Stundum heppin, stundum ekki Jónas Sen skrifar 29. júní 2017 07:45 "Spuni Davíðs Þórs Jónssonar kom ágætlega út,“ segir í lokaorðum dómsins. Mynd/Jóhanna Ólafsdóttir Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Cage, Sjostakóvitsj og Davíð Þór Jónsson. Flytjendur: Slagverkshópurinn Benda, Davíð Þór Jónsson, Vilde Frang, Nicolas Alstaedt, Víkingur Heiðar Ólafsson og fleiri. Norðurljós í Hörpu Eitt af frægustu verkum John Cage er svona: Píanóleikari gengur inn á svið. Hann hneigir sig fyrir áheyrendum. Síðan sest hann við píanóið. Þar situr hann í rúmar fjórar mínútur án þess að gera nokkuð, en áheyrendur flissa vandræðalega. Að lokum stendur hann upp, hneigir sig og gengur út. Fyrsta atriðið á dagskránni á tónleikum Reykjavík Midsummer Music á föstudagskvöldið var ekki alveg eins róttækt, en næstum því. Þar kom fram hópur hljóðfæraleikara sem spilaði á útvörp. Þau voru stillt á ólíka tíðni og voru ekki í gangi öll í einu. Það var kveikt og slökkt á þeim eftir bendingum stjórnandans. Eins og gefur að skilja er ógjörningur að vita fyrirfram hvernig slíkt tónverk hljómar; það fer eftir því hvað er í útvarpinu hverju sinni. Hér heyrðist stundum tal, tónlist eða bara örbylgjuniður og var því blandað saman á ýmsan hátt. Þetta kom ekki illa út; verkið var hæfilega langt, engu útvarpinu var gert of hátt undir höfði, hlutföllin voru ávallt í góðu jafnvægi. Engu að síður skildi gjörningurinn ekki mikið eftir sig. Gallinn við svona tónsmíðar er að þær virka eins og gamall brandari. Og eins og allir vita, þá er brandari aðeins fyndinn einu sinni. Cage, sem var uppi á öldinni sem leið, var byltingarmaður og sneri baki við tísku síns tíma með því að semja nýstárleg verk. Ein aðferð sem hann notaði byggðist á kínverskri dulspeki. Þar kastaði hann peningum nokkrum sinnum í röð og vísaði mismunandi útkoma til ákveðins nótnagildis og tónhæðar. Cage lét þannig kylfu ráða kasti; tilviljunin stjórnaði hvort tónlistin kæmi vel út eða ekki. Hér var heppnin með okkur – en bara rétt svo. Annað verk eftir Cage var á dagskránni, Credo in US. Þar kom fram slagverkshópurinn Benda (Eggert Pálsson, Pétur Grétarsson og Steef van Oosterhout) auk Snorra S. Birgissonar píanóleikara. Einnig hljómaði sinfónísk upptaka. Upptakan hæfði sífelldum barsmíðum og þráhyggjukenndum píanóleiknum illa; það voru sífelldir árekstrar og útkoman var fremur einhæf. Spuni Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara var áhugaverðari. Fyrir utan píanóið spilaði Davíð á ýmis hjálpartæki. Útkoman var alltaf lágstemmd, hún minnti örlítið á Debussy, sérstaklega svítu sem ber nafnið Images. Hugsanlega hefði mátt vera meira ris í spunanum, tónlistin var svo dulúðug og íbyggin í upphafi að maður bjóst við miklum átökum, sem aldrei komu. En í spuna fyrirgefst það sem ekki væri liðið í formlega skrifuðu verki. Það sem Davíð bauð upp á var vissulega áferðarfallegt og heillandi í sjálfu sér. Eftir hlé kom fram lítill kammerhópur sem samanstóð af fiðlu-, selló- og píanóleikara ásamt þremur slagverksleikurum. Fluttu þeir útsetningu Viktors Derevienko á fimmtándu sinfóníu Sjostakóvitsj. Sinfónían er samin með sinfóníuhljómsveit í huga, svo útsetning fyrir smáan kammerhóp er ansi drastísk samþjöppun. Sumt virkaði þó furðu vel, eins og hinn líflegi fyrsti kafli, en þar var snerpa og fjör áberandi. Langir innhverfir hlutar sem á eftir komu voru mun síðri. Leikur sinfóníuhljómsveitar getur skapað ískyggilega undiröldu þótt hann sé hægur og hófstilltur, en hér var engu slíku fyrir að fara. Stemingin einfaldlega datt niður og við tók flatneskja sem var grá, tilbreytingarlaus og langdregin. Niðurstaða: Verk með nokkrum útvörpum eftir John Cage og spuni Davíðs Þórs Jónssonar kom ágætlega út, en annað ekki. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Cage, Sjostakóvitsj og Davíð Þór Jónsson. Flytjendur: Slagverkshópurinn Benda, Davíð Þór Jónsson, Vilde Frang, Nicolas Alstaedt, Víkingur Heiðar Ólafsson og fleiri. Norðurljós í Hörpu Eitt af frægustu verkum John Cage er svona: Píanóleikari gengur inn á svið. Hann hneigir sig fyrir áheyrendum. Síðan sest hann við píanóið. Þar situr hann í rúmar fjórar mínútur án þess að gera nokkuð, en áheyrendur flissa vandræðalega. Að lokum stendur hann upp, hneigir sig og gengur út. Fyrsta atriðið á dagskránni á tónleikum Reykjavík Midsummer Music á föstudagskvöldið var ekki alveg eins róttækt, en næstum því. Þar kom fram hópur hljóðfæraleikara sem spilaði á útvörp. Þau voru stillt á ólíka tíðni og voru ekki í gangi öll í einu. Það var kveikt og slökkt á þeim eftir bendingum stjórnandans. Eins og gefur að skilja er ógjörningur að vita fyrirfram hvernig slíkt tónverk hljómar; það fer eftir því hvað er í útvarpinu hverju sinni. Hér heyrðist stundum tal, tónlist eða bara örbylgjuniður og var því blandað saman á ýmsan hátt. Þetta kom ekki illa út; verkið var hæfilega langt, engu útvarpinu var gert of hátt undir höfði, hlutföllin voru ávallt í góðu jafnvægi. Engu að síður skildi gjörningurinn ekki mikið eftir sig. Gallinn við svona tónsmíðar er að þær virka eins og gamall brandari. Og eins og allir vita, þá er brandari aðeins fyndinn einu sinni. Cage, sem var uppi á öldinni sem leið, var byltingarmaður og sneri baki við tísku síns tíma með því að semja nýstárleg verk. Ein aðferð sem hann notaði byggðist á kínverskri dulspeki. Þar kastaði hann peningum nokkrum sinnum í röð og vísaði mismunandi útkoma til ákveðins nótnagildis og tónhæðar. Cage lét þannig kylfu ráða kasti; tilviljunin stjórnaði hvort tónlistin kæmi vel út eða ekki. Hér var heppnin með okkur – en bara rétt svo. Annað verk eftir Cage var á dagskránni, Credo in US. Þar kom fram slagverkshópurinn Benda (Eggert Pálsson, Pétur Grétarsson og Steef van Oosterhout) auk Snorra S. Birgissonar píanóleikara. Einnig hljómaði sinfónísk upptaka. Upptakan hæfði sífelldum barsmíðum og þráhyggjukenndum píanóleiknum illa; það voru sífelldir árekstrar og útkoman var fremur einhæf. Spuni Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara var áhugaverðari. Fyrir utan píanóið spilaði Davíð á ýmis hjálpartæki. Útkoman var alltaf lágstemmd, hún minnti örlítið á Debussy, sérstaklega svítu sem ber nafnið Images. Hugsanlega hefði mátt vera meira ris í spunanum, tónlistin var svo dulúðug og íbyggin í upphafi að maður bjóst við miklum átökum, sem aldrei komu. En í spuna fyrirgefst það sem ekki væri liðið í formlega skrifuðu verki. Það sem Davíð bauð upp á var vissulega áferðarfallegt og heillandi í sjálfu sér. Eftir hlé kom fram lítill kammerhópur sem samanstóð af fiðlu-, selló- og píanóleikara ásamt þremur slagverksleikurum. Fluttu þeir útsetningu Viktors Derevienko á fimmtándu sinfóníu Sjostakóvitsj. Sinfónían er samin með sinfóníuhljómsveit í huga, svo útsetning fyrir smáan kammerhóp er ansi drastísk samþjöppun. Sumt virkaði þó furðu vel, eins og hinn líflegi fyrsti kafli, en þar var snerpa og fjör áberandi. Langir innhverfir hlutar sem á eftir komu voru mun síðri. Leikur sinfóníuhljómsveitar getur skapað ískyggilega undiröldu þótt hann sé hægur og hófstilltur, en hér var engu slíku fyrir að fara. Stemingin einfaldlega datt niður og við tók flatneskja sem var grá, tilbreytingarlaus og langdregin. Niðurstaða: Verk með nokkrum útvörpum eftir John Cage og spuni Davíðs Þórs Jónssonar kom ágætlega út, en annað ekki.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira