Erlent

Sænski leikarinn Michael Nyqvist er látinn

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Michael Nyqvist var dáður leikari og hefur fengið fjölda verðlauna fyrir leiksigra sína.
Michael Nyqvist var dáður leikari og hefur fengið fjölda verðlauna fyrir leiksigra sína. Vísir/Getty
Sænski leikarinn og rithöfundurinn, Michael Nyqvist, er látinn 56 ára að aldri. Leikarinn lést í kjölfar erfiðra veikinda. Aftonbladet greinir frá þessu.

Leikarinn er hvað þekktastur fyrir hlutverk blaðamannsins Mikael Blomqvist í Millenium þríleiknum eftir Stieg Larsson. Eftir það hlutverk fór frægðarsól leikarans að rísa vestanhafs og landaði hann hlutverki í Mission Impossible: Ghost Protocol, sem kom út árið 2012.

Nyqvist var mikils metinn innan leiklistarheimsins og hefur hann hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn á sviði sem og á stóra tjaldinu. Síðustu verðlaunin, Guldbaggen, hlaut hann í janúar þessa árs fyrir leik sinn í Den allvarsamma liken. Guldbaggen eru ein af virtustu verðlaunum Svía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×