Fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. júní 2017 11:45 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin voru öll framin á Hóteli á Suðurlandi í febrúar í kjölfar árshátíðar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Manninum var gefin að sök nauðgun, með því að hafa farið inn í herbergi nr. 311 á hóteli þar sem kona lá sofandi í rúmi, strokið læri hennar, fært nærbuxur hennar til hliðar og haft samræði við hana gegn hennar vilja, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Konan ýtti ákærða ofan af sér um leið og hún vaknaði og varð þess vör að ákærði var að hafa samræði við sig og í kjölfarið yfirgaf ákærði herbergið. Önnur kona kærði manninn fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í kjölfarið á fyrsta atvikinu farið inn í herbergi nr. 203, þar sem konan lá sofandi í rúmi ásamt fleirum, strokið bæði læri hennar að innanverðu og innan klæða, og rass utan klæða. Í kjölfarið vaknaði konan og ásamt vitni sem vísaði ákærða út úr herberginu. Í kjölfarið á þessu fór maðurinn inn í herbergi nr. 207, þar sem þriðja konan lá sofandi í rúmi, klæddi hana úr nærbuxum og stakk fingrum inn í leggöng hennar gegn hennar vilja, notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn hætti um leið og hann varð var við að konan væri vöknuð og fór þá inn á salerni herbergisins þar sem lögregla handtók ákærða skömmu síðar.Bar fyrir sig ljótan misskilning Við handtöku var maðurinn með kvenmannsnærbuxur í brjóstvasa sínum sem voru í eigu þriðju konunnar. Þegar maðurinn var spurður hvort hann hefði brotið gegn fyrstu konunni sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að hún hefði upplifað að hann hefði brotið gegn sér fyrr en hún hefði sagt honum að hætta og þá hafi hann gert það. Um annað brotið sagðist hann hafa verið að leita að tóbaki í rúmi konunnar en að hann hefði ekki snert hana. Um þriðja brotið sagði hann að um ljótan misskilning væri að ræða og að honum hefði verið boðið til konunnar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ásetningur mannsins til brotanna hafi verið einbeittur, en hann hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að hafa verið hent út af tveimur hótelherbergjum og hætti ekki fyrr en komið var að honum. Allir brotaþolar hafi verið sofandi þegar hann kom að þeim og að það hafi verið honum ljóst. Framburður mannsins þótti ekki að öllu leyti skýr, en framburður kvennanna þriggja þótti hins vegar stöðugur og skýr. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Honum var auk þess gert að greiða tveimur kvennanna 1.500.000 krónur í miskabætur og þriðju konunni 800.000 krónur. Þá þarf hann að greiða allan kostnað af málsvörn sinni og réttargæslu kvennanna. Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin voru öll framin á Hóteli á Suðurlandi í febrúar í kjölfar árshátíðar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Manninum var gefin að sök nauðgun, með því að hafa farið inn í herbergi nr. 311 á hóteli þar sem kona lá sofandi í rúmi, strokið læri hennar, fært nærbuxur hennar til hliðar og haft samræði við hana gegn hennar vilja, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Konan ýtti ákærða ofan af sér um leið og hún vaknaði og varð þess vör að ákærði var að hafa samræði við sig og í kjölfarið yfirgaf ákærði herbergið. Önnur kona kærði manninn fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í kjölfarið á fyrsta atvikinu farið inn í herbergi nr. 203, þar sem konan lá sofandi í rúmi ásamt fleirum, strokið bæði læri hennar að innanverðu og innan klæða, og rass utan klæða. Í kjölfarið vaknaði konan og ásamt vitni sem vísaði ákærða út úr herberginu. Í kjölfarið á þessu fór maðurinn inn í herbergi nr. 207, þar sem þriðja konan lá sofandi í rúmi, klæddi hana úr nærbuxum og stakk fingrum inn í leggöng hennar gegn hennar vilja, notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn hætti um leið og hann varð var við að konan væri vöknuð og fór þá inn á salerni herbergisins þar sem lögregla handtók ákærða skömmu síðar.Bar fyrir sig ljótan misskilning Við handtöku var maðurinn með kvenmannsnærbuxur í brjóstvasa sínum sem voru í eigu þriðju konunnar. Þegar maðurinn var spurður hvort hann hefði brotið gegn fyrstu konunni sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að hún hefði upplifað að hann hefði brotið gegn sér fyrr en hún hefði sagt honum að hætta og þá hafi hann gert það. Um annað brotið sagðist hann hafa verið að leita að tóbaki í rúmi konunnar en að hann hefði ekki snert hana. Um þriðja brotið sagði hann að um ljótan misskilning væri að ræða og að honum hefði verið boðið til konunnar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ásetningur mannsins til brotanna hafi verið einbeittur, en hann hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að hafa verið hent út af tveimur hótelherbergjum og hætti ekki fyrr en komið var að honum. Allir brotaþolar hafi verið sofandi þegar hann kom að þeim og að það hafi verið honum ljóst. Framburður mannsins þótti ekki að öllu leyti skýr, en framburður kvennanna þriggja þótti hins vegar stöðugur og skýr. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Honum var auk þess gert að greiða tveimur kvennanna 1.500.000 krónur í miskabætur og þriðju konunni 800.000 krónur. Þá þarf hann að greiða allan kostnað af málsvörn sinni og réttargæslu kvennanna.
Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15