Stórbrotin skotnýting Cleveland kom í veg fyrir fullkomna úrslitakeppni GSW Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2017 04:10 Táknræn mynd fyrir leikinn. Leikmenn Golden State Warriors áttu fá svör við skotskýningu LeBrons James og félaga. Vísir/AP Cleveland Cavaliers liðið er ekki búið að gefast upp í baráttunni um NBA-meistaratitilinn og kom í veg fyrir það í nótt að Golden State Warriors tryggði sér titilinn á þeirra heimavelli. Cleveland vann þá 21 stigs sigur á Golden State, 137-116, og minnkaði muninn í 3-1. Fyrir ári síðan varð Cavaliers liðið það fyrsta í sögu NBA-úrslitanna sem lendir 3-1 undir en kemur til baka og verður NBA-meistari. Nú eru LeBron James og félagar aftur komnir í sömu stöðu. Golden State fær annað tækifæri til að tryggja sér titilinn á mánudagskvöldið en þá verður liðið á heimavelli sínum í Oakland. Möguleikinn á að enda úrslitakeppnina 16-0 er hinsvegar úr sögunni.The Cavalier's 137 points are the tied for the 3rd-most in any NBA Finals game with the 1984 Lakers. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Cleveland bauð upp á svakalega skotnýtingu í leiknum og var meðal annars búið að setja nýtt met yfir flestar þriggja stiga körfur í þriðja leikhluta. Cleveland endaði með 24 þrista í leiknum. Kyrie Irving skoraði 40 stig fyrir Cleveland en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur. LeBron James var með þrennu, 31 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, en þetta er níunda þrenna hans í lokaúrslitum og hann er því búinn að taka þrennumetið af Magic Johnson. Kevin Love skoraði síðan 23 stig en hann skoraði sex þriggja stiga körfur.UPDATE: The @cavs set a new #NBAFinals record with 24 3s in one game. pic.twitter.com/N8Rhpwt9T2 — NBA.com/Stats (@nbastats) June 10, 2017 Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Golden State Warriors en hitti þó bara úr 9 af 22 skotum sínum. Hann hitti þó mun betur en Stephen Curry sem klikkaði á 9 af 13 skotum sínum en endaði með 14 stig og 10 stoðsendingar. Draymond Green var með síðan með 16 stig og 14 fráköst en hann slapp á einhvern óskiljanlegan hátt við það að vera rekinn út úr húsi þegar allir nema dómararnir héldu að hann væri kominn með tvær tæknivillur. Cleveland tóku forystuna strax í upphafi leiks og hélt henni út leikinn. Munurinn var lengstum mjög mikill en Warriors-liðið komst aldrei almennilega í gang á meðan allt gekk upp hjá heimamönnum í Cleveland.LeBron James just passed Magic Johnson for most triple-doubles in NBA Finals games. pic.twitter.com/GsGLr0ZFMk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Fyrri hálfleikurinn fer í sögubækurnar enda liðin að spila sóknarleik sem hefur aldrei sést áður í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers liðið setti bæði met yfir flest stig í leikhluta (49 stig í fyrsta leikhluta) og flest stig í fyrri hálfleik (86 stig). Cleveland komst í 24-9 í upphafi leiks og var 49-33 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Cleveland var síðan 18 stigum yfir í hálfleik, 86-68, en liðin settu NBA-met yfir flest skoruð stig af báðum liðum í einum hálfleik í úrslitakeppni. Munurinn hefði verið meiri ef Kevin Durant hefði ekki endað hálfleikinn á flautuþristi en Durant var komin með 22 stig í hálfleik. Kyrie Irving skoraði 28 stig úr 14 skotum í fyrri hálfleiknum, LeBron James var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá skoraði Kevin Love 17 stig í þessum ótrúlega hálfleik Cavs. Þrjár stórstjörnur Clevland voru því saman með 67 stig í hálfleiknum eða einu minna en allt Warriors-liðið. Cleveland skoraði þrettán þrista í hálfleiknum, hitti úr 61 prósent skotum sínum og 59 prósent þriggja stiga skotanna. NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Cleveland Cavaliers liðið er ekki búið að gefast upp í baráttunni um NBA-meistaratitilinn og kom í veg fyrir það í nótt að Golden State Warriors tryggði sér titilinn á þeirra heimavelli. Cleveland vann þá 21 stigs sigur á Golden State, 137-116, og minnkaði muninn í 3-1. Fyrir ári síðan varð Cavaliers liðið það fyrsta í sögu NBA-úrslitanna sem lendir 3-1 undir en kemur til baka og verður NBA-meistari. Nú eru LeBron James og félagar aftur komnir í sömu stöðu. Golden State fær annað tækifæri til að tryggja sér titilinn á mánudagskvöldið en þá verður liðið á heimavelli sínum í Oakland. Möguleikinn á að enda úrslitakeppnina 16-0 er hinsvegar úr sögunni.The Cavalier's 137 points are the tied for the 3rd-most in any NBA Finals game with the 1984 Lakers. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Cleveland bauð upp á svakalega skotnýtingu í leiknum og var meðal annars búið að setja nýtt met yfir flestar þriggja stiga körfur í þriðja leikhluta. Cleveland endaði með 24 þrista í leiknum. Kyrie Irving skoraði 40 stig fyrir Cleveland en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur. LeBron James var með þrennu, 31 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, en þetta er níunda þrenna hans í lokaúrslitum og hann er því búinn að taka þrennumetið af Magic Johnson. Kevin Love skoraði síðan 23 stig en hann skoraði sex þriggja stiga körfur.UPDATE: The @cavs set a new #NBAFinals record with 24 3s in one game. pic.twitter.com/N8Rhpwt9T2 — NBA.com/Stats (@nbastats) June 10, 2017 Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Golden State Warriors en hitti þó bara úr 9 af 22 skotum sínum. Hann hitti þó mun betur en Stephen Curry sem klikkaði á 9 af 13 skotum sínum en endaði með 14 stig og 10 stoðsendingar. Draymond Green var með síðan með 16 stig og 14 fráköst en hann slapp á einhvern óskiljanlegan hátt við það að vera rekinn út úr húsi þegar allir nema dómararnir héldu að hann væri kominn með tvær tæknivillur. Cleveland tóku forystuna strax í upphafi leiks og hélt henni út leikinn. Munurinn var lengstum mjög mikill en Warriors-liðið komst aldrei almennilega í gang á meðan allt gekk upp hjá heimamönnum í Cleveland.LeBron James just passed Magic Johnson for most triple-doubles in NBA Finals games. pic.twitter.com/GsGLr0ZFMk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Fyrri hálfleikurinn fer í sögubækurnar enda liðin að spila sóknarleik sem hefur aldrei sést áður í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers liðið setti bæði met yfir flest stig í leikhluta (49 stig í fyrsta leikhluta) og flest stig í fyrri hálfleik (86 stig). Cleveland komst í 24-9 í upphafi leiks og var 49-33 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Cleveland var síðan 18 stigum yfir í hálfleik, 86-68, en liðin settu NBA-met yfir flest skoruð stig af báðum liðum í einum hálfleik í úrslitakeppni. Munurinn hefði verið meiri ef Kevin Durant hefði ekki endað hálfleikinn á flautuþristi en Durant var komin með 22 stig í hálfleik. Kyrie Irving skoraði 28 stig úr 14 skotum í fyrri hálfleiknum, LeBron James var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá skoraði Kevin Love 17 stig í þessum ótrúlega hálfleik Cavs. Þrjár stórstjörnur Clevland voru því saman með 67 stig í hálfleiknum eða einu minna en allt Warriors-liðið. Cleveland skoraði þrettán þrista í hálfleiknum, hitti úr 61 prósent skotum sínum og 59 prósent þriggja stiga skotanna.
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira