Sport

Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Daniel Hunter með Víkingstreyjuna.
Daniel Hunter með Víkingstreyjuna. mynd/twitter
Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, var hér á landi síðustu daga ásamt samherjum sínum Kyle Rudolph og Linval Joseph.

Þrímenningarnir voru að taka upp kynningarefni fyrir næstu leiktíð hjá Vikings, meðal annars Víkingaklappið fræga sem Minnesota-liðið er búið að eigna sér í NFL-deildinni.

Minnesota Vikings er eitt af elstu liðum NFL-deildarinnar, stofnað árið 1961, en það er þó töluvert yngra en Víkingarnir á Íslandi. Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað árið 1908.

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur 365 og útvarpsmaður, snæddi kvöldverð með NFL-strákunum ásamt fríðu föruneyti í gærkvöldi og gaf Daniel Hunter Víkingstreyju.

„Minn maður Daniel Hunter fékk treyju frá hinum upprunalegu Víkingum í Reykjavík, fyrstu fótboltavíkingunum í heiminum,“ skrifaði Hjörvar á Twitter-síðu sína og birti myndir af Hunter með Víkingstreyjuna.

365 var með í för í gær er Hunter og félagar hittu fjallið og fóru á æfingu með Einherjum en fréttir frá ævintýrum þremenninganna birtast á miðlum 365 á næstu dögum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×