Fótbolti

Lars fylgist vel með Íslandi: Strákarnir eiga möguleika á HM-sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslendingar fagna sigurmarki Harðar Björgvins Magnússonar gegn Króatíu.
Íslendingar fagna sigurmarki Harðar Björgvins Magnússonar gegn Króatíu. Vísir/Ernir
Ísland stendur vel að vígi í undankeppni HM 2018 eftir dramatískan 1-0 sigur á Króatíu á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum.

Ísland og Króatía eru jöfn að stigum á toppi riðilsins þegar fjórar umferðir eru eftir en skammt undan koma lið Úkraínu og Tyrklands.

„Þetta var framúrskarandi liðsframmistaða,“ sagði Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi þjáflari norska liðsins, í viðtali við The Set Pieces.

„Þeir [Íslendingar] stjórnuðu leiknum. Króatía náði lítið að skapa sér og það bara sýnir hversu gott lið Ísland er með um þessar mundir. Ísland á án nokkurs vafa möguleika á að komast á HM.“

Norska liðið hefur ekki náð að standa undir væntingum og tapaði fyrir Norður-Írlandi í fyrsta leik hans, 2-0. Liðið náði þó 1-1 jafntefli gegn Tékklandi fyrr í mánuðinum.

„Við erum úr leik í baráttunni um sæti á HM en við þurfum að bæta okkur og ná okkur á strik þegar Þjóðardeildin hefst [UEFA Nations League].“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×