Íslamska ríkið stendur á tímamótum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2017 07:00 Hin skakka al-Hadba mínaretta al-Nuri moskunnar trónir yfir rústum Mósúl, áður en hún var sprengd. Nordicphotos/AFP Eyðilegging al-Nuri moskunnar í írösku borginni Mósúl er opinber viðurkenning Íslamska ríkisins á því að það hafi tapað orrustunni um borgina. Sú er skoðun Haiders al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sem hann lýsti í gær. Eins og greint hefur verið frá segja Írakar að ISIS hafi sprengt upp moskuna á miðvikudag. ISIS bendir hins vegar á Bandaríkjamenn sem neita sjálfir sök. Moskan, sem var ríflega 800 ára gömul, er merkileg í sögu ISIS þar sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, lýsti formlega yfir stofnun svokallaðs kalífadæmis þar í júlí 2014. Á undanförnum þremur árum hefur hið svokallaða kalífadæmi bæði unnið sigra og tapað. Margir leiðtoga þess hafa fallið í árásum og þá hafa samtökin þurft að færa höfuðstöðvar sínar frá Baqubah í Írak til Rakka í Sýrlandi og þaðan til Mayadin, einnig í Sýrlandi. Allt bendir nú til þess að ISIS sé við það að tapa tveimur stærstu borgunum sem hafa verið á valdi þeirra; Rakka og Mósúl. Í gær greindi Reuters frá því að hersveitir sýrlenskra uppreisnarmanna væru við það að umkringja samtökin í Rakka. Um er að ræða arabíska og kúrdíska vígamenn sem njóta stuðnings bandaríska flughersins. Búist er við því að þeim takist að hrekja ISIS frá borginni en þar hafa samtökin ríkt frá árinu 2014. Orrustan um Mósúl hefur staðið yfir frá því í október síðastliðnum. Hafa Kúrdar og Arabar unnið með hernaðarbandalagi Bandaríkjamanna og tilkynnti ríkisstjórn Íraks að tekist hefði að vinna austurhluta borgarinnar af ISIS í janúar. Verr hefur gengið í vesturhlutanum en á sunnudag tilkynnti íraski herinn um lokakafla orrustunnar. Herinn telur að um 300 skæruliðar séu eftir í borginni, samanborið við 6.000 í október. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir ISIS rannsakar rússneska varnarmálaráðuneytið hvort tekist hafi að fella al-Baghdadi sjálfan í loftárás á Rakka. Óljóst er hvort sú sé raunin en margoft áður hefur dauða al-Baghdadis verið lýst yfir. Fall ISIS er þó ekki gulltryggt með væntanlegum ósigrum samtakanna í Rakka og Mósúl, að því er The Independent greinir frá í umfjöllun sinni. Segir þar að fólki í kalífadæminu muni vissulega snarfækka og áhrif þess minnka en að kalífadæmið sjálft sé ekki nauðsynlegt ISIS. Án kalífadæmisins getur ISIS enn þrifist utan stórborga Mið-Austurlanda, rétt eins og samtökin gerðu árið 2013. Gætu samtökin enn skipulagt hryðjuverkaárásir sem og haft áhrif á fólk á Vesturlöndum og hvatt til hryðjuverka líkt og þeirra sem áttu sér stað í París, Brussel og Manchester. Vísir/AFP Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Eyðilegging al-Nuri moskunnar í írösku borginni Mósúl er opinber viðurkenning Íslamska ríkisins á því að það hafi tapað orrustunni um borgina. Sú er skoðun Haiders al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sem hann lýsti í gær. Eins og greint hefur verið frá segja Írakar að ISIS hafi sprengt upp moskuna á miðvikudag. ISIS bendir hins vegar á Bandaríkjamenn sem neita sjálfir sök. Moskan, sem var ríflega 800 ára gömul, er merkileg í sögu ISIS þar sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, lýsti formlega yfir stofnun svokallaðs kalífadæmis þar í júlí 2014. Á undanförnum þremur árum hefur hið svokallaða kalífadæmi bæði unnið sigra og tapað. Margir leiðtoga þess hafa fallið í árásum og þá hafa samtökin þurft að færa höfuðstöðvar sínar frá Baqubah í Írak til Rakka í Sýrlandi og þaðan til Mayadin, einnig í Sýrlandi. Allt bendir nú til þess að ISIS sé við það að tapa tveimur stærstu borgunum sem hafa verið á valdi þeirra; Rakka og Mósúl. Í gær greindi Reuters frá því að hersveitir sýrlenskra uppreisnarmanna væru við það að umkringja samtökin í Rakka. Um er að ræða arabíska og kúrdíska vígamenn sem njóta stuðnings bandaríska flughersins. Búist er við því að þeim takist að hrekja ISIS frá borginni en þar hafa samtökin ríkt frá árinu 2014. Orrustan um Mósúl hefur staðið yfir frá því í október síðastliðnum. Hafa Kúrdar og Arabar unnið með hernaðarbandalagi Bandaríkjamanna og tilkynnti ríkisstjórn Íraks að tekist hefði að vinna austurhluta borgarinnar af ISIS í janúar. Verr hefur gengið í vesturhlutanum en á sunnudag tilkynnti íraski herinn um lokakafla orrustunnar. Herinn telur að um 300 skæruliðar séu eftir í borginni, samanborið við 6.000 í október. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir ISIS rannsakar rússneska varnarmálaráðuneytið hvort tekist hafi að fella al-Baghdadi sjálfan í loftárás á Rakka. Óljóst er hvort sú sé raunin en margoft áður hefur dauða al-Baghdadis verið lýst yfir. Fall ISIS er þó ekki gulltryggt með væntanlegum ósigrum samtakanna í Rakka og Mósúl, að því er The Independent greinir frá í umfjöllun sinni. Segir þar að fólki í kalífadæminu muni vissulega snarfækka og áhrif þess minnka en að kalífadæmið sjálft sé ekki nauðsynlegt ISIS. Án kalífadæmisins getur ISIS enn þrifist utan stórborga Mið-Austurlanda, rétt eins og samtökin gerðu árið 2013. Gætu samtökin enn skipulagt hryðjuverkaárásir sem og haft áhrif á fólk á Vesturlöndum og hvatt til hryðjuverka líkt og þeirra sem áttu sér stað í París, Brussel og Manchester. Vísir/AFP
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira