Lífið

Dramatísk stikla fyrir bardaga Mayweather og McGregor

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bardaginn fer fram 26. ágúst.
Bardaginn fer fram 26. ágúst.
Boxbardagi þeirra Floyds Mayweather og Conors McGregor hefur verið settur á laugardaginn 26. ágúst og fer fram hann fram í T-Mobile Arena í Las Vegas.

Conor og Mayweather fá væna summu fyrir bardagann en talið er að hvor um sig fái 100 milljónir dollara í sinn hlut.

Mayweather lagði hanskana á hilluna fyrir tveimur árum eftir glæsilegan feril. Hann vann alla 49 bardaga sína á ferlinum.

Conor er í fremstu röð í blönduðum bardagalistum en hann hefur aldrei boxað, hvorki sem áhugamaður né atvinnumaður.

Á You-Tube síðunni Mike Fight Promo má sá rándýra auglýsingastiklu fyrir bardagann og er þar búið að klippa saman gamalt efni með þeim báðum.

Hér að neðan má sjá umrædda auglýsingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.