Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júní 2017 18:30 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. Fyrir tæpum tveimur vikum barst forsvarsmönnum Hjallastefnunnar tilkynning frá foreldri barns við Barnaskólann í Reykjavík um að starfsmaður hefði beitt barn þess ofbeldi. Þá kom í ljós að tilvikin væru mögulega fleiri og að skólastjórinn væri einnig grunaður um ofbeldi. Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. „Strax sama kvöld voru viðkomandi starfsmenn settir í ótímabundið leyfi því að við tökum þessu miklu miklu miklu meira en alvarlega. Barn nýtur alls vafa,“ segir Margrét Pála. Barnavernd Reykjavíkur barst tilkynning frá foreldrum og kannar nú málið. Þá fékk skólinn óháðan aðila, sálfræðing, til að skoða málið innan skólans. Ofbeldið á að hafa átt sér stað í einhvern tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að að minnsta kosti fjórir drengir hafi verið beittir ofbeldi. „Þetta snýst um án efa meira en eitt. Eitt foreldri sem hefur látið barnaverndarnefnd vita og óskað eftir könnun,“ segir Margrét Pála.En eru þá fleiri en eitt barn? „Án efa. En barnaverndarnefnd gefur mér ekki beinar upplýsingar en ég tel að það sé þannig,“ segir Margrét Pála. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barnið ofbeldi en hlutur hins starfsmannsins er heldur stærri en hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. „Hinn aðilinn er stuðningsfulltrúi sem starfaði í hópi 9 ára drengja hér í skólanum og þeir eru allir útskrifaðir. Ég fékk ekki upplýsingar um þetta mál fyrr en eftir skólaslit,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi séu starfsmennirnir ásakaðir um að hafa orðið á í viðbrögðum sínum í erfðum aðstæðum.Er þetta andlegt, líkamlegt eða kynferðisofbeldi? „Þetta er alls ekki kynferðisofbeldi og það er engin grunur um slíkt. Hins vegar veit ég það sem ég hef vitað af að það hafi verið tekið harkalega í öxl, barni verið haldið fast þannig að því hafi liðið illa við einhverjar aðstæður, en meira veit síðan ég ekki. Og síst af öllu get ég dæmt í sök. Það eina sem ég veit er að við stöndum alltaf með börnum,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að um sé að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn skólans. Þá sé foreldrum barnanna eðlilega mjög brugðið. Allir foreldrar barna í skólanum fái tilkynningu um málið í dag. „Ég funda með öllum foreldrum sem við mig vilja tala sem og settur skólastjóri. Við erum til reiðu fyrir alla sem vilja en mestu skiptir að málið sé kannað hratt og vel og við fáum að vita hvernig í öllu liggur og þá verður gripið til eðlilegra ráðstafana í kjölfarið á því,“ segir Margrét Pála. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. Fyrir tæpum tveimur vikum barst forsvarsmönnum Hjallastefnunnar tilkynning frá foreldri barns við Barnaskólann í Reykjavík um að starfsmaður hefði beitt barn þess ofbeldi. Þá kom í ljós að tilvikin væru mögulega fleiri og að skólastjórinn væri einnig grunaður um ofbeldi. Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. „Strax sama kvöld voru viðkomandi starfsmenn settir í ótímabundið leyfi því að við tökum þessu miklu miklu miklu meira en alvarlega. Barn nýtur alls vafa,“ segir Margrét Pála. Barnavernd Reykjavíkur barst tilkynning frá foreldrum og kannar nú málið. Þá fékk skólinn óháðan aðila, sálfræðing, til að skoða málið innan skólans. Ofbeldið á að hafa átt sér stað í einhvern tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að að minnsta kosti fjórir drengir hafi verið beittir ofbeldi. „Þetta snýst um án efa meira en eitt. Eitt foreldri sem hefur látið barnaverndarnefnd vita og óskað eftir könnun,“ segir Margrét Pála.En eru þá fleiri en eitt barn? „Án efa. En barnaverndarnefnd gefur mér ekki beinar upplýsingar en ég tel að það sé þannig,“ segir Margrét Pála. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barnið ofbeldi en hlutur hins starfsmannsins er heldur stærri en hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. „Hinn aðilinn er stuðningsfulltrúi sem starfaði í hópi 9 ára drengja hér í skólanum og þeir eru allir útskrifaðir. Ég fékk ekki upplýsingar um þetta mál fyrr en eftir skólaslit,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi séu starfsmennirnir ásakaðir um að hafa orðið á í viðbrögðum sínum í erfðum aðstæðum.Er þetta andlegt, líkamlegt eða kynferðisofbeldi? „Þetta er alls ekki kynferðisofbeldi og það er engin grunur um slíkt. Hins vegar veit ég það sem ég hef vitað af að það hafi verið tekið harkalega í öxl, barni verið haldið fast þannig að því hafi liðið illa við einhverjar aðstæður, en meira veit síðan ég ekki. Og síst af öllu get ég dæmt í sök. Það eina sem ég veit er að við stöndum alltaf með börnum,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að um sé að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn skólans. Þá sé foreldrum barnanna eðlilega mjög brugðið. Allir foreldrar barna í skólanum fái tilkynningu um málið í dag. „Ég funda með öllum foreldrum sem við mig vilja tala sem og settur skólastjóri. Við erum til reiðu fyrir alla sem vilja en mestu skiptir að málið sé kannað hratt og vel og við fáum að vita hvernig í öllu liggur og þá verður gripið til eðlilegra ráðstafana í kjölfarið á því,“ segir Margrét Pála. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira