Reyndu að samræma framburð 10. júní 2017 07:00 Sexmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason klæddust ekki eigin fötum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara. Föt þeirra voru haldlögð í rannsóknarskyni. Vísir/Ristjórn Lögregla hefur ástæðu til að gruna að sexmenningarnir, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar á miðvikudagskvöld, hafi komið sér saman um sögu til að segja lögreglu ef til þess kæmi. Atvikalýsing frá kvöldinu gefur tilefni til að ætla að samræmdur framburður hafi verið ákveðinn áður en sexmenningarnir fóru að heimili Arnars á Æsustöðum í Mosfellsdal. Heimildir Fréttablaðsins herma að mikið ósamræmi hafi verið í framburði sexmenninganna við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu aðfaranótt föstudags. Þó hafi þeim öllum borið saman um að þau hafi farið að heimili Arnars og unnustu hans til að sækja þar garðverkfæri í eigu eins í hópnum, Sveins Gests Tryggvasonar. Sveinn Gestur og Arnar voru æskuvinir. Sú saga kemur þó ekki heim og saman við símtal Sveins við Neyðarlínuna eftir að Arnar hafði misst meðvitund. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær kynnir Sveinn sig með nafni og óskar eftir sjúkrabíl að Æsustöðum. Því næst heyrist hann leggja símann frá sér og hrópa ókvæðisorð að Arnari, sem þá var án meðvitundar, um meinta fíkniefnaskuld. Fjölskylda hins myrta þvertekur fyrir að hann hafi verið í neyslu. Hann og unnusta hans hafa verið í sambandi í tæplega eitt og hálft ár og á þeim tíma hafi aldrei sést á honum fíkniefni eða neitt í þá veruna. Eins og fram hefur komið eignuðust Arnar og unnusta hans dóttur í lok maí. Þau höfðu í sameiningu valið nafn á dótturina áður en voðaverkið var framið en hún hefur enn ekki verið skírð. Heimildir Fréttablaðsins herma að öll sex neiti staðfastlega að hafa átt þátt í dauða Arnars. Þau draga sömuleiðis úr þætti annarra í málinu, að minnsta kosti enn um sinn. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram fyrripart dags í gær, föstudag. Hann vill ekki tjá sig um það sem fram hefur komið í yfirheyrslunum. „Ég hef ekkert farið út í neitt sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Við erum dálítið að ráða ráðum okkar og safna saman gögnum. Það komu margir að rannsókninni í upphafi þannig að við erum bara að safna gögnum og skoðum síðan framhaldið.“ Allir fimm karlarnir í málinu, Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnar Örn Bergmann, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní. Ásta Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 16. júní. Í samtali við Ríkisútvarpið sagðist Grímur telja að dómari hafi talið að tengsl hennar við atburðarásina væru minni en karlanna og því væri gæsluvarðhald hennar styttra. Sexmenningarnir eru allir í gæsluvarðhaldi á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um manndráp.vísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Lögregla hefur ástæðu til að gruna að sexmenningarnir, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar á miðvikudagskvöld, hafi komið sér saman um sögu til að segja lögreglu ef til þess kæmi. Atvikalýsing frá kvöldinu gefur tilefni til að ætla að samræmdur framburður hafi verið ákveðinn áður en sexmenningarnir fóru að heimili Arnars á Æsustöðum í Mosfellsdal. Heimildir Fréttablaðsins herma að mikið ósamræmi hafi verið í framburði sexmenninganna við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu aðfaranótt föstudags. Þó hafi þeim öllum borið saman um að þau hafi farið að heimili Arnars og unnustu hans til að sækja þar garðverkfæri í eigu eins í hópnum, Sveins Gests Tryggvasonar. Sveinn Gestur og Arnar voru æskuvinir. Sú saga kemur þó ekki heim og saman við símtal Sveins við Neyðarlínuna eftir að Arnar hafði misst meðvitund. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær kynnir Sveinn sig með nafni og óskar eftir sjúkrabíl að Æsustöðum. Því næst heyrist hann leggja símann frá sér og hrópa ókvæðisorð að Arnari, sem þá var án meðvitundar, um meinta fíkniefnaskuld. Fjölskylda hins myrta þvertekur fyrir að hann hafi verið í neyslu. Hann og unnusta hans hafa verið í sambandi í tæplega eitt og hálft ár og á þeim tíma hafi aldrei sést á honum fíkniefni eða neitt í þá veruna. Eins og fram hefur komið eignuðust Arnar og unnusta hans dóttur í lok maí. Þau höfðu í sameiningu valið nafn á dótturina áður en voðaverkið var framið en hún hefur enn ekki verið skírð. Heimildir Fréttablaðsins herma að öll sex neiti staðfastlega að hafa átt þátt í dauða Arnars. Þau draga sömuleiðis úr þætti annarra í málinu, að minnsta kosti enn um sinn. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram fyrripart dags í gær, föstudag. Hann vill ekki tjá sig um það sem fram hefur komið í yfirheyrslunum. „Ég hef ekkert farið út í neitt sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Við erum dálítið að ráða ráðum okkar og safna saman gögnum. Það komu margir að rannsókninni í upphafi þannig að við erum bara að safna gögnum og skoðum síðan framhaldið.“ Allir fimm karlarnir í málinu, Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnar Örn Bergmann, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní. Ásta Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 16. júní. Í samtali við Ríkisútvarpið sagðist Grímur telja að dómari hafi talið að tengsl hennar við atburðarásina væru minni en karlanna og því væri gæsluvarðhald hennar styttra. Sexmenningarnir eru allir í gæsluvarðhaldi á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um manndráp.vísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28
Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45
Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07