Facebook eflir eftirlit með skilaboðum öfgamanna í kjölfar árásanna í Bretlandi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 23. júní 2017 08:28 Facebook lætur sitt ekki eftir liggja í baráttunni gegn hryðjuverkum. Vísir/Getty Facebook hefur sett á laggirnar sérstakt verkefni sem er ætlað að þjálfa og fjármagna samtök til að berjast gegn skilaboðum öfgahópa á netinu. Verkefnið kemur í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bretlandi en titill verkefnisins er Hugrekki almennings á netinu. Reuters greinir frá. Stefnt er að því að þjálfa samtök til að aðstoða við að hafa auga með og bregðast við skilaboðum öfgamanna. Jafnframt verður stofnað þjónustuborð sem gerir fólki kleift að komast beint í samband við starfsfólk Facebook. Facebook hefur meðal annars ráðið til sín sérfræðinga í öryggi og með mikla reynslu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Undanfarið hafa internetfyrirtæki reynt að hafa hemil á hatursorðræðu og ofbeldisfullu efni innan þeirra miðla. Bresk yfirvöld hafa í kjölfar árásanna gagnrýnt internetfyrirtæki og samfélagsmiðla og sagt þá spila stórt hlutverk í þessu ástandi. Þar hafi áróður öfgamanna fengið sitt rými til að blómstra. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur meðal annars hvatt stjórnendur Evrópusambandsins til að beita þrýstingi til að fá breytingar í gegn. Facebook er ekki eina fyrirtækið sem hefur tekið ábendingarnar til sín en Google og Twitter hafa einnig gefið út þá yfirlýsingu að þeir hafi endurskoðað sína ferla og aukið við starfskraft sinn með það fyrir augum að fylgjast vel með málum. Öryggissérfræðingar segja að þetta átak sé strax farið að hafa áhrif en þó sé enn langt í land. Hryðjuverk í London Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Facebook hefur sett á laggirnar sérstakt verkefni sem er ætlað að þjálfa og fjármagna samtök til að berjast gegn skilaboðum öfgahópa á netinu. Verkefnið kemur í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bretlandi en titill verkefnisins er Hugrekki almennings á netinu. Reuters greinir frá. Stefnt er að því að þjálfa samtök til að aðstoða við að hafa auga með og bregðast við skilaboðum öfgamanna. Jafnframt verður stofnað þjónustuborð sem gerir fólki kleift að komast beint í samband við starfsfólk Facebook. Facebook hefur meðal annars ráðið til sín sérfræðinga í öryggi og með mikla reynslu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Undanfarið hafa internetfyrirtæki reynt að hafa hemil á hatursorðræðu og ofbeldisfullu efni innan þeirra miðla. Bresk yfirvöld hafa í kjölfar árásanna gagnrýnt internetfyrirtæki og samfélagsmiðla og sagt þá spila stórt hlutverk í þessu ástandi. Þar hafi áróður öfgamanna fengið sitt rými til að blómstra. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur meðal annars hvatt stjórnendur Evrópusambandsins til að beita þrýstingi til að fá breytingar í gegn. Facebook er ekki eina fyrirtækið sem hefur tekið ábendingarnar til sín en Google og Twitter hafa einnig gefið út þá yfirlýsingu að þeir hafi endurskoðað sína ferla og aukið við starfskraft sinn með það fyrir augum að fylgjast vel með málum. Öryggissérfræðingar segja að þetta átak sé strax farið að hafa áhrif en þó sé enn langt í land.
Hryðjuverk í London Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13