgurum beri ekki að vera gagnrýnir út í þann þrönga hóp sem hefur einkaleyfi á ofbeldi, eins og það er orðað, og vopnaburð? Hanna Katrín segir það allt aðra umræðu. „Hér er fókusinn á þá tilhneigingu að hæðast að fólki sem gegnir þessum störfum. Lögreglan okkar á einfaldlega betra skilið. Það er svo óendanlega hallærislegt þegar fólk tekur þátt í - og telur það væntanlega sniðugt - að tala okkur sjálf niður með þessum hætti.“ Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Veruleg umræða hefur myndast á samfélagsmiðlum í kjölfar frétta 365 af auknum viðbúnaði lögreglu á fjöldasamkomum vegna hryðjuverkaógnunar, sem tíunduð er í nýju áhættumati. Sitt sýnist hverjum og skiptist fólk mjög í tvö horn, að þessi aukni viðbúnaður auki öryggiskennd eða þvert á móti: Hann ali hreinlega á ótta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt vopnaburð lögreglu, formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir hefur tekið í sama streng en svo virðist sem málið sé hápólitískt. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, segir til skammar hvernig talað er til lögreglunnar.Skömm að þessu „Ósköp er hún aum og molbúaleg þessi árátta margra að tala heilu starfsstéttirnar niður og láta eins og þær séu haldnar einhverjum annarlegum hvötum! Við búum t.d. svo vel að eiga þrautþjálfaða lögreglumenn, sem hafa gefið sig í það undarlega djobb að þjóta í áttina að hættu þegar við hin hlaupum í burtu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, aðstoðarkona Björgólfs Thors athafnamanns. Ragnhildur er maki Hönnu Katrínar, sem deilir færslu Ragnhildar og fylgir úr hlaði með orðunum: „Það sem frú Ragnhildur segir“. Og „frú Ragnhildur“ er hvergi nærri hætt að láta skoðun sína á málinu í ljós: „En hetjurnar við lyklaborðin sletta bara í góm og telja sig þess umkomnar að kalla þetta fólk litla karla sem vilji bara leika sér með byssudótið sitt. Ég held það væri andskotans nær að styðja við bakið á þeim sem gegna þessum störfum í þágu okkar allra, i stað þess að gefa sér fyrirfram að þarna sé einhver hópur á ferð sem geti ekki beðið eftir að misnota aðstöðu sína. Skömm að þessu!“Lögreglan á betra skilið Á Facebookvegg Hönnu Katrínar er spurt hvort borgurum beri ekki að vera gagnrýnir út í þann þrönga hóp sem hefur einkaleyfi á ofbeldi, eins og það er orðað, og vopnaburð? Hanna Katrín segir það allt aðra umræðu. „Hér er fókusinn á þá tilhneigingu að hæðast að fólki sem gegnir þessum störfum. Lögreglan okkar á einfaldlega betra skilið. Það er svo óendanlega hallærislegt þegar fólk tekur þátt í - og telur það væntanlega sniðugt - að tala okkur sjálf niður með þessum hætti.“
Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30