Viðbúnaður lögreglu óvenju mikill vegna forsögu króatískra stuðningsmanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. júní 2017 20:10 Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Vísir/Ernir Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Viðbúnaður hefur verið í borginni vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Króatíu frá hádegi og hafa lögreglumenn verið sýnilegri í miðbænum. Þá eru 40 lögreglumenn eru staðsettir fyrir framan stúku stuðningsmanna Króatíu á Laugardalsvelli. Alls koma um 120 lögreglumenn að gæslu vegna leiksins. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda lögreglumanna ekki tengdan auknum viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar, heldur sögu króatískra stuðningsmanna. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Stuðningsmenn Króata, eða hluti þeirra, hefur verið með ólæti í tengslum við leiki króatíska landsliðsins og þessi viðbúnaður er bundinn því. Við þurfum að vera með þokkalega mikið lið ef einhverjir af þessum aðilum eru komnir til landsins,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Það eru að minnsta kosti 800 Króatar komnir til landsins vegna leiksins og það var vitað að það yrði einhver ölvun og fyrirferð,“ en nú þegar hafa minnst sex manns verið handteknir vegna ölvunar. Annars segir Ásgeir daginn hafa verið rólegan þrátt fyrir að mikið af fólki sé samankomið í borginni vegna leiksins. Meðal annars hafi lögreglan haft sérstakt eftirlit með fólki sem hafi ætlað sér að komast inn á völlinn án þess að vera með miða. Hann segir að viðbúnaður lögreglu sé ekki alltaf jafn mikill í kringum landsleiki eins og í dag, en um 120 lögreglumenn taka þátt í gæslu vegna hans. „Það fer eftir því hvaða þjóð þetta er og hversu margir gestir koma og hvaða sögu hún á. Þetta geta verið frá 20 til 30 menn og upp í rúmlega 100 eins og í dag,“ segir Ásgeir. „Við erum að einbeita okkur að leiknum og eftir leik munum við fylgjast með og vera með þann mannafla sem við teljum að sé þörf á þarf þar til borgin er komin í ró.“ Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Viðbúnaður hefur verið í borginni vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Króatíu frá hádegi og hafa lögreglumenn verið sýnilegri í miðbænum. Þá eru 40 lögreglumenn eru staðsettir fyrir framan stúku stuðningsmanna Króatíu á Laugardalsvelli. Alls koma um 120 lögreglumenn að gæslu vegna leiksins. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda lögreglumanna ekki tengdan auknum viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar, heldur sögu króatískra stuðningsmanna. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Stuðningsmenn Króata, eða hluti þeirra, hefur verið með ólæti í tengslum við leiki króatíska landsliðsins og þessi viðbúnaður er bundinn því. Við þurfum að vera með þokkalega mikið lið ef einhverjir af þessum aðilum eru komnir til landsins,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Það eru að minnsta kosti 800 Króatar komnir til landsins vegna leiksins og það var vitað að það yrði einhver ölvun og fyrirferð,“ en nú þegar hafa minnst sex manns verið handteknir vegna ölvunar. Annars segir Ásgeir daginn hafa verið rólegan þrátt fyrir að mikið af fólki sé samankomið í borginni vegna leiksins. Meðal annars hafi lögreglan haft sérstakt eftirlit með fólki sem hafi ætlað sér að komast inn á völlinn án þess að vera með miða. Hann segir að viðbúnaður lögreglu sé ekki alltaf jafn mikill í kringum landsleiki eins og í dag, en um 120 lögreglumenn taka þátt í gæslu vegna hans. „Það fer eftir því hvaða þjóð þetta er og hversu margir gestir koma og hvaða sögu hún á. Þetta geta verið frá 20 til 30 menn og upp í rúmlega 100 eins og í dag,“ segir Ásgeir. „Við erum að einbeita okkur að leiknum og eftir leik munum við fylgjast með og vera með þann mannafla sem við teljum að sé þörf á þarf þar til borgin er komin í ró.“
Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00