Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. júní 2017 07:00 Hátt í hundrað viðbragðsaðilar voru kallaðir út. vísir/epa Minnst einn lést og níu slösuðust í hryðjuverkaárás tæplega fimmtugs Breta í London í gær. Fjölskylda mannsins segir að hann hafi lengi glímt við veikindi. Hann væri hins vegar ekki kynþáttahatari. Árásin átti sér stað fyrir utan mosku í Finsbury-hverfinu í norðurhluta London skömmu eftir miðnætti. Hinn látni var á gamalsaldri og hafði verið sjúkur fyrir. Hin slösuðu voru að veita honum aðhlynningu þegar ekið var á þau. Nokkur hinna særðu eru lífshættulega særð. Árásarmaðurinn heitir Darren Osborne og er breskur fjögurra barna faðir á fimmtugsaldri. Hann var handtekinn á staðnum. Sjónarvottar segja að ímam úr moskunni hafi komið í veg fyrir að æstur múgur réðist á hann. Osborne á rætur að rekja til Cardiff í Wales. Húsleit var gerð á nokkrum stöðum í borginni í tengslum við árásina. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ „Í morgun vöknuðu íbúar Bretlands við fregnir af enn einni hryðjuverkaárásinni á götum höfuðborgar okkar. Þetta er önnur árásin í þessum mánuði og er hún jafn mikið áfall og þær sem á undan hafa komið,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í gærmorgun. „Þetta er árás sem beint var gegn venjulegum og saklausum Bretum í hinu daglega amstri. Að þessu sinni gegn breskum múslimum á leið frá mosku.“ „Þegar hann kom út úr bílnum vildi hann hlaupast á brott. Hann sagði ítrekað að hann vildi drepa múslima,“ segir sjónarvotturinn Abdul Raman við BBC. „Ég hæfði hann í magann og í kjölfarið vorum við nokkrir sem héldum honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang.“ Öryggismálaráðherrann Ben Wallace segir að maðurinn hafi ekki verið talinn ógn af leyniþjónustunni og þá væri ekkert sem benti til þess að hann ætti sér samverkamenn. Hann bætti því við að árásin hefði verið skilgreind sem hryðjuverk átta mínútum eftir að hún átti sér stað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Minnst einn lést og níu slösuðust í hryðjuverkaárás tæplega fimmtugs Breta í London í gær. Fjölskylda mannsins segir að hann hafi lengi glímt við veikindi. Hann væri hins vegar ekki kynþáttahatari. Árásin átti sér stað fyrir utan mosku í Finsbury-hverfinu í norðurhluta London skömmu eftir miðnætti. Hinn látni var á gamalsaldri og hafði verið sjúkur fyrir. Hin slösuðu voru að veita honum aðhlynningu þegar ekið var á þau. Nokkur hinna særðu eru lífshættulega særð. Árásarmaðurinn heitir Darren Osborne og er breskur fjögurra barna faðir á fimmtugsaldri. Hann var handtekinn á staðnum. Sjónarvottar segja að ímam úr moskunni hafi komið í veg fyrir að æstur múgur réðist á hann. Osborne á rætur að rekja til Cardiff í Wales. Húsleit var gerð á nokkrum stöðum í borginni í tengslum við árásina. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ „Í morgun vöknuðu íbúar Bretlands við fregnir af enn einni hryðjuverkaárásinni á götum höfuðborgar okkar. Þetta er önnur árásin í þessum mánuði og er hún jafn mikið áfall og þær sem á undan hafa komið,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í gærmorgun. „Þetta er árás sem beint var gegn venjulegum og saklausum Bretum í hinu daglega amstri. Að þessu sinni gegn breskum múslimum á leið frá mosku.“ „Þegar hann kom út úr bílnum vildi hann hlaupast á brott. Hann sagði ítrekað að hann vildi drepa múslima,“ segir sjónarvotturinn Abdul Raman við BBC. „Ég hæfði hann í magann og í kjölfarið vorum við nokkrir sem héldum honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang.“ Öryggismálaráðherrann Ben Wallace segir að maðurinn hafi ekki verið talinn ógn af leyniþjónustunni og þá væri ekkert sem benti til þess að hann ætti sér samverkamenn. Hann bætti því við að árásin hefði verið skilgreind sem hryðjuverk átta mínútum eftir að hún átti sér stað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57
Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46
Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13