Sóli snöggreiddist í beinni og Steindi þarf að hlaupa hálfmaraþon Stefán Árni Pálsson skrifar 28. júní 2017 13:30 Sóli og Salka Sól ræddu við Steinda Jr. á Rás 2 áðan. myndvinnsla Garðar „Ég er maður orða minna og ætla ekki að bakka með þetta,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í samtali við Vísi en hann lenti í smá rifrildi við Sólmund Hólm í þættinum Sumarmorgnar á Rás 2 um hádegisbilið í dag. Steindi lofaði upp í ermina að hann myndi hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Steindi vildi meina að tíu kílómetrar væru alltof lítið og í raun bara auðvelt verkefni. „Ég viðurkenni að ég hljóp aðeins framúr mér, en ætla bara taka þetta á kassann og hlaupa. Eftir á að hyggja var þetta smá skita og fólk hafði strax samband við mig eftir þáttinn og spurði hvað væri eiginlega að mér. Ég hef kannski hlaupið einn kílómeter á ævinni og skipuleggjendur hlaupsins þurfa sennilega að hafa sjúkrabíl við hliðin á mér allt hlaupið.“ Steindi segir að Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, hafi strax haft samband við hann eftir viðtalið og ætlar því grínistinn að hlaupa fyrir félagið. „Ég skora alla á að styrkja Neistann og skora á mig.“Umræðan hefst eftir 2:13:45 og má hlusta á rifrildið hér en Steindi ræddi þar við Sólmund og Sölku Sól. „Nei ég er ekkert að fara hlaupa, hvað ætlar þú að hlaupa?,“ sagði Steindi við Sóla sem svaraði um hæl: „Ég fer tíu kílómetra.“Steindi: „Tíu kílómetrar? Er það ekki bara eins og hlaupa Bankastrætið?“Sóli: „Ert þú að segja að þú getir það? Gætir þú hlaupið tíu kílómetra?“Steindi: „Æji Sóli ég gæti hlaupið tíu kílómetra núna sko. Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur en ætlar þú ekki að hlaupa meira?“Sóli: „Það er alveg hægt að hlaupa meira, það er hægt að hlaupa hálfmaraþon, gerðu það bara. Það er svo mikill kjaftur á honum.“Steindi: „Ég held ég gæti alveg hlaupið hálfmaraþon.“Sóli: „Ertu eitthvað bilaður?“ Samtalið endaði svo með því að Steindi Jr. er að fara hlaupa hálfmaraþon.Steindi er nú þegar kominn með styrktarreikning inni á vefsíðu Reykjarvíkurmaraþonsins sem sjá má hér. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
„Ég er maður orða minna og ætla ekki að bakka með þetta,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í samtali við Vísi en hann lenti í smá rifrildi við Sólmund Hólm í þættinum Sumarmorgnar á Rás 2 um hádegisbilið í dag. Steindi lofaði upp í ermina að hann myndi hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Steindi vildi meina að tíu kílómetrar væru alltof lítið og í raun bara auðvelt verkefni. „Ég viðurkenni að ég hljóp aðeins framúr mér, en ætla bara taka þetta á kassann og hlaupa. Eftir á að hyggja var þetta smá skita og fólk hafði strax samband við mig eftir þáttinn og spurði hvað væri eiginlega að mér. Ég hef kannski hlaupið einn kílómeter á ævinni og skipuleggjendur hlaupsins þurfa sennilega að hafa sjúkrabíl við hliðin á mér allt hlaupið.“ Steindi segir að Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, hafi strax haft samband við hann eftir viðtalið og ætlar því grínistinn að hlaupa fyrir félagið. „Ég skora alla á að styrkja Neistann og skora á mig.“Umræðan hefst eftir 2:13:45 og má hlusta á rifrildið hér en Steindi ræddi þar við Sólmund og Sölku Sól. „Nei ég er ekkert að fara hlaupa, hvað ætlar þú að hlaupa?,“ sagði Steindi við Sóla sem svaraði um hæl: „Ég fer tíu kílómetra.“Steindi: „Tíu kílómetrar? Er það ekki bara eins og hlaupa Bankastrætið?“Sóli: „Ert þú að segja að þú getir það? Gætir þú hlaupið tíu kílómetra?“Steindi: „Æji Sóli ég gæti hlaupið tíu kílómetra núna sko. Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur en ætlar þú ekki að hlaupa meira?“Sóli: „Það er alveg hægt að hlaupa meira, það er hægt að hlaupa hálfmaraþon, gerðu það bara. Það er svo mikill kjaftur á honum.“Steindi: „Ég held ég gæti alveg hlaupið hálfmaraþon.“Sóli: „Ertu eitthvað bilaður?“ Samtalið endaði svo með því að Steindi Jr. er að fara hlaupa hálfmaraþon.Steindi er nú þegar kominn með styrktarreikning inni á vefsíðu Reykjarvíkurmaraþonsins sem sjá má hér.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira