Curry keppir á atvinnumannamóti í golfi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júní 2017 10:00 Stephen Curry mundar golfkylfuna. Vísir/Getty Stephen Curry er ekki aðeins einn besti körfuboltamaður heims heldur öflugur kylfingur. Hann fær nú að reyna sig gegn atvinnumönnum í íþróttinni. Curry fékk boð um að taka þátt á móti á Web.com-mótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Curry verður á meðal keppenda á Ellie Mae Classic-mótinu sem fer fram í ágúst og mun þar Curry etja kappi við atvinnumenn í golfi sem eru allir að reyna að vinna sér inn þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. „Ég hlakka til að verða mér vonandi ekki til skammar,“ sagði Curry sem er með 2,2 í forgjöf. „Golf hefur verið ástríða hjá mér og það er sannkallaður draumur að rætast að taka þátt í sterku móti með atvinnumönnum.“ Curry varð í vor meistari með Golden State Warriors í annað skipti á ferlinum en mótið fer fram skammt frá heimavelli Golden State í Oakland. Þess má geta að Jerry Rice, einn allra besti útherji í sögu NFL-deildarinnar, keppti þrívegis á þessu sama móti en komst aldrei í gegnum niðurskurðinn. Golf NBA Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Stephen Curry er ekki aðeins einn besti körfuboltamaður heims heldur öflugur kylfingur. Hann fær nú að reyna sig gegn atvinnumönnum í íþróttinni. Curry fékk boð um að taka þátt á móti á Web.com-mótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Curry verður á meðal keppenda á Ellie Mae Classic-mótinu sem fer fram í ágúst og mun þar Curry etja kappi við atvinnumenn í golfi sem eru allir að reyna að vinna sér inn þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. „Ég hlakka til að verða mér vonandi ekki til skammar,“ sagði Curry sem er með 2,2 í forgjöf. „Golf hefur verið ástríða hjá mér og það er sannkallaður draumur að rætast að taka þátt í sterku móti með atvinnumönnum.“ Curry varð í vor meistari með Golden State Warriors í annað skipti á ferlinum en mótið fer fram skammt frá heimavelli Golden State í Oakland. Þess má geta að Jerry Rice, einn allra besti útherji í sögu NFL-deildarinnar, keppti þrívegis á þessu sama móti en komst aldrei í gegnum niðurskurðinn.
Golf NBA Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira