Innlent

Slóst á tjaldstæði og hótaði gestum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Eyþór
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um tvo menn í slagsmálum á tjaldstæði í austurbæ Reykjavíkur. Þá var ekið aftan á bifreið á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Tjónvaldur stakk af en var handtekinn skömmu síðar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi var tilkynnt um tvo menn í slagsmálum á tjaldstæði í austurbæ Reykjavíkur. Lögregla vísaði mönnunum burt en skömmu síðar sneri annar aðilinn aftur og hóf að hóta bæði starfsmanni og gestum tjaldsvæðisins. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Stuttu eftir miðnætti var ekið aftan á bifreið á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Ekið var aftan á bifreið en tjónvaldur stakk af. Tveir úr bifreiðinni sem ekið var á voru fluttir á slysadeild en hin bifreiðin fannst mannlaus skömmu síðar. Ökumaðurinn fannst nokkru eftir það, var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Nokkuð var um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt og töluverður fjöldi ökumanna einnig stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×