Erlent

Höfundur bókanna um Paddington er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Michael Bond með styttu af Paddington litla.
Michael Bond með styttu af Paddington litla. Vísir/Getty
Michael Bond, höfundur barnabókanna um bangsann Paddington, er látinn, 91 árs að aldri.

Bond andaðist á heimili sínu eftir skammvinn veikindi, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá útgáfufyrirtækinu Harper Collins.

Bond gaf út fyrstu bókina um Paddington, A Bear Called Paddington, árið 1958.

Í bókunum um Paddington segir frá litlum birni frá Perú sem kemur til London þar sem hann lendir í ýmsum ævintýrum.

Fjölmargar bækur, þættir og myndir hafa verið gefnar út um bangsann ástkæra, þar á meðal vinsæl kvikmynd frá árinu 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×