Ólíkar niðurstöður í áþekkum málum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum stórum sakamálum á undanförnum árum. Skilgreining hugtaksins virðist þó vera nokkuð á reiki í dómaframkvæmd. vísir/gva Af dómaframkvæmd á Norðurlöndunum má ráða að hugtakið markaðsmisnotkun sé skilgreint með of víðtækum hætti sem endurspeglast meðal annars í því að dómstólar ríkjanna hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum. Til dæmis hafa dómstólar í Danmörku sýknað í málum sem varða kaup á eigin hlutabréfum á sama tíma og Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir svipaða háttsemi. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, sem lauk nýlega doktorsprófi frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði fjármagnsmarkaðsréttar, en doktorsritgerð hans fjallaði um markaðsmisnotkun. Andri Fannar tók nýlega við stöðu sérfræðings við lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hann mun sinna kennslu og rannsóknum á sviði fjármagnsmarkaðsréttar og félagaréttar. Áður hafði hann starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara þar sem hann kom meðal annars að rannsókn og saksókn mála sem vörðuðu markaðsmisnotkun og innherjasvik. Í doktorsritgerðinni skoðaði hann ítarlega alla dóma á efri dómstigum Norðurlandanna, þar sem reynt hefur verið á ákvæði um markaðsmisnotkun, alls um 65 dóma. Frá 2005 hafa ríki innan EES-svæðisins haft sambærilegt markaðsmisnotkunarákvæði í sinni löggjöf, en það var þó ekki fyrr en í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 að það fór að reyna almennilega á ákvæðin. Sem dæmi var eina dómafordæmið í íslenskum rétti fram til ársins 2011 héraðsdómur frá 2003. Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem fjölluðu meðal annars um kaup gömlu bankanna á eigin bréfum fyrir hrun, og má segja að dómaframkvæmdin sé öll að skýrast.Andri Fannar Bergþórsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Við byggjum okkar reglur á Evrópulöggjöf. Hugmyndin var sú að greina nákvæmlega hvað skilji á milli markaðsmisnotkunar og annarrar hegðunar á markaði. Hvað gerir hegðun að markaðsmisnotkun og hvað ekki?“ segir hann. Skilgreiningin á markaðsmisnotkun sé ítarleg, en vísi til alls konar hugtaka sem séu opin og matskennd, svo sem „óeðlilegt verð“, „rangar upplýsingar“ og „sýndarmennska“, svo dæmi séu tekin. Ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að forsenda þess að háttsemi teljist til markaðsmisnotkunar sé að hún veiti markaðinum rangar eða misvísandi upplýsingar. Háttsemin þarf með öðrum orðum að vera blekkjandi. Sé því skilyrði ekki fullnægt telst háttsemin ekki markaðsmisnotkun, jafnvel þó hún sé að einhverju leyti siðferðilega ámælisverð. „Mitt framlag var að skýra hugtakið betur og draga fram þessi tvö skilyrði: að um sé að ræða ranga eða misvísandi upplýsingagjöf til markaðarins og að sú upplýsingagjöf sé líkleg til að hafa áhrif á virði fjármálagernings. Slíkt viðmið ætti að stuðla að því að aðilar á markaði átti sig betur á því hvaða hegðun fellur undir bannið við markaðsmisnotkun,“ segir hann. Andri Fannar segist hafa komist að því í rannsókninni hve mismunandi framkvæmdin hjá dómstólum á Norðurlöndum sé. „Það sýnir hve matskennt þetta er. Á sama tíma og sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun hjá gömlu bönkunum hér á landi var til dæmis sýknað í áþekkum málum í Danmörku sem vörðuðu kaup EBH bankans á eigin bréfum. Eftir að ég skilaði inn doktorsritgerðinni í febrúar féll reyndar dómur í Danmörku þar sem sakfellt var fyrir sams konar háttsemi í svokölluðu Parken-máli.“ Ríkin byggi á svipaðri skilgreiningu á markaðsmisnotkun, en engu að síður sé misjafnt hvernig dómstólarnir líta á hugtakið. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Af dómaframkvæmd á Norðurlöndunum má ráða að hugtakið markaðsmisnotkun sé skilgreint með of víðtækum hætti sem endurspeglast meðal annars í því að dómstólar ríkjanna hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum. Til dæmis hafa dómstólar í Danmörku sýknað í málum sem varða kaup á eigin hlutabréfum á sama tíma og Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir svipaða háttsemi. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, sem lauk nýlega doktorsprófi frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði fjármagnsmarkaðsréttar, en doktorsritgerð hans fjallaði um markaðsmisnotkun. Andri Fannar tók nýlega við stöðu sérfræðings við lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hann mun sinna kennslu og rannsóknum á sviði fjármagnsmarkaðsréttar og félagaréttar. Áður hafði hann starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara þar sem hann kom meðal annars að rannsókn og saksókn mála sem vörðuðu markaðsmisnotkun og innherjasvik. Í doktorsritgerðinni skoðaði hann ítarlega alla dóma á efri dómstigum Norðurlandanna, þar sem reynt hefur verið á ákvæði um markaðsmisnotkun, alls um 65 dóma. Frá 2005 hafa ríki innan EES-svæðisins haft sambærilegt markaðsmisnotkunarákvæði í sinni löggjöf, en það var þó ekki fyrr en í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 að það fór að reyna almennilega á ákvæðin. Sem dæmi var eina dómafordæmið í íslenskum rétti fram til ársins 2011 héraðsdómur frá 2003. Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem fjölluðu meðal annars um kaup gömlu bankanna á eigin bréfum fyrir hrun, og má segja að dómaframkvæmdin sé öll að skýrast.Andri Fannar Bergþórsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Við byggjum okkar reglur á Evrópulöggjöf. Hugmyndin var sú að greina nákvæmlega hvað skilji á milli markaðsmisnotkunar og annarrar hegðunar á markaði. Hvað gerir hegðun að markaðsmisnotkun og hvað ekki?“ segir hann. Skilgreiningin á markaðsmisnotkun sé ítarleg, en vísi til alls konar hugtaka sem séu opin og matskennd, svo sem „óeðlilegt verð“, „rangar upplýsingar“ og „sýndarmennska“, svo dæmi séu tekin. Ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að forsenda þess að háttsemi teljist til markaðsmisnotkunar sé að hún veiti markaðinum rangar eða misvísandi upplýsingar. Háttsemin þarf með öðrum orðum að vera blekkjandi. Sé því skilyrði ekki fullnægt telst háttsemin ekki markaðsmisnotkun, jafnvel þó hún sé að einhverju leyti siðferðilega ámælisverð. „Mitt framlag var að skýra hugtakið betur og draga fram þessi tvö skilyrði: að um sé að ræða ranga eða misvísandi upplýsingagjöf til markaðarins og að sú upplýsingagjöf sé líkleg til að hafa áhrif á virði fjármálagernings. Slíkt viðmið ætti að stuðla að því að aðilar á markaði átti sig betur á því hvaða hegðun fellur undir bannið við markaðsmisnotkun,“ segir hann. Andri Fannar segist hafa komist að því í rannsókninni hve mismunandi framkvæmdin hjá dómstólum á Norðurlöndum sé. „Það sýnir hve matskennt þetta er. Á sama tíma og sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun hjá gömlu bönkunum hér á landi var til dæmis sýknað í áþekkum málum í Danmörku sem vörðuðu kaup EBH bankans á eigin bréfum. Eftir að ég skilaði inn doktorsritgerðinni í febrúar féll reyndar dómur í Danmörku þar sem sakfellt var fyrir sams konar háttsemi í svokölluðu Parken-máli.“ Ríkin byggi á svipaðri skilgreiningu á markaðsmisnotkun, en engu að síður sé misjafnt hvernig dómstólarnir líta á hugtakið.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira