Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2017 19:30 Guðbjörg er ein þeirra sem þarf að leita á náðir vina og vandamanna. visir/skjáskot Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að íbúum Reykjanæsbæjar hafi fjölgað um eitt þúsund á einu ári og nú búi metfjöldi í bænum. Í kjölfarið hafa byggingarframkvæmdir farið á fullt og 200-300 íbúðir hafa verið teknar í notkun í Ásbrú sem eiga að fara á sölu. Það sama gildir um leiguíbúðir víðs vegar um bæinn, nú eru þær komnar á sölu, með þeim afleiðingum að fólk á leigumarkaði lendir í verulegum vandræðum. Fasteignasalar í bænum sjá fram á mikla sölu næstu mánuði en geta lítið gert fyrir leigjendur. Sævar Pétursson er einn þeirra. „Við fáum alveg tvo til þrjá á dag sem eru í miklum vandræðum og tilbúnir að taka hvað sem er. En því miður, þá höfum við ekkert," segir hann. Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur leigt hús síðustu ár en nú er það komið á sölu og hún þarf að flytja út á morgun. Þau hjónin voru komin með velyrði fyrir íbúð á Ásbrú í maí en svo fór sú íbúð á sölu. Síðan þá hefur Guðbjörg leitað að íbúð án árangurs. „Sonur minn og kærasta og ellefu mánaða dóttir eru búin að leita að enn fleiri íbúðum," segir hún.Hvað gerirðu núna um mánaðarmótin?„Ég þarf að flytja í lítið herbergi til systur minnar og mágs. Sonur minn flytur til tengdamóður sinnar í Sandgerði. Þetta er hrikaleg staða.“ Guðbjörg segist aldrei hafa séð annað eins ástand á leigumarkaðnum í Reykjanesbæ. „Það er slegist um hverja íbúð. Það eru 50-60 umsóknir um hverja íbúð - og þær eru ekki margar." Á samfélagsmiðlum og síðum bæjarins má sjá frásagnir fjölda fólks í sömu sporum og Guðbjörg. Fólk neyðist til að búa inni á fjölskyldu og vandamönnum. Aðrir sjá ekkert annað í stöðunni en að lenda á götunni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki fleiri félagslegar íbúðir vera í kortunum og leigumarkaðurinn lifi sínu eigin lífi. Gera eigi félagslega húsnæðiskerfið sjálfbært svo það reki sig sjálft undir stjórn. „Og ef það félag sér hag í því að fjölga íbúðum á þeim forsendum, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu," segir Kjartan Már. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að íbúum Reykjanæsbæjar hafi fjölgað um eitt þúsund á einu ári og nú búi metfjöldi í bænum. Í kjölfarið hafa byggingarframkvæmdir farið á fullt og 200-300 íbúðir hafa verið teknar í notkun í Ásbrú sem eiga að fara á sölu. Það sama gildir um leiguíbúðir víðs vegar um bæinn, nú eru þær komnar á sölu, með þeim afleiðingum að fólk á leigumarkaði lendir í verulegum vandræðum. Fasteignasalar í bænum sjá fram á mikla sölu næstu mánuði en geta lítið gert fyrir leigjendur. Sævar Pétursson er einn þeirra. „Við fáum alveg tvo til þrjá á dag sem eru í miklum vandræðum og tilbúnir að taka hvað sem er. En því miður, þá höfum við ekkert," segir hann. Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur leigt hús síðustu ár en nú er það komið á sölu og hún þarf að flytja út á morgun. Þau hjónin voru komin með velyrði fyrir íbúð á Ásbrú í maí en svo fór sú íbúð á sölu. Síðan þá hefur Guðbjörg leitað að íbúð án árangurs. „Sonur minn og kærasta og ellefu mánaða dóttir eru búin að leita að enn fleiri íbúðum," segir hún.Hvað gerirðu núna um mánaðarmótin?„Ég þarf að flytja í lítið herbergi til systur minnar og mágs. Sonur minn flytur til tengdamóður sinnar í Sandgerði. Þetta er hrikaleg staða.“ Guðbjörg segist aldrei hafa séð annað eins ástand á leigumarkaðnum í Reykjanesbæ. „Það er slegist um hverja íbúð. Það eru 50-60 umsóknir um hverja íbúð - og þær eru ekki margar." Á samfélagsmiðlum og síðum bæjarins má sjá frásagnir fjölda fólks í sömu sporum og Guðbjörg. Fólk neyðist til að búa inni á fjölskyldu og vandamönnum. Aðrir sjá ekkert annað í stöðunni en að lenda á götunni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki fleiri félagslegar íbúðir vera í kortunum og leigumarkaðurinn lifi sínu eigin lífi. Gera eigi félagslega húsnæðiskerfið sjálfbært svo það reki sig sjálft undir stjórn. „Og ef það félag sér hag í því að fjölga íbúðum á þeim forsendum, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu," segir Kjartan Már.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00