Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Jón Hjörtur Emilsson skrifar 11. júní 2017 21:25 Hannes Þór Halldórsson fagnar sigri í leikslok með strákunum. Vísir/Ernir „Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn,“ sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. Króatar ógnuðu ekki mikið fram á við og náðu einungis einu skoti á markið. Hannes var mjög ánægður með varnarvinnuna hjá Íslenska landsliðinu. „Þetta er eitt besta lið í heimi og við héldum þeim algjörlega í skefjum. Það er okkar styrkleiki þegar við vinnum svona saman sem ein heild. Mennirnir efst uppá velli eru að vinna óeigingjarna vinnu og það auðveldar mikið fyrir restina af liðinu, svo voru Kári og Raggi eins og klettar í dag.“ Mikið var undir í leik kvöldsins og segir Hannes það gera þetta ennþá sætara. „Í svona leik, sumarkvöld í Laugardalnum, skora í uppbótartíma á móti Króatíu miðað við allt, hvernig staðan var í riðlinum og allt sem var undir. Þetta var svona augnablik sem manni dreymir bara um að upplifa.“ Hannes var gríðarlega ánægður með stuðninginn í kvöld. „Stemningin er búin að vera gjörsamlega stórkostleg síðastliðin 4-5 ár og verður bara alltaf betri, maður er liggur við farin að taka því sem sjálfsögðum hlut núna en maður á náttúrulega ekki að gera það. þetta gefur okkur byr undir báða vængi og við elskum að spila hérna heima og áhorfendur eru stór partur af því.“ En er Hannes farinn að sjá Rússland fyrir sér í hyllingum? „Ég er með Rússland uppá vegg hjá mér heima og það er markmiðið, þetta er þarna og við ætlum að gera allt sem við getum til að það rætist.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn,“ sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. Króatar ógnuðu ekki mikið fram á við og náðu einungis einu skoti á markið. Hannes var mjög ánægður með varnarvinnuna hjá Íslenska landsliðinu. „Þetta er eitt besta lið í heimi og við héldum þeim algjörlega í skefjum. Það er okkar styrkleiki þegar við vinnum svona saman sem ein heild. Mennirnir efst uppá velli eru að vinna óeigingjarna vinnu og það auðveldar mikið fyrir restina af liðinu, svo voru Kári og Raggi eins og klettar í dag.“ Mikið var undir í leik kvöldsins og segir Hannes það gera þetta ennþá sætara. „Í svona leik, sumarkvöld í Laugardalnum, skora í uppbótartíma á móti Króatíu miðað við allt, hvernig staðan var í riðlinum og allt sem var undir. Þetta var svona augnablik sem manni dreymir bara um að upplifa.“ Hannes var gríðarlega ánægður með stuðninginn í kvöld. „Stemningin er búin að vera gjörsamlega stórkostleg síðastliðin 4-5 ár og verður bara alltaf betri, maður er liggur við farin að taka því sem sjálfsögðum hlut núna en maður á náttúrulega ekki að gera það. þetta gefur okkur byr undir báða vængi og við elskum að spila hérna heima og áhorfendur eru stór partur af því.“ En er Hannes farinn að sjá Rússland fyrir sér í hyllingum? „Ég er með Rússland uppá vegg hjá mér heima og það er markmiðið, þetta er þarna og við ætlum að gera allt sem við getum til að það rætist.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira