Sóli snöggreiddist í beinni og Steindi þarf að hlaupa hálfmaraþon Stefán Árni Pálsson skrifar 28. júní 2017 13:30 Sóli og Salka Sól ræddu við Steinda Jr. á Rás 2 áðan. myndvinnsla Garðar „Ég er maður orða minna og ætla ekki að bakka með þetta,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í samtali við Vísi en hann lenti í smá rifrildi við Sólmund Hólm í þættinum Sumarmorgnar á Rás 2 um hádegisbilið í dag. Steindi lofaði upp í ermina að hann myndi hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Steindi vildi meina að tíu kílómetrar væru alltof lítið og í raun bara auðvelt verkefni. „Ég viðurkenni að ég hljóp aðeins framúr mér, en ætla bara taka þetta á kassann og hlaupa. Eftir á að hyggja var þetta smá skita og fólk hafði strax samband við mig eftir þáttinn og spurði hvað væri eiginlega að mér. Ég hef kannski hlaupið einn kílómeter á ævinni og skipuleggjendur hlaupsins þurfa sennilega að hafa sjúkrabíl við hliðin á mér allt hlaupið.“ Steindi segir að Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, hafi strax haft samband við hann eftir viðtalið og ætlar því grínistinn að hlaupa fyrir félagið. „Ég skora alla á að styrkja Neistann og skora á mig.“Umræðan hefst eftir 2:13:45 og má hlusta á rifrildið hér en Steindi ræddi þar við Sólmund og Sölku Sól. „Nei ég er ekkert að fara hlaupa, hvað ætlar þú að hlaupa?,“ sagði Steindi við Sóla sem svaraði um hæl: „Ég fer tíu kílómetra.“Steindi: „Tíu kílómetrar? Er það ekki bara eins og hlaupa Bankastrætið?“Sóli: „Ert þú að segja að þú getir það? Gætir þú hlaupið tíu kílómetra?“Steindi: „Æji Sóli ég gæti hlaupið tíu kílómetra núna sko. Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur en ætlar þú ekki að hlaupa meira?“Sóli: „Það er alveg hægt að hlaupa meira, það er hægt að hlaupa hálfmaraþon, gerðu það bara. Það er svo mikill kjaftur á honum.“Steindi: „Ég held ég gæti alveg hlaupið hálfmaraþon.“Sóli: „Ertu eitthvað bilaður?“ Samtalið endaði svo með því að Steindi Jr. er að fara hlaupa hálfmaraþon.Steindi er nú þegar kominn með styrktarreikning inni á vefsíðu Reykjarvíkurmaraþonsins sem sjá má hér. Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
„Ég er maður orða minna og ætla ekki að bakka með þetta,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í samtali við Vísi en hann lenti í smá rifrildi við Sólmund Hólm í þættinum Sumarmorgnar á Rás 2 um hádegisbilið í dag. Steindi lofaði upp í ermina að hann myndi hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Steindi vildi meina að tíu kílómetrar væru alltof lítið og í raun bara auðvelt verkefni. „Ég viðurkenni að ég hljóp aðeins framúr mér, en ætla bara taka þetta á kassann og hlaupa. Eftir á að hyggja var þetta smá skita og fólk hafði strax samband við mig eftir þáttinn og spurði hvað væri eiginlega að mér. Ég hef kannski hlaupið einn kílómeter á ævinni og skipuleggjendur hlaupsins þurfa sennilega að hafa sjúkrabíl við hliðin á mér allt hlaupið.“ Steindi segir að Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, hafi strax haft samband við hann eftir viðtalið og ætlar því grínistinn að hlaupa fyrir félagið. „Ég skora alla á að styrkja Neistann og skora á mig.“Umræðan hefst eftir 2:13:45 og má hlusta á rifrildið hér en Steindi ræddi þar við Sólmund og Sölku Sól. „Nei ég er ekkert að fara hlaupa, hvað ætlar þú að hlaupa?,“ sagði Steindi við Sóla sem svaraði um hæl: „Ég fer tíu kílómetra.“Steindi: „Tíu kílómetrar? Er það ekki bara eins og hlaupa Bankastrætið?“Sóli: „Ert þú að segja að þú getir það? Gætir þú hlaupið tíu kílómetra?“Steindi: „Æji Sóli ég gæti hlaupið tíu kílómetra núna sko. Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur en ætlar þú ekki að hlaupa meira?“Sóli: „Það er alveg hægt að hlaupa meira, það er hægt að hlaupa hálfmaraþon, gerðu það bara. Það er svo mikill kjaftur á honum.“Steindi: „Ég held ég gæti alveg hlaupið hálfmaraþon.“Sóli: „Ertu eitthvað bilaður?“ Samtalið endaði svo með því að Steindi Jr. er að fara hlaupa hálfmaraþon.Steindi er nú þegar kominn með styrktarreikning inni á vefsíðu Reykjarvíkurmaraþonsins sem sjá má hér.
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira