Ökumaður sem lést í sjálfstýrandi Teslu hunsaði ítrekaðar viðvaranir Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 10:07 Rafbílaframleiðandinn Tesla býður upp sjálfstýribúnað í bílum sínum. Vísir/EPA Tölvukerfi Tesla-rafmagnsbifreiðar sem var á sjálfstýringu varaði ökumanninn sex sinnum við með hljóðtilkynningu að hann ætti að taka við stýrinu áður en hann skall á vöruflutningabíl á miklum hraða í fyrra. Slysið var fyrsta banaslysið þar sem sjálfstýrandi bíll kom við sögu. Rannsóknarnefnd bandarískra yfirvalda hefur komist að því að ökumaðurinn fékk sex hljóðviðvaranir auk þess sem sjö tilkynningar birtust í mælaborði bílsins síðustu mínúturnar fyrir áreksturinn. Slysið átti sér stað nærri Williston í Flórída í maí í fyrra. Sjálfstýringarbúnaður er í Tesla-bifreiðum en fyrirtækið gerir engu að síður þá kröfu að ökumenn séu með hendur á stýri allan tímann sem sjálfstýringin er í gangi.Loka á ökumenn sem hunsa viðvaranir ítrekað Gögn úr bílnum sýndu hins vegar að ökumaðurinn hafði ekki haft hendur á stýri 90% af hinstu ökuferðinni, að því er segir í frétt Washington Post. Jók hann jafnvel hraðann tveimur mínútum fyrir slysið. Þegar hann rakst á flutningabílinn var hann á yfir 110 km/klst. Ökumaðurinn gerði enga tilraun til að bremsa, stýra eða forða árekstrinum.Sjá einnig:Ný uppfærsla Tesla gerir bílinn nánast sjálfkeyrandi Slysið hefur vakið mikla athygli enda sjálfstýrandi og sjálfkeyrandi bílar enn nýir af nálinni. Talið er að niðurstaða rannsóknarinnar á orsökum þess geti haft áhrif á afstöðu almennings til sjálfkeyrandi bifreiða. Eftir slysið uppfærði Tesla hugbúnaðinn. Hunsi ökumenn öryggisviðvaranir sjálfstýribúnaðsins ítrekað slekkur bíllinn á honum. Ekki er þá hægt að nota sjálfstýringuna þar til bíllinn er ræstur aftur. Tækni Tengdar fréttir Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tölvukerfi Tesla-rafmagnsbifreiðar sem var á sjálfstýringu varaði ökumanninn sex sinnum við með hljóðtilkynningu að hann ætti að taka við stýrinu áður en hann skall á vöruflutningabíl á miklum hraða í fyrra. Slysið var fyrsta banaslysið þar sem sjálfstýrandi bíll kom við sögu. Rannsóknarnefnd bandarískra yfirvalda hefur komist að því að ökumaðurinn fékk sex hljóðviðvaranir auk þess sem sjö tilkynningar birtust í mælaborði bílsins síðustu mínúturnar fyrir áreksturinn. Slysið átti sér stað nærri Williston í Flórída í maí í fyrra. Sjálfstýringarbúnaður er í Tesla-bifreiðum en fyrirtækið gerir engu að síður þá kröfu að ökumenn séu með hendur á stýri allan tímann sem sjálfstýringin er í gangi.Loka á ökumenn sem hunsa viðvaranir ítrekað Gögn úr bílnum sýndu hins vegar að ökumaðurinn hafði ekki haft hendur á stýri 90% af hinstu ökuferðinni, að því er segir í frétt Washington Post. Jók hann jafnvel hraðann tveimur mínútum fyrir slysið. Þegar hann rakst á flutningabílinn var hann á yfir 110 km/klst. Ökumaðurinn gerði enga tilraun til að bremsa, stýra eða forða árekstrinum.Sjá einnig:Ný uppfærsla Tesla gerir bílinn nánast sjálfkeyrandi Slysið hefur vakið mikla athygli enda sjálfstýrandi og sjálfkeyrandi bílar enn nýir af nálinni. Talið er að niðurstaða rannsóknarinnar á orsökum þess geti haft áhrif á afstöðu almennings til sjálfkeyrandi bifreiða. Eftir slysið uppfærði Tesla hugbúnaðinn. Hunsi ökumenn öryggisviðvaranir sjálfstýribúnaðsins ítrekað slekkur bíllinn á honum. Ekki er þá hægt að nota sjálfstýringuna þar til bíllinn er ræstur aftur.
Tækni Tengdar fréttir Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20