Sport

Diaz á leið í bann fyrir að missa af lyfjaprófum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nate Diaz er ekki líklegur til að fara í búrið á næstunni.
Nate Diaz er ekki líklegur til að fara í búrið á næstunni. vísir/getty
Nate Diaz hefur verið tímabundið settur í keppnisbann þar sem hann hefur misst af þremur lyfjaprófum síðustu tólf mánuðina.

Diaz er eins og öðrum bardagaköppum í UFC gert að skrá sig í eftirlitskerfi bandaríska lyfjaeftirlitsins en íþróttamenn þurfa þá að láta vita af ferðum sínum svo hægt sé að taka þá í lyfjapróf án fyrirvara.

Það hefur Diaz ekki gert og hefur hann því misst af þremur lyfjaprófum. Málið er nú til rannsóknar en þangað til hefur Diaz verið settur í bann.

Frá þessu er greint á heimasíðu UFC en Diaz hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor þann 20. ágúst í fyrra. Það var þá í annað sinn sem þeirr mættust en Diaz hafði betur í fyrra skiptið.

McGregor er nú að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga gegn Floyd Mayweather sem fer fram þann 26. ágúst.

MMA

Tengdar fréttir

Refsing Conor fyrir orkudrykkjakastið minnkuð

Conor McGregor áfrýjaði á sínum tíma refsingunni sem hann fékk frá íþróttasambandi Nevada þar sem hann kastaði dósum og flöskum að Nate Diaz og félögum á blaðamannafundi.

Nate Diaz gaf viðtal ársins

Ruslakjafturinn Nate Diaz var í stórkostlegu viðtali hjá Ariel Helwani í The MMA Hour í gær. Þar bauð Diaz í heimsókn og sýndi meðal annars UFC-hasspípuna sína.

Peningarnir hafa breytt Nate Diaz

Eddie Alvarez, fyrrum heimsmeistari í léttvigt UFC, er gáttaður á því að Nate Diaz hafi hafnað því að berjast við sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×