Æsingurinn í Stóra-Seðlamálinu grundvallast á misskilningi Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2017 13:33 Ekki er að það svo að allir vilji afskrifa hugmyndina um afnám stærri peningaseðla, nema síður sé. Jóni og Gylfa líst vel á hugmyndina. Jón Steinsson hagfræðingur bendir á að með tillögum um að takmarka reiðufé í umferð hafi verið nefnt að almenningur þurfi á móti að hafa aðgang að rafeyri eða ígildi debetkorts með lágmarkskostnaði. Mikil vandlæting braust út á samfélagsmiðlum vegna hugmynda sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti sem snérust um að takmarka reiðufé í umferð með því að leggja af 10 þúsund króna peningaseðilinn. Tillögurnar féllu ekki í kramið meðal landsmanna, vægast sagt, og féll Benedikt frá þeim áformum deginum síðar, stórskaðaður út frá pólitísku sjónarhorni.Ekki verið að færa greiðslukortafyrirtækjum neitt Gagnrýnin sneri einkum og sér í lagi að tvennu. Fyrra atriðið var það að margir töldu einsýnt að með þessu væri nánast verið að skuldbinda almenning til að skipta við kreditkortafyrirtæki og var þá Borgun, sem bæði Benedikt fjármálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tengjast ættarböndum. Með þessum aðgerðum væri hið opinbera að færa þeim aukin viðskipti á silfurfati. Hinn hluti gagnrýninnar sneri að persónuverndarákvæðum, að í gegnum kortafærslur geti „Stóri bróðir“ fylgst með hverju fótmáli borgara. Fyrra atriðið, sem var ólíkt fyrirferðarmeira í umræðunni sem geisaði fyrir helgi, stenst ekki að mati Jóns Steinssonar hagfræðings, en hann er aðstoðarprófessor við Columbia University í New York. Jón er einn af fáum sem þorði að sigla gegn þeim stormi sem geisaði í samfélaginu, en honum líst vel á tillögurnar sem Benedikt mælti fyrir.Debetkort með lágmarkskostnaði fylgir með í kaupunum „„Huga þarf að hvort almenningur þurfi að hafa aðgang að rafeyri eða ígildi debetkorts með lágmarkskostnaði“ segir í tillögunum um skattundanskot. Þetta er mikilvægt atriði. Það er talað um að allir landsmenn gætu fengið reikning og debetkort frá Seðlabankanum þeim að kostnaðarlausu og með engum (eða nánast engum) færslugjöldum. Þetta er klárlega eitthvað sem þarf að gera í þessu sambandi,“ segir Jón á Facebook-síðu sinni. Hann vill hrósa fjármálaráðherra og telur það hið besta mál að taka 10 og 5 þúsund króna seðlana úr umferð, fyrir margra hluta sakir. Ekki bara vegna skattsvika. „Ég bendi þeim sem hafa áhuga á að lesa sig til um þetta á bókina Curse of Cash eftir Ken Rogoff,“ segir Jón en Rogoff var einmitt einn leiðbeinanda Jóns í doktorsnámi hans.Fleiri hagfræðingar áfram um hugmyndina Annar sem er áfram um þær hugmyndir að taka stærstu seðlana úr umferð er Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags-og viðskiptaráðherra, er einnig hrifinn af tillögunni. Hann segir hana vissulega djarfa og sennilega of snemma fram komin. Sennilega sé betra að vinna hörðum höndum að því að koma greiðslumiðlun inn í 21. öldina áður en svona skref séu tekin. En, greiðslumiðlun „getur verið miklu öruggari og ódýrari en núna - það er engin ástæða til að milliliðir séu að taka þóknanir sem mælast allt að nokkur prósent. Miklu betri lausnir en 20. aldar tæknin - greiðslukortin - eru orðnar vel þekktar og fín skilyrði hérlendis til að taka þær í notkun. Reiðufé er auðvitað algjörlega úrelt fyrirbrigði en það mun lifa eitthvað áfram - þótt það þjóni fyrst og fremst svarta hagkerfinu (og fermingarbörnum),“ skrifar Gylfi á sína Facebooksíðu. Svo virðist sem hin mikla vandlæting sem braust út fyrir helgi, vegna Stóra seðlamálsins, sé að verulegu leyti á misskilningi byggð. Tengdar fréttir PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Jón Steinsson hagfræðingur bendir á að með tillögum um að takmarka reiðufé í umferð hafi verið nefnt að almenningur þurfi á móti að hafa aðgang að rafeyri eða ígildi debetkorts með lágmarkskostnaði. Mikil vandlæting braust út á samfélagsmiðlum vegna hugmynda sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti sem snérust um að takmarka reiðufé í umferð með því að leggja af 10 þúsund króna peningaseðilinn. Tillögurnar féllu ekki í kramið meðal landsmanna, vægast sagt, og féll Benedikt frá þeim áformum deginum síðar, stórskaðaður út frá pólitísku sjónarhorni.Ekki verið að færa greiðslukortafyrirtækjum neitt Gagnrýnin sneri einkum og sér í lagi að tvennu. Fyrra atriðið var það að margir töldu einsýnt að með þessu væri nánast verið að skuldbinda almenning til að skipta við kreditkortafyrirtæki og var þá Borgun, sem bæði Benedikt fjármálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tengjast ættarböndum. Með þessum aðgerðum væri hið opinbera að færa þeim aukin viðskipti á silfurfati. Hinn hluti gagnrýninnar sneri að persónuverndarákvæðum, að í gegnum kortafærslur geti „Stóri bróðir“ fylgst með hverju fótmáli borgara. Fyrra atriðið, sem var ólíkt fyrirferðarmeira í umræðunni sem geisaði fyrir helgi, stenst ekki að mati Jóns Steinssonar hagfræðings, en hann er aðstoðarprófessor við Columbia University í New York. Jón er einn af fáum sem þorði að sigla gegn þeim stormi sem geisaði í samfélaginu, en honum líst vel á tillögurnar sem Benedikt mælti fyrir.Debetkort með lágmarkskostnaði fylgir með í kaupunum „„Huga þarf að hvort almenningur þurfi að hafa aðgang að rafeyri eða ígildi debetkorts með lágmarkskostnaði“ segir í tillögunum um skattundanskot. Þetta er mikilvægt atriði. Það er talað um að allir landsmenn gætu fengið reikning og debetkort frá Seðlabankanum þeim að kostnaðarlausu og með engum (eða nánast engum) færslugjöldum. Þetta er klárlega eitthvað sem þarf að gera í þessu sambandi,“ segir Jón á Facebook-síðu sinni. Hann vill hrósa fjármálaráðherra og telur það hið besta mál að taka 10 og 5 þúsund króna seðlana úr umferð, fyrir margra hluta sakir. Ekki bara vegna skattsvika. „Ég bendi þeim sem hafa áhuga á að lesa sig til um þetta á bókina Curse of Cash eftir Ken Rogoff,“ segir Jón en Rogoff var einmitt einn leiðbeinanda Jóns í doktorsnámi hans.Fleiri hagfræðingar áfram um hugmyndina Annar sem er áfram um þær hugmyndir að taka stærstu seðlana úr umferð er Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags-og viðskiptaráðherra, er einnig hrifinn af tillögunni. Hann segir hana vissulega djarfa og sennilega of snemma fram komin. Sennilega sé betra að vinna hörðum höndum að því að koma greiðslumiðlun inn í 21. öldina áður en svona skref séu tekin. En, greiðslumiðlun „getur verið miklu öruggari og ódýrari en núna - það er engin ástæða til að milliliðir séu að taka þóknanir sem mælast allt að nokkur prósent. Miklu betri lausnir en 20. aldar tæknin - greiðslukortin - eru orðnar vel þekktar og fín skilyrði hérlendis til að taka þær í notkun. Reiðufé er auðvitað algjörlega úrelt fyrirbrigði en það mun lifa eitthvað áfram - þótt það þjóni fyrst og fremst svarta hagkerfinu (og fermingarbörnum),“ skrifar Gylfi á sína Facebooksíðu. Svo virðist sem hin mikla vandlæting sem braust út fyrir helgi, vegna Stóra seðlamálsins, sé að verulegu leyti á misskilningi byggð.
Tengdar fréttir PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45
Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02