Staðarhaldarinn fékk skammbyssur frá forseta Íslands upp í launakröfu Sveinn Arnarsson skrifar 21. júní 2017 04:00 Árið 2011 kom hingað til lands sendiboði Mohammed bin Zayed Al Nahyan, krónprinsins af Abú Dabí, með skjalatösku sem innsigluð var sem diplómatapóstur. Eina erindi sendiboðans var að færa Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, gjöf frá Abú Dabí. Þar sem um diplómatasendingu var að ræða var ekki leitað í farangri mannsins. Í skjalatöskunni voru tvær hálfsjálfvirkar skammbyssur með níu millimetra hlaupvídd frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Caracal F að nafni. Á þessum tíma hafði Ólafur Ragnar Grímsson verið í miklum samskiptum við Abú Dabí og gerðist forseti í dómnefnd sjóðs á sviði endurnýjanlegra orkugjafa þar sem krónprinsinn er forvígismaður.Stífar reglur um skammbyssur Óheimilt er að flytja til landsins sjálfvirka eða hálfsjálfvirka skammbyssu samkvæmt embætti ríkislögreglustjóra og afar stífar reglur eru um skammbyssueign almennings. Krefst það svokallaðs D-leyfis en það leyfi er aðeins veitt einstaklingum eða skotfélögum vegna íþróttaskotfimi. Forsetaembættið tók við gjöfinni og ákvað að skrá þær á fyrrverandi staðarhaldara á Bessastöðum, Júlíus Einarsson. Júlíus hafði verið lögreglumaður og handleikið skammbyssur í starfi sínu sem lögreglumaður. Vopnin voru ekki gerð óvirk með því að steypa í hlaup þeirra eða eyðileggja lásabúnaðinn. Voru þau færð í vörslu staðarhaldara sem virk skotvopn. Júlíus deildi síðar um launagreiðslur við forsetaembættið og taldi sig hlunnfarinn um laun. Deilan fór fyrir dómstóla og vann hann málið. Áður en launadeilan fór fyrir dómstóla fór Júlíus fram á að taka vopnin til eignar fyrir vangoldin laun. Var því ákveðið af embætti forsetans að færa eignarhald vopnanna úr ríkiseigu, þar sem þau voru sannarlega gjöf til embættis forseta Íslands, og í eigu Júlíusar. Vopnin er ekki að finna í dag í bókum embættisins um gjafir frá Abú Dabí, þrátt fyrir að hafa komið til landsins og verið veitt embættinu. Nokkrar gjafir frá Abú Dabí Örnólfur Thorsson forsetaritari segir nokkrar gjafir hafa samkvæmt skráningu borist embættinu á undanförnum áratug frá Abú Dabí. „Allmargar bækur útgefnar af Emirates Center for Strategic Studies and Research, lítil stytta af arabískum hesti og skrautmunur úr gleri. Þá voru embætti forseta færðar tvær skammbyssur frá Abú Dabí fyrir nokkrum árum eins og fram kemur í fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt skráningu gjafa undanfarna tvo áratugi og minni starfsmanna munu þetta vera einu skotvopnin sem embættinu hafa verið færð,“ segir Örnólfur í skriflegu svari til blaðsins. „Á þeim tíma, sem og síðar, var embætti forseta vanbúið að taka við skotvopnum en bjó þó svo vel að umsjónarmaður fasteigna á þeim tíma hafði skotvopnaleyfi og var jafnframt traustur fyrrverandi lögreglumaður,“ bætir Örnólfur við. Örnólfur svarar því ekki hvort umrædd vopn séu enn í eigu hins opinbera eða nú í eigu fyrrverandi staðarhaldara á Bessastöðum. Hins vegar herma heimildir Fréttablaðsins að til sé afsal fyrir vopnunum sem varðveitt er hjá embætti forsetans og Júlíus, fyrrverandi staðarhaldari, eigi afrit af afsali þessu. Tók vopnin út af Bessastöðum „Þegar hann lét af störfum árið 2014 og flutti frá Bessastöðum var engin aðstaða þar til að geyma þessa gripi eða starfsmaður sem hefði heimild til að varðveita þá. Umsjónarmanninum, sem nú starfar sem lögreglumaður, var því falin áframhaldandi varðveisla þessara vopna. Þetta munu vera einu dæmi þess að gripir sem berast embætti forseta séu ekki varðveittir á Bessastöðum,“ segir Örnólfur. Þegar Fréttablaðið óskaði frekari svara frá embættinu fengust þau svör að Örnólfur Thorsson væri farinn í tveggja vikna leyfi og því vant við látinn. Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umsjónarmaður á Bessastöðum hlunnfarinn um margra milljóna laun Maðurinn var gert að vera til staðar á Bessastöðum allan sólarhringinn í hálft fimmta ár ef frá er talið vaktafrí aðra hverja helgi. Hann hafi hins vegar ekki fengið greitt fyrir að hafa verið á bakvakt. 8. apríl 2017 11:45 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Sjá meira
Árið 2011 kom hingað til lands sendiboði Mohammed bin Zayed Al Nahyan, krónprinsins af Abú Dabí, með skjalatösku sem innsigluð var sem diplómatapóstur. Eina erindi sendiboðans var að færa Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, gjöf frá Abú Dabí. Þar sem um diplómatasendingu var að ræða var ekki leitað í farangri mannsins. Í skjalatöskunni voru tvær hálfsjálfvirkar skammbyssur með níu millimetra hlaupvídd frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Caracal F að nafni. Á þessum tíma hafði Ólafur Ragnar Grímsson verið í miklum samskiptum við Abú Dabí og gerðist forseti í dómnefnd sjóðs á sviði endurnýjanlegra orkugjafa þar sem krónprinsinn er forvígismaður.Stífar reglur um skammbyssur Óheimilt er að flytja til landsins sjálfvirka eða hálfsjálfvirka skammbyssu samkvæmt embætti ríkislögreglustjóra og afar stífar reglur eru um skammbyssueign almennings. Krefst það svokallaðs D-leyfis en það leyfi er aðeins veitt einstaklingum eða skotfélögum vegna íþróttaskotfimi. Forsetaembættið tók við gjöfinni og ákvað að skrá þær á fyrrverandi staðarhaldara á Bessastöðum, Júlíus Einarsson. Júlíus hafði verið lögreglumaður og handleikið skammbyssur í starfi sínu sem lögreglumaður. Vopnin voru ekki gerð óvirk með því að steypa í hlaup þeirra eða eyðileggja lásabúnaðinn. Voru þau færð í vörslu staðarhaldara sem virk skotvopn. Júlíus deildi síðar um launagreiðslur við forsetaembættið og taldi sig hlunnfarinn um laun. Deilan fór fyrir dómstóla og vann hann málið. Áður en launadeilan fór fyrir dómstóla fór Júlíus fram á að taka vopnin til eignar fyrir vangoldin laun. Var því ákveðið af embætti forsetans að færa eignarhald vopnanna úr ríkiseigu, þar sem þau voru sannarlega gjöf til embættis forseta Íslands, og í eigu Júlíusar. Vopnin er ekki að finna í dag í bókum embættisins um gjafir frá Abú Dabí, þrátt fyrir að hafa komið til landsins og verið veitt embættinu. Nokkrar gjafir frá Abú Dabí Örnólfur Thorsson forsetaritari segir nokkrar gjafir hafa samkvæmt skráningu borist embættinu á undanförnum áratug frá Abú Dabí. „Allmargar bækur útgefnar af Emirates Center for Strategic Studies and Research, lítil stytta af arabískum hesti og skrautmunur úr gleri. Þá voru embætti forseta færðar tvær skammbyssur frá Abú Dabí fyrir nokkrum árum eins og fram kemur í fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt skráningu gjafa undanfarna tvo áratugi og minni starfsmanna munu þetta vera einu skotvopnin sem embættinu hafa verið færð,“ segir Örnólfur í skriflegu svari til blaðsins. „Á þeim tíma, sem og síðar, var embætti forseta vanbúið að taka við skotvopnum en bjó þó svo vel að umsjónarmaður fasteigna á þeim tíma hafði skotvopnaleyfi og var jafnframt traustur fyrrverandi lögreglumaður,“ bætir Örnólfur við. Örnólfur svarar því ekki hvort umrædd vopn séu enn í eigu hins opinbera eða nú í eigu fyrrverandi staðarhaldara á Bessastöðum. Hins vegar herma heimildir Fréttablaðsins að til sé afsal fyrir vopnunum sem varðveitt er hjá embætti forsetans og Júlíus, fyrrverandi staðarhaldari, eigi afrit af afsali þessu. Tók vopnin út af Bessastöðum „Þegar hann lét af störfum árið 2014 og flutti frá Bessastöðum var engin aðstaða þar til að geyma þessa gripi eða starfsmaður sem hefði heimild til að varðveita þá. Umsjónarmanninum, sem nú starfar sem lögreglumaður, var því falin áframhaldandi varðveisla þessara vopna. Þetta munu vera einu dæmi þess að gripir sem berast embætti forseta séu ekki varðveittir á Bessastöðum,“ segir Örnólfur. Þegar Fréttablaðið óskaði frekari svara frá embættinu fengust þau svör að Örnólfur Thorsson væri farinn í tveggja vikna leyfi og því vant við látinn.
Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umsjónarmaður á Bessastöðum hlunnfarinn um margra milljóna laun Maðurinn var gert að vera til staðar á Bessastöðum allan sólarhringinn í hálft fimmta ár ef frá er talið vaktafrí aðra hverja helgi. Hann hafi hins vegar ekki fengið greitt fyrir að hafa verið á bakvakt. 8. apríl 2017 11:45 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Sjá meira
Umsjónarmaður á Bessastöðum hlunnfarinn um margra milljóna laun Maðurinn var gert að vera til staðar á Bessastöðum allan sólarhringinn í hálft fimmta ár ef frá er talið vaktafrí aðra hverja helgi. Hann hafi hins vegar ekki fengið greitt fyrir að hafa verið á bakvakt. 8. apríl 2017 11:45