Titringur innan Viðreisnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra er formaður Viðreisnar. Hópur innan Viðreisnar hefur kallað eftir því að aukalandsþing verði haldið til að hægt sé að kjósa um forystu flokksins og leggja línurnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Ágreiningur er innan flokksins um hvort það sé ákjósanlegt eður ei. Viðreisn er ungur flokkur en stofnfundur hans var haldinn fyrir rétt rúmum þrettán mánuðum. Fyrsta landsþing hans fór fram í lok septembermánaðar í fyrra. Í lögum flokksins segir að landsþing skuli haldin á tveggja ára fresti en þó sé stjórn flokksins heimilt að boða til auka landsþings þegar þurfa þyki. Á auka landsþingi er heimilt að kjósa um embætti formanns og varaformanns. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann hyggi á framboð í sveitarstjórnarkosningunum en heimildarmenn Fréttablaðsins, úr röðum Viðreisnar, telja að fólk veigri sér við að bjóða fram fyrir flokkinn við núverandi ástand. Stefna flokksins í málum sveitarfélaga liggi ekki fyrir og ekki liggi í augum uppi hvernig flokkurinn ætli að marka sér sérstöðu. Sömu heimildarmenn segja að nokkurrar beiskju gæti einnig vegna illa ígrundaðra yfirlýsinga formannsins í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Af þeim flokksmönnum, sem vilja flýta landsþingi og Fréttablaðið ræddi við, eru nokkrir sem telja rétt að kosið verði um forystu flokksins. Með því móti fái núverandi forysta aukið umboð eða nýtt fólk taki við og ráði för í kosningunum næsta vor. „Það lýsir ekki vantrausti þó rætt sé um að flýta þinginu. Það getur þvert á móti orðið til þess að styrkja stöðu forystunnar. Hins vegar ætti það ekki að koma neinum á óvart að flokksmenn flokks sem mælist með um fimm prósent ræði þetta,“ segir einn Viðreisnarmaður sem Fréttablaðið ræddi við. Að óbreyttu fer landsþing flokksins fram í upphafi næsta árs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Hópur innan Viðreisnar hefur kallað eftir því að aukalandsþing verði haldið til að hægt sé að kjósa um forystu flokksins og leggja línurnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Ágreiningur er innan flokksins um hvort það sé ákjósanlegt eður ei. Viðreisn er ungur flokkur en stofnfundur hans var haldinn fyrir rétt rúmum þrettán mánuðum. Fyrsta landsþing hans fór fram í lok septembermánaðar í fyrra. Í lögum flokksins segir að landsþing skuli haldin á tveggja ára fresti en þó sé stjórn flokksins heimilt að boða til auka landsþings þegar þurfa þyki. Á auka landsþingi er heimilt að kjósa um embætti formanns og varaformanns. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann hyggi á framboð í sveitarstjórnarkosningunum en heimildarmenn Fréttablaðsins, úr röðum Viðreisnar, telja að fólk veigri sér við að bjóða fram fyrir flokkinn við núverandi ástand. Stefna flokksins í málum sveitarfélaga liggi ekki fyrir og ekki liggi í augum uppi hvernig flokkurinn ætli að marka sér sérstöðu. Sömu heimildarmenn segja að nokkurrar beiskju gæti einnig vegna illa ígrundaðra yfirlýsinga formannsins í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Af þeim flokksmönnum, sem vilja flýta landsþingi og Fréttablaðið ræddi við, eru nokkrir sem telja rétt að kosið verði um forystu flokksins. Með því móti fái núverandi forysta aukið umboð eða nýtt fólk taki við og ráði för í kosningunum næsta vor. „Það lýsir ekki vantrausti þó rætt sé um að flýta þinginu. Það getur þvert á móti orðið til þess að styrkja stöðu forystunnar. Hins vegar ætti það ekki að koma neinum á óvart að flokksmenn flokks sem mælist með um fimm prósent ræði þetta,“ segir einn Viðreisnarmaður sem Fréttablaðið ræddi við. Að óbreyttu fer landsþing flokksins fram í upphafi næsta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira