Sérstakur og sjálfstæður lögmaður skipaður vegna brunans í Lundúnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2017 19:45 Breska ríkisstjórnin ætlar að skipa sérstakan lögmann fyrir íbúa Grenfell-turnsins sem brann í Lundúnum í síðustu viku. Þá heitir stjórnin því að ná sem bestum samningi við Evrópusambandið og nýjum viðskiptasamningum við ríki um allan heim. Elísabet Bretlandsdrotting flutti stefnuræðu Theresu May forsætisráðherra í breska þinginu í dag og fylgdi Karl erfðaprins henni að þessu sinni því eiginmaðurinn Philip var lagður á spítala síðastliðna nótt vegna sýkingar. Ekki er þó talin ástæða til að hafa áhyggjur af Philip, sem er orðinn 96 ára. „Ríkisstjórn mín mun koma á nákvæmri opinberri rannsókn á hinum sorglega bruna í Grenfell-turninum til að komast að orsökum hans og tryggja að viðeigandi lærdómur sé dreginn. Til að styðja við fórnarlömb mun ríkisstjórn mín stíga skref til að koma á embætti sjálstæðs opinbers lögmanns, sem mun fara fyrir syrgjandi fjölskyldum eftir hamfarir og styðja þær við opinberar rannsóknir,“ las drottningin upp úr stefnuræðunni. Þá á að endurskoða hryðjuverkalög landsins eftir hryðjuverkin í Manchester og tryggja að lögregluyfirvöld hafi allar þær heimildir sem þau telja sig þurfa. Fátt nýtt kom hins vegar fram varðandi stefnuna í Evrópumálum annað en tryggja eigi góðan samning við Evrópusambandið. „Ríkisstjórn mín mun leitast við að viðhalda djúpu og sérstöku sambandi við bandamenn okkar í Evrópu og beita sér fyrir viðskiptatengslum um allan heim,“ sagði Elísabet II við þingsetningu í dag. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Breska ríkisstjórnin ætlar að skipa sérstakan lögmann fyrir íbúa Grenfell-turnsins sem brann í Lundúnum í síðustu viku. Þá heitir stjórnin því að ná sem bestum samningi við Evrópusambandið og nýjum viðskiptasamningum við ríki um allan heim. Elísabet Bretlandsdrotting flutti stefnuræðu Theresu May forsætisráðherra í breska þinginu í dag og fylgdi Karl erfðaprins henni að þessu sinni því eiginmaðurinn Philip var lagður á spítala síðastliðna nótt vegna sýkingar. Ekki er þó talin ástæða til að hafa áhyggjur af Philip, sem er orðinn 96 ára. „Ríkisstjórn mín mun koma á nákvæmri opinberri rannsókn á hinum sorglega bruna í Grenfell-turninum til að komast að orsökum hans og tryggja að viðeigandi lærdómur sé dreginn. Til að styðja við fórnarlömb mun ríkisstjórn mín stíga skref til að koma á embætti sjálstæðs opinbers lögmanns, sem mun fara fyrir syrgjandi fjölskyldum eftir hamfarir og styðja þær við opinberar rannsóknir,“ las drottningin upp úr stefnuræðunni. Þá á að endurskoða hryðjuverkalög landsins eftir hryðjuverkin í Manchester og tryggja að lögregluyfirvöld hafi allar þær heimildir sem þau telja sig þurfa. Fátt nýtt kom hins vegar fram varðandi stefnuna í Evrópumálum annað en tryggja eigi góðan samning við Evrópusambandið. „Ríkisstjórn mín mun leitast við að viðhalda djúpu og sérstöku sambandi við bandamenn okkar í Evrópu og beita sér fyrir viðskiptatengslum um allan heim,“ sagði Elísabet II við þingsetningu í dag.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31