Erlent

Búist við fjölmennum mótmælum í Moskvu

Atli Ísleifsson skrifar
Alexei Navalny var dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í síðustu mótmælum.
Alexei Navalny var dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í síðustu mótmælum. Vísir/AFP
Búist er við að stuðningsmenn rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexei Navalny muni hópast út á götur Moskvuborgar í dag þar sem til stendur að mótmæla fjármálasvikum og spillingu.

Mótmælagangan er ólögleg en ekki fékkst leyfi til að halda gönguna í miðborginni.

Þrátt fyrir það hefur Navalny boðað stuðningsmenn sína í gönguna og hefur saksóknari í Rússlandi varað við því að lögregla muni bregðast hart við.

Síðast þegar stuðningsmenn Navalny mótmæltu ríkisstjórninni voru hundruð manna handtekin, meðal annars Navalny sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn.


Tengdar fréttir

Navalny dæmdur til fangelsisvistar

Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi í fangelsi fyrir þátt sinn í mótmælum helgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×