Sport

Conor tilnefndur sem bardagamaður ársins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor með beltin sín.
Conor með beltin sín. vísir/getty
Conor McGregor og og fluguvigtarmeistari UFC, Demetrious Johnson, eru báðir tilnefndir sem bardagamaður ársins á hinni virtu ESPY-verðlaunahátíð sem ESPN stendur fyrir.

Aðrir sem eru tilnefndir í þessum flokki eru hnefaleikakapparnir Andre Ward, Gennady Golovkin og Terence Crawford.

Conor er einnig tilnefndur í flokknum Besti alþjóðlegi íþróttamaðurinn. Aðrir tilnefndir þar eru Cristiano Ronaldo, Usain Bolt, Canelo Alvarez og Katinka Hosszu.

Conor var valinn bardagamaður ársins á þessari hátíð á síðasta ári. Þá varð hann tvöfaldur meistari hjá UFC.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×