Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 20:04 Rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir skipulag og umferðaröryggi ábótavant við Jökulsárlón og nauðsynlegt sé að gera úrbætur. Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði á konu á svæðinu fyrir tveimur árum hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Skipstjórinn á hjólabátnum var 22 ára þegar slysið varð, hann var ekki með tilskilin réttindi og á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur fyrir manndráp af gáleysi. Slysið gerðist fyrir tveimur árum á malarplani við Jökulsárlón. Kanadísk fjölskylda horfði á þyrlu lenda á svæðinu og sneru baki í hjólabátinn sem var að bakka eftir að hafa náð í farþega. Öll fjölskyldan féll við slysið en konan varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Í rannsóknarskýrslu samgönguslysa kemur fram að bakkbúnaður á bátnum hafi verið bilaður, skipstjórinn hafi átt litla möguleika á að sjá fólkið og að það hafi ekki heyrt í bátnum vegna hávaða í þyrlunni.Sjá einnig: Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Um hálf milljón manna kemur á Jökulsárlón á ári hverju. Á malarsvæðinu við Jökulsárlón blandast því saman mikill fjöldi gangandi vegfarenda, en um hálf milljón manna kemur á svæðið á ári hverju, bíla- og rútuumferð, bátaumferð og eins og þennan dag fyrir tveimur árum, þyrluumferð. Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að bæta þurfi skipulag á svæðinu, merkingar og afmarka það betur. „Að mati RSS þar fað fara í öryggisframkvæmdir til að bæta öryggi á staðnum,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVA„Það þarf fyrir það fyrsta að aðgreina vegfarendahópa. Gera gott bílastæði og góðar gönguleiðir og aðgreina aðrar starfsemi svo sem þessa hjólabáta. Svo ekki sé skörun. notið staðarins án þess að hætta skapist.“ „Þetta er ekki til eftirbreytni“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að þetta sé mál sé þörf áminning um að nauðsynlegt sé að skoða bílastæðamál á fjölda ferðamannastaða. „Auðvitað er ábyrgðin alltaf rekstraraðila á hverjum ferðamannastað en blönduð umferð, eins og þarna er, þetta er ekki gott,“ segir Þórólfur. Hann segir að Samgöngustofa muni hvetja rekstraraðila til að gera úrbætur, þar sem það þarf. Hann telur að víða þurfi jafnvel að endurskoða deiliskipulög. „Þetta er ekki til eftirbreytni.“ Þórólfur bætir við að eftirlit Samgöngustofu verði hert. Hann segir að leyfishafinn, í svona málum, sé alltaf ábyrgur. Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir skipulag og umferðaröryggi ábótavant við Jökulsárlón og nauðsynlegt sé að gera úrbætur. Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði á konu á svæðinu fyrir tveimur árum hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Skipstjórinn á hjólabátnum var 22 ára þegar slysið varð, hann var ekki með tilskilin réttindi og á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur fyrir manndráp af gáleysi. Slysið gerðist fyrir tveimur árum á malarplani við Jökulsárlón. Kanadísk fjölskylda horfði á þyrlu lenda á svæðinu og sneru baki í hjólabátinn sem var að bakka eftir að hafa náð í farþega. Öll fjölskyldan féll við slysið en konan varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Í rannsóknarskýrslu samgönguslysa kemur fram að bakkbúnaður á bátnum hafi verið bilaður, skipstjórinn hafi átt litla möguleika á að sjá fólkið og að það hafi ekki heyrt í bátnum vegna hávaða í þyrlunni.Sjá einnig: Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Um hálf milljón manna kemur á Jökulsárlón á ári hverju. Á malarsvæðinu við Jökulsárlón blandast því saman mikill fjöldi gangandi vegfarenda, en um hálf milljón manna kemur á svæðið á ári hverju, bíla- og rútuumferð, bátaumferð og eins og þennan dag fyrir tveimur árum, þyrluumferð. Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að bæta þurfi skipulag á svæðinu, merkingar og afmarka það betur. „Að mati RSS þar fað fara í öryggisframkvæmdir til að bæta öryggi á staðnum,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVA„Það þarf fyrir það fyrsta að aðgreina vegfarendahópa. Gera gott bílastæði og góðar gönguleiðir og aðgreina aðrar starfsemi svo sem þessa hjólabáta. Svo ekki sé skörun. notið staðarins án þess að hætta skapist.“ „Þetta er ekki til eftirbreytni“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að þetta sé mál sé þörf áminning um að nauðsynlegt sé að skoða bílastæðamál á fjölda ferðamannastaða. „Auðvitað er ábyrgðin alltaf rekstraraðila á hverjum ferðamannastað en blönduð umferð, eins og þarna er, þetta er ekki gott,“ segir Þórólfur. Hann segir að Samgöngustofa muni hvetja rekstraraðila til að gera úrbætur, þar sem það þarf. Hann telur að víða þurfi jafnvel að endurskoða deiliskipulög. „Þetta er ekki til eftirbreytni.“ Þórólfur bætir við að eftirlit Samgöngustofu verði hert. Hann segir að leyfishafinn, í svona málum, sé alltaf ábyrgur.
Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01
Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00