Kosti smáaura miðað við verðmætin í húfi Benedikt Bóas skrifar 22. júní 2017 07:00 Merkar minjar hafa fundist við Dysnes en rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi. vísir/auðunn „Þetta er upphæð sem þingið hlýtur að geta fundið, smáaur miðað við þau ómetanlegu menningarverðmæti sem eru í hættu ef ekkert er gert,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Nýlega fundust merkilegar minjar við fornleifauppgröft við Dysnes norðan Akureyrar. Talið er að kuml sem þar fannst sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa tuttugu milljarða króna.Andrés Ingi JónssonAndrés segir ergilegt að það sé aldrei farið af stað í fornleifauppgröft nema það standi til að fara í framkvæmdir á viðkomandi stað. „Það er ótrúlega merkilegt að sjá þessar minjar koma upp, því þetta er sennilega einn stærsti kumlafundur síðustu áratuga. Það er í raun ótrúleg heppni að þetta finnist og lá við því stórslysi að minjarnar á Dysnesi færu í sjóinn og sama staða er uppi víða um land.“ Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við Dysnes en aðeins einu sinni hafa fundist tveir bátar á sama stað og aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Andrés segir að til að koma í veg fyrir að ómetanlegar menningarminjar fari forgörðum verði að grípa til bráðaaðgerða til þess að kortleggja fornleifar í landinu. „Mesta tímapressan er á strandsvæðum, þar sem við erum í kapphlaupi við tímann. Ráðuneytið reiknar með að það ætti að vera hægt að skrá strandlengjuna alla fyrir um 330 milljónir, útgjöld sem myndu kannski dreifast yfir fimm ár. Þá fengjum við loksins heildarsýnina sem vantar svo sárlega núna,“ bendir hann á. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er upphæð sem þingið hlýtur að geta fundið, smáaur miðað við þau ómetanlegu menningarverðmæti sem eru í hættu ef ekkert er gert,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Nýlega fundust merkilegar minjar við fornleifauppgröft við Dysnes norðan Akureyrar. Talið er að kuml sem þar fannst sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa tuttugu milljarða króna.Andrés Ingi JónssonAndrés segir ergilegt að það sé aldrei farið af stað í fornleifauppgröft nema það standi til að fara í framkvæmdir á viðkomandi stað. „Það er ótrúlega merkilegt að sjá þessar minjar koma upp, því þetta er sennilega einn stærsti kumlafundur síðustu áratuga. Það er í raun ótrúleg heppni að þetta finnist og lá við því stórslysi að minjarnar á Dysnesi færu í sjóinn og sama staða er uppi víða um land.“ Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við Dysnes en aðeins einu sinni hafa fundist tveir bátar á sama stað og aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Andrés segir að til að koma í veg fyrir að ómetanlegar menningarminjar fari forgörðum verði að grípa til bráðaaðgerða til þess að kortleggja fornleifar í landinu. „Mesta tímapressan er á strandsvæðum, þar sem við erum í kapphlaupi við tímann. Ráðuneytið reiknar með að það ætti að vera hægt að skrá strandlengjuna alla fyrir um 330 milljónir, útgjöld sem myndu kannski dreifast yfir fimm ár. Þá fengjum við loksins heildarsýnina sem vantar svo sárlega núna,“ bendir hann á.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira