Facebook eflir eftirlit með skilaboðum öfgamanna í kjölfar árásanna í Bretlandi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 23. júní 2017 08:28 Facebook lætur sitt ekki eftir liggja í baráttunni gegn hryðjuverkum. Vísir/Getty Facebook hefur sett á laggirnar sérstakt verkefni sem er ætlað að þjálfa og fjármagna samtök til að berjast gegn skilaboðum öfgahópa á netinu. Verkefnið kemur í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bretlandi en titill verkefnisins er Hugrekki almennings á netinu. Reuters greinir frá. Stefnt er að því að þjálfa samtök til að aðstoða við að hafa auga með og bregðast við skilaboðum öfgamanna. Jafnframt verður stofnað þjónustuborð sem gerir fólki kleift að komast beint í samband við starfsfólk Facebook. Facebook hefur meðal annars ráðið til sín sérfræðinga í öryggi og með mikla reynslu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Undanfarið hafa internetfyrirtæki reynt að hafa hemil á hatursorðræðu og ofbeldisfullu efni innan þeirra miðla. Bresk yfirvöld hafa í kjölfar árásanna gagnrýnt internetfyrirtæki og samfélagsmiðla og sagt þá spila stórt hlutverk í þessu ástandi. Þar hafi áróður öfgamanna fengið sitt rými til að blómstra. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur meðal annars hvatt stjórnendur Evrópusambandsins til að beita þrýstingi til að fá breytingar í gegn. Facebook er ekki eina fyrirtækið sem hefur tekið ábendingarnar til sín en Google og Twitter hafa einnig gefið út þá yfirlýsingu að þeir hafi endurskoðað sína ferla og aukið við starfskraft sinn með það fyrir augum að fylgjast vel með málum. Öryggissérfræðingar segja að þetta átak sé strax farið að hafa áhrif en þó sé enn langt í land. Hryðjuverk í London Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Facebook hefur sett á laggirnar sérstakt verkefni sem er ætlað að þjálfa og fjármagna samtök til að berjast gegn skilaboðum öfgahópa á netinu. Verkefnið kemur í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bretlandi en titill verkefnisins er Hugrekki almennings á netinu. Reuters greinir frá. Stefnt er að því að þjálfa samtök til að aðstoða við að hafa auga með og bregðast við skilaboðum öfgamanna. Jafnframt verður stofnað þjónustuborð sem gerir fólki kleift að komast beint í samband við starfsfólk Facebook. Facebook hefur meðal annars ráðið til sín sérfræðinga í öryggi og með mikla reynslu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Undanfarið hafa internetfyrirtæki reynt að hafa hemil á hatursorðræðu og ofbeldisfullu efni innan þeirra miðla. Bresk yfirvöld hafa í kjölfar árásanna gagnrýnt internetfyrirtæki og samfélagsmiðla og sagt þá spila stórt hlutverk í þessu ástandi. Þar hafi áróður öfgamanna fengið sitt rými til að blómstra. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur meðal annars hvatt stjórnendur Evrópusambandsins til að beita þrýstingi til að fá breytingar í gegn. Facebook er ekki eina fyrirtækið sem hefur tekið ábendingarnar til sín en Google og Twitter hafa einnig gefið út þá yfirlýsingu að þeir hafi endurskoðað sína ferla og aukið við starfskraft sinn með það fyrir augum að fylgjast vel með málum. Öryggissérfræðingar segja að þetta átak sé strax farið að hafa áhrif en þó sé enn langt í land.
Hryðjuverk í London Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13