Erlent

Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil eyðilegging blasti við þorpsbúum eftir að flóðbylgjan skall á þorpið Nuugaatsiaq.
Mikil eyðilegging blasti við þorpsbúum eftir að flóðbylgjan skall á þorpið Nuugaatsiaq. Arktisk kommando/Palle Lauritsen
Fjórir einstaklingar eru nú taldir af eftir að flóðbylgja skall á vesturströnd Grænlands, en þeirra hafði verið saknað síðan á laugardagskvöld.

Frá þessu greindi lögregla á Grænlandi í yfirlýsingu í kvöld.

Að sögn lögreglu er um að ræða þrjá fullorðna og eitt barn og er talið að þau hafi skolað á haf út og drukknað. Búið sé að upplýsa aðstandendur, en leit á svæðinu verður fram haldið þegar aðstæður leyfa.

Flóðbylgjan skall á bæinn Nuugaatsiaq en hún myndaðist eftir berghlaup sem varð í kjölfar jarðskjálfta.

Ellefu hús skolaði þar á haf út og var öllum þorpsbúum gert að yfirgefa heimili sín.


Tengdar fréttir

Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta

Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×