Mun fara 10 kílómetra á táknrænan hátt Guðný Hrönn skrifar 12. júní 2017 07:00 Sigrún Bragadóttir er Stígamótum afar þakklát. Vísir/Ernir Ég er brotaþoli kynferðisofbeldis frá því í æsku. Svo var mér byrluð lyf í bekkjarpartíi í menntaskóla líka. Þannig að ég er ein af þeim mörgu sem hafa nýtt sér þjónustu Stígamóta,“ segir Sigrún Bragadóttir sem ætlar að láta gott af sér leiða og styrkja Stígamót með því að fara 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu, íklædd heimasaumuðum Wonder Woman-búningi. Sigrún kveðst hafa grafið tilfinningar sínar og minningar tengdar ofbeldinu djúpt niðri í langan tíma. „Ég leitaði mér seint hjálpar hjá Stígamótum. Í mínum huga gerðist ekki neitt áður en ég fór að vinna í mínum málum. Það er bara svona sjálfsbjargarmekanismi,“ útskýrir Sigrún sem leitaði til Stígamóta í kringum fertugsaldurinn. „Þetta er fyrir rúmum fjórum árum síðan. Og Stígamót hafa bara gjörbreytt mínu lífi. Það er eins og lífið sé komið í lit.“ Sigrún talar af mikilli ástríðu um Stígamót og starfið sem teymið þar vinnur. „Þessi samtök, það er alveg með ólíkindum að þau séu til! Þetta er allt ókeypis, það þarf enginn að borga fyrir þjónustuna og hún stendur öllum til boða, óháð kyni, kyngervi, kynhneigð, fyrri störfum og svo framvegis, svo lengi sem einstaklingur er orðinn 18 ára,“ útskýrir Sigrún sem fer í viðtöl hjá Stígamótum ýmist vikulega, hálfsmánaðarlega eða mánaðarlega. „Svona ofbeldi verður að tala um, og afleiðingarnar, þær verður að tala um líka,“ segir Sigrún sem hefur glímt við áfallastreituröskun vegna ofbeldisins sem hún varð fyrir og er í veikindaleyfi frá vinnu þessa stundina. „Það er vegna þess að afleiðingarnar voru orðnar svo miklar og margslungnar“. Sigrún segir fólk í kringum sig hafa sýnt sér mikinn skilning. „Ég er búin að njóta mikil stuðnings, bæði vinnuveitenda og fjölskyldu. Þetta var bara eitthvað sem var búið að vera að byggjast upp í langan tíma og fólk sá það á mér.“ Ætlar ekkert að flýta sér„Ég ætla ekki að hlaupa þessa vegalengd,“ segir Sigrún og hlær. „Ég ætla að ganga þetta og gefa mér mjög góðan tíma í þetta. Ég ætla að stoppa reglulega og fá mér kaffi og spjalla við fólk. Og aðeins að slaka á. Þetta er táknrænt fyrir batann, maður húrrar batanum ekkert af. Maður lýkur honum ekkert innan einhvers ákveðins tíma.“ Sigrún ætlar að fara 10 kílómetrana með húmorinn að vopni. „Ég ætla að klæðast Wonder Woman búningi, sem ég ætla að búa til sjálf,“ segir hún og skellir upp úr. „Þegar ég var lítil, þá var Wonder Woman hetjan mín. Hún var dökkhærð eins og ég, og ég var þá með dökkt sítt hár, og hún var sterk týpa,“ segir Sigrún sem kom á fund blaðamanns í Wonder Woman bol. „Ég var mjög mikill aðdáandi, og er enn í dag en auðvitað á allt annan hátt núna. Mér þykir vænt um hana í dag.“ Það er til lausnSpurð út í hvort hún hafi skilaboð til þeirra sem hafa lent í kynferðisofbeldi en hafa ekki byrjað einhvers konar bataferli segir Sigrún: „Sko, manni getur ekki liðið eitthvað rangt. Skömm og reiði eru heilbrigð viðbrögð við óheilbrigðum aðstæðum. Og þið eruð ekki ein, við erum því miður allt of mörg sem höfum lent í þessu. Og það er til lausn!“ Sigrún tekur fram að úrræðið sem Stígamót er henti kannski ekkert öllum.„En þetta úrræði hentaði mér og bjargaði mér. En mikilvægast er bara að rjúfa þögnina. Hvernig sem það er gert.“ Sigrún leggur áherslu á að fólk geti verið alveg óhrætt við að gefa Stígamótum séns. „Snilldin við Stígamót er sú að valdið er aldrei tekið af fólki sem mætir í viðtöl. Við erum alltaf við stýrið, og við segjum alveg jafn mikið og við viljum segja eða alveg jafn lítið og við viljum segja. En auðvitað er alveg eðlilegt að fólk óttist, vegna þess að óttinn er ein af afleiðingunum við að verða fyrir kynferðisofbeldi.“ Áhugasömum er svo bent á að skoða myllumerkið #sigrúnstormar því með því ætlar Sigrún að gefa fólki innsýn inn í undirbúninginn á bak við 10 kílómetrana sem hún fer í sumar og ferlið allt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég er brotaþoli kynferðisofbeldis frá því í æsku. Svo var mér byrluð lyf í bekkjarpartíi í menntaskóla líka. Þannig að ég er ein af þeim mörgu sem hafa nýtt sér þjónustu Stígamóta,“ segir Sigrún Bragadóttir sem ætlar að láta gott af sér leiða og styrkja Stígamót með því að fara 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu, íklædd heimasaumuðum Wonder Woman-búningi. Sigrún kveðst hafa grafið tilfinningar sínar og minningar tengdar ofbeldinu djúpt niðri í langan tíma. „Ég leitaði mér seint hjálpar hjá Stígamótum. Í mínum huga gerðist ekki neitt áður en ég fór að vinna í mínum málum. Það er bara svona sjálfsbjargarmekanismi,“ útskýrir Sigrún sem leitaði til Stígamóta í kringum fertugsaldurinn. „Þetta er fyrir rúmum fjórum árum síðan. Og Stígamót hafa bara gjörbreytt mínu lífi. Það er eins og lífið sé komið í lit.“ Sigrún talar af mikilli ástríðu um Stígamót og starfið sem teymið þar vinnur. „Þessi samtök, það er alveg með ólíkindum að þau séu til! Þetta er allt ókeypis, það þarf enginn að borga fyrir þjónustuna og hún stendur öllum til boða, óháð kyni, kyngervi, kynhneigð, fyrri störfum og svo framvegis, svo lengi sem einstaklingur er orðinn 18 ára,“ útskýrir Sigrún sem fer í viðtöl hjá Stígamótum ýmist vikulega, hálfsmánaðarlega eða mánaðarlega. „Svona ofbeldi verður að tala um, og afleiðingarnar, þær verður að tala um líka,“ segir Sigrún sem hefur glímt við áfallastreituröskun vegna ofbeldisins sem hún varð fyrir og er í veikindaleyfi frá vinnu þessa stundina. „Það er vegna þess að afleiðingarnar voru orðnar svo miklar og margslungnar“. Sigrún segir fólk í kringum sig hafa sýnt sér mikinn skilning. „Ég er búin að njóta mikil stuðnings, bæði vinnuveitenda og fjölskyldu. Þetta var bara eitthvað sem var búið að vera að byggjast upp í langan tíma og fólk sá það á mér.“ Ætlar ekkert að flýta sér„Ég ætla ekki að hlaupa þessa vegalengd,“ segir Sigrún og hlær. „Ég ætla að ganga þetta og gefa mér mjög góðan tíma í þetta. Ég ætla að stoppa reglulega og fá mér kaffi og spjalla við fólk. Og aðeins að slaka á. Þetta er táknrænt fyrir batann, maður húrrar batanum ekkert af. Maður lýkur honum ekkert innan einhvers ákveðins tíma.“ Sigrún ætlar að fara 10 kílómetrana með húmorinn að vopni. „Ég ætla að klæðast Wonder Woman búningi, sem ég ætla að búa til sjálf,“ segir hún og skellir upp úr. „Þegar ég var lítil, þá var Wonder Woman hetjan mín. Hún var dökkhærð eins og ég, og ég var þá með dökkt sítt hár, og hún var sterk týpa,“ segir Sigrún sem kom á fund blaðamanns í Wonder Woman bol. „Ég var mjög mikill aðdáandi, og er enn í dag en auðvitað á allt annan hátt núna. Mér þykir vænt um hana í dag.“ Það er til lausnSpurð út í hvort hún hafi skilaboð til þeirra sem hafa lent í kynferðisofbeldi en hafa ekki byrjað einhvers konar bataferli segir Sigrún: „Sko, manni getur ekki liðið eitthvað rangt. Skömm og reiði eru heilbrigð viðbrögð við óheilbrigðum aðstæðum. Og þið eruð ekki ein, við erum því miður allt of mörg sem höfum lent í þessu. Og það er til lausn!“ Sigrún tekur fram að úrræðið sem Stígamót er henti kannski ekkert öllum.„En þetta úrræði hentaði mér og bjargaði mér. En mikilvægast er bara að rjúfa þögnina. Hvernig sem það er gert.“ Sigrún leggur áherslu á að fólk geti verið alveg óhrætt við að gefa Stígamótum séns. „Snilldin við Stígamót er sú að valdið er aldrei tekið af fólki sem mætir í viðtöl. Við erum alltaf við stýrið, og við segjum alveg jafn mikið og við viljum segja eða alveg jafn lítið og við viljum segja. En auðvitað er alveg eðlilegt að fólk óttist, vegna þess að óttinn er ein af afleiðingunum við að verða fyrir kynferðisofbeldi.“ Áhugasömum er svo bent á að skoða myllumerkið #sigrúnstormar því með því ætlar Sigrún að gefa fólki innsýn inn í undirbúninginn á bak við 10 kílómetrana sem hún fer í sumar og ferlið allt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira