Erlent

Rapparinn Prodigy er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Prodigy varð 42 ára gamall.
Prodigy varð 42 ára gamall. Vísir/afp
Bandaríski rapparinn Prodigy er látinn, 42 ára að aldri. Prodigy var annar liðsmanna Mobb Deep og átti hann stóran þátt í að móta hip-hop senuna í New York.

New York Times greinir frá því að Prodigy, sem hét Albert Johnson réttu nafni, hafi andast í Las Vegas fyrr í dag.

Roberta Magrini, upplýsingafulltrúi Prodigy, segir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús í kjölfar tónleika Mobb Deep vegna veikinda tengdum blóðsjúkdómi sem hann hafði glímt við frá fæðingu. Enn eigi þó eftir að kveða upp um dánarorsök.

Meðal platna Mobb Deep má nefna „The Infamous” frá árinu 1995, „Hell on Earth” frá 1996 og „Murda Muzik“ frá 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×